Einherji - 29.02.1968, Side 1
• Samvinnufélögin
skapa sannvirði á
vöru og auka öryggi
kvers byggðarlags.
• Gangið í sam-
vinnufélögin.
• Verzlið við sam-
vinnufélögin.
• Samvinnan skapar
betri lífskjör.
Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra.
1. tölublað.
Fimmtudagur 29. febr. 1968 37. árgangur.
Aðalfundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins
• Eysteinn Jónsson gaf ekki kost á að gegna formanns-
starfi lengur.
• Ólafur Jóhannesson, alþm., kosinn formaður
Framsóknarflokksins.
Slysfarir á sjó og landi
Vetrarveðrátta í íslenzku
skammdegi /hefur oft reynzt
mannlegum mætti yfirsterk-
ari, en yfir tekur þó, þegar
fárviðri, myrkur og heljar-
kuldi leggjast á eitt. Þá
koma mikil mannskaðaveð-
ur, en þau höfum við mörg
skráð í okkar þjóðarsögu.
Fyrstu 6 vikur þessa árs
var veðurfar mjög erfitt.
Vetrarríki óvenju mikið og
stórhríðar af og itil, þótt
veðrið 4. og 5. fdbr. s. 1. taki
út yfir allt annað. Þá gekk
yfir landið, einkum Vest-
firði, eitt mesta háskaveður
er um getur, enda urðu af-
leiðingar þess sorgarsaga.
Brezkur togari fórst upp
við landsteina. 19 manns
drukknuðu, en einn komst
af. Sömu nótt fórsít einnig
íslenzkur bátur, Heiðrún frá
Bolungavik, og með henni
fórust 5 menn, þar af þrír
feðgar. Þá strandaði á sömu
slóðum brezkur togari, en
mannbjörg varð, nema einn
skipverja lézt. FÍeiri togarar
voru hætt komnir. Skömmu
áður höfðu farizt tveir
brezkir togarar norður og
austur af Islandi. Rúmri
viku seinna, eða um 13.
febrúar, fórst svo annar ís-
lenzkur bátur í fiskiróðri,
Trausti frá Súðavík og þar
drukknuðu 4 menn. Heíur
þannig, á skömmum tíma,
stór hópur íslenzkra og
brezkra sjómanna látið lifiö
á skömmum tíma við að
afla löndum sínum bjargar
úr sjónum. Er þetta gömul
og ný saga, er við Islend-
mgar þekkjum vel.
Þá 'hafa slysfarir á landi
ekki heldur verið smátækar
á þessu ári. Þann 13. febr.
brennur inni á Akureyri
ung kona með tveimur rmg-
um sonum sínum. Og 20.
febr. fórst lítil flugvél á
Reykjavíkurflugvelli og 2
menn, bræður, er 1 henni
voru, létust báðir.
Öll þessi sorglegu slys og
fleiri ,er orðið hafa á sama
tíma, sýna okkur nauðsyn
þess að auba og endurbæta
1 slysavarnir, þótt það geti
aldrei afstýrt öllum slysum.
Aðalfíundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins var
háður í Reykjavík 9., 10. og
11. febrúar s. 1. í upphafi
fundarins lýsti Eysteinn
Jónsson yfir, að hann gæfi
ekki kost á sér til að gegna
formannsstarfinu lengur. —
Eysteinn sagði meðal ann-
ars: „Ég hef nú gegnt rit-
ara-, ráðherra-, þingflokks-
formanns- og formanns-
starfi í Framsóknarflokkn-
eða fyrir hann, í 34 ár eða
svo, alltaf einhverju tvennu
af þessu í senn og stundum
þrennu í senn, auk þing-
mennsku og annars af ýmsu
tagi. Ég vona því, að enginn
ásaki mig um sérhlífni, þótt
ég hafi komizt að þeirri nið-
urstöðu, að skynsamlegast
sé fyrir mig og flokkinn að
breyta nú til. Mér þykir of
mikið að bæta því við þetta,
að gegna formannsstarfinu
heilt kjörtímabil ennþá og
það þýðir óbifanlegan ásetn-
ing minn að knýja það fram
að skipt verði um formann
strax nú í byrjun kjörtíma-
bilsins. Nýr formaður á
helzt að taka við tafarlaust
í . byrjun kjörtímabils, að
mínum dómi. Liggja til þess
augljósar ástæður. Þá er
það þáttur í þessu, að sá
rnaður, sem ég veit að telja
má nálega sjálfkjörinn til
þess að taka við formanns-
störfum, vegna þess trausts,
sem hann nýtur — og mæli
ég þar af meiri kunnugleik
en flestir aðrir — er nú á
góðum aldri til þess að taka
við og það á að notfæra sér
það, því það er mikil gæfa
og fágætt lán þegar svo
stendur á, að hægt er að
skipta eins eðlilega og þeg-
ar bezt tekst til í boðhlaupi,
en það getum við gert núna
— á þvi leikur enginn vafi.“
Þá lýsti Sigurjón Guð-
mundsson, að hann gæfi
ekki kost á sér til endur-
kjörs sem gjaldkeri, en Sig-
urjón hefur starfað sem
gjaldkeri og í fjármála-
stjórn Framsóknarflokksins
um 33 lára skeið. Báðum
þessum mönnum vill Ein-
herji flytja beztu þakkir
fyrir mikil og óeigingjöm
störf í þágu þeirra góðu
málefna, er við Framsókn-
armenn berjumst fyrir.
Aðalfundur miðstjómar
Framsóknarflokksins kaus
síðan Ólaf Jóhannesson,
alþm., formann flokksins.
Helgi Bergs var endurkjör-
EYSTEINN JÓNSSON
inn ritari flokksins og Tóm-
as Ámason gjaldkeri. Vara-
stjórn skipa: Einar Ágústs-
son, alþm., varaformaður,
Jóhannes EMasson, vararit-
ari og Halldór E. Sigurðs-
son, alþm., varagjaldkeri.
Einherji vill nota tækifær-
ið og óska þeim Ólafi og
Tómasi allra heilla og vænt-
ir mikils af þeim í þágu
flokks og alþjóðar, því að
þeirra bíða mikil og vanda-
söm störf.
Þessi mynd var tekin af stjóm Framsóknarflokksins I lok aðalfundar. Aftari röð talið
frá vinstri: Jóhannes Elíasson, vararitari, Einar Ágústsson, varaformaður, Halldór E.
Sigurðsson, varagjaldkeri. Fremri röð, talið frá vinstri: Helgi Bergs, ritari, Ólafur Jó-
hannesson, formaður og Tómas Árnason, gjaldkeri.
ÓLAFUR JÓHANNESSON
Ágrip úr ávarpi Ólafs Jó-
hannessonar, formanns
Framsóknarflokksins:
Stefna Framsóknar-
flokksins er skýr og
óbreytt
Við skulum bafa það hug-
fast, að samtíðin er okkar
vettvangur og okkar við-
fangsefni fyrst og fremst.
Það em hennar vandamál,
sem við þurfum að fást við,
eigum að reyna að skilja og
finna lausn á. Við skulum
þó sá, þó við sjáum ekki
alltaf ávextina og uppsker-
an verði framtíðarinnar. Við
skulum líka hyggja að for-
tíðinni og læra af sögunni.
En við skulum var-
ast að einblína um of itil
baka. Við skulum ekki mikla
fyrir okkur þá gömlu og
góðu daga, né heldur ágætu
menn, sem þá voru í farar-
broddi. Fjarlægðin gerir
stundum f jöllin blá og menn-
ina mikla. Það verður eng- I
inn stór af því að stara á
gengin spor. Við skulum
varast að staðna í gömlum
hugmyndum.
Mig langar til að minna á
garnalt máltæki, sem miðað
er við íslenzkar aðstæður.
en sjaldan heyrist nú leng-
ur. Það máltæki segir: „Holl
ur er heimafenginn baggi.“
Þetta máltæki lætur ekki
mi'kið jTir sér. Sumum
finnst þan kannske úrelt. Ég
er ©kki þeirrar skoðunar. Ég
tel það geyma einföld en
mikil sannindi, og mér finnst
það eiga erindi til þjóðar
okkar í dag, þegar meir ber
hér, en góðu hófi gegnir, á
eftiröpunarhneigð eftir út-
lendingum og öllu því, sem
útlent er. Mér finnst það
eiga sérstakt erindi til okk-
ar, þegar þeim boðskap er
haldið að mönnum, að menn
eigi ekki að vera að basla
við fraonleiðslu á vörum og
varningi, sem ekki standist
samkeppni við framleiðslu
annarra þjóða, sem hægt sé
að fá betri og ódýrari inn-
fluttan. Það er boðskapur,
sem laglega fluttur getur
orðið hættulegur sjálfstæði
okkar og þjóðartilveru, láti
menn almennt af honurn
glepjast.
Við skulum 'þess vegna,
Framsóknarmenn, hafa það
hugfast, „að hollur er
heimafenginn baggi.“
Ég veit, að ég þarf ekki
að beina neinum eggjunar-
orðum til ykkar. Eg veit,
að ykkur þarf ekki að hvetja
Ég vona það og veit það,
að þið farið héðan með hf-
andi áhuga og sterkan bar-
áttuvilja. En við skulum öll
gera okkur ljóst, að við
þurfum öll að vera vel á
verði og viðbúin. Það getur
komið itil kosninga fyrr en
lög standa til. Útlitið í mál-
efnum þjóðarinnar er á
margan hátt ískyggilegt.
Það þýðir ekki annað en líta
á það raunsæjum augum.
Það er allt útlit fyrir, að við
marga erfiðleika verði að
glíma á næstunni. Og e.t.v.
eru erfiðleikarnir enn alvar-
legri en við höfum gert okk-
urg rein fyrir. Við Fram-
sóknarmenn munum að
sjálfsögðu leggja okkar lið
til lausnar á þeim vandamál-
um eftir því sem í okkar
|Valdi stendur, jafnt fyrir
það þó að við séum og verð-
um í stjórnarandstöðu, því
að vandamálin eru ekki að-
eins vandamál stjómar,
heldur bitna afleiðingar erf-
iðleika og óskynsamlegrar
stjómar á þjóðinni allri.
En við trúum því, að það
sé þjóðinni fyrir beztu, að
efla Framsóknarflokkinn
svo, að fram hjá honum
verði ekiki komizt við stjórn-
armyndun, og að hann fái
þar aðstöðu til fomstuhlut-
verks.
Að því marki skulum við
Framhald á 5. síðu