Einherji - 29.02.1968, Qupperneq 3
EINHERJI
3
Aflabrögð og útgerð
á Siglufirði
'Fná því í nóv. og fram í
febr. var tíð með afbrigðuim
umhleypmgasöm og mikið
gæftaleysi hjá þeim, er sjó-
inn stimduðu. Fóru Norð-
lendingar ekki varhluta af
því. Tveir bátar: m.b. Hring-
ur og m.b. Tjaldur réru með
línu frá þvi að haustvertíð
byrjaði og fram til 1. febr.
Bátamir voru á leigu hjá
Hraðfrystihúsi SR. Afh var
tregur og gæftaleysi mikið.
Á þessum itóma fékk Hring-
ur 122 tonn í 41 róðri, en
Tjaldur 111 tonn í 45 róðr-
um.
1. febrúar varð sú breyt-
ing á, að skipshöfn Hrings
tók bátinn á leigu til eins
árs, en Tjaldur mun hefja
róðra, með net, frá Rifi nú
um mánaðamótin.
Betri horfur með öflun
hráefnis
Hraðfrystihús SR hefur
haft meira hráefni nú í febr.
en oftast áður. Togarinn
Hafhði hefur landað í frysti-
húsið um 375 tonnum.
Hringur hefur aflað sæmi-
lega í febrúar og er þegar
búinn að landa um 76 tonn-
um. Hraðfrystihús SR tók
Siglfirðing á leigu frá 1.
febrúar og stundar hami
togveiðar og hefur þegar
landað 140 tonnum. Auk
þessa mun m.b. Fanney fara
á togveiðar á vegum frysti-
hússins. Eru því allar líkur
á því, að framhald verði á
nægu hráefni fyrir frysti-
húsið það sem eftir er vetr-
ar.
Framleiðslan 1967
Hraðfrystihús SR fram-
leiddi 1967 41.880 kassa af
frystum fiski, eða um
2.324.148 Ibs., og fryst beitu
síld um 100 tonn. Mest af
fnamleiðslunni fer á Rúss-
landsmarkað, eða um helm-
ingur. Árið 1967 lagði tog-
gggUM DAGINN»
SSftG VEGINNW
horfi og oft áður á þessum árs-
tíma. Áfram er unnið að félags-
heimilinu og mun það nú standa
í um 8 millj. kr., en gert ráð
fyrir að fullbyggt og útbúið kosti
það um 12 millj. kr. Heimilið
var fyrst tekið í notkun árið
1967 og má segja, að með til-
komu þess hafi orðið breyting
til þess betra með alla félags-
málastarfsemi. B. S.
Ráðinn nýr kaupfélagsstjóri
hjá K. H. — Asahláka á
Blönduósi.
Blönduósi, 27. febrúar
Asahláka er í dag og jörð að
verða auð, þótt svellalög séu enn
nokkur. Hér var víða jarðlítið
eða jarðlaust orðið fyrir hross.
Þótt snjór væri ekki mikill var
freri og svellalög mjög mikil. —
Ráðinn hefur verið nýr kaupfé-
lagsstjóri að Kaupfélagi Hún-
vetninga, Blönduósi. Er það Ámi
Jóhannsson. Mun hann taka við
á sumri komanda. Árni var kaup-
félagsstjóri á Hólmavík s. 1. ár,
en áður starfsmaður hjá K. H.
Ólafur Sverrisson, núver. kaup-
félagsstjóri, flyst til Borgarness
og tekur vði kaupfélagsstjórn
hjá Kaupfélagi Borgfirðinga.
arinn Hafliði upp hjá Hrað-
frystihúsi SR um 2.432 tonn
Snjóflóð
á Siglufirði
Þann 4. febrúar s. 1. féll
snjóflóð á húsið Suðurg. 76
á Siglufirði. Húsið skemmd-
ist mikið og húsbúnaður og
innanstokksmunir eyðilögð-
ust, en íbúarnir, Þórir
Bjömsson, rafvirki og fjöl-
skylda hans, sluppu ómeidd-
ir að mestu. -Flóðið braut
alla glugga á vesturhlið
hússins og fyllti næstum
herbergi þar, en svo vel vildi
til að þar svaf enginn, en
flóðið kom ikl. 6,40 að
mrogni. Þá sprengdi flóðið
upp vesturbrún þaksins og
hlóð snjó inn á háaloft. —
Tjón á húsi og innbúi er
metið á um 280 þús. kr. og
fæst ekki bætt, nema það
sem nær til heimilistrygg-
inga.
Hús þebta er nýbyggt og
er byggt á mörkum þess j
svæðis, sem oft hafa hlaup- ^
ið snjóflóð áður. Varla líð-
ur svo vetur, að ekki falli
eitthvað af snjóskriðum úr
fjallinu þarna fyrir ofan, en
venjulega stöðvast þær all-
miiklu ofar.
Dýraverndunartfélag
Skagafjarðar
Aðalfundur Dýravemdunarfé-
lags Skagafjarðar var haldinn á
Sauðárkróki 16. febr. s. 1.
Stjórn félagsins skipa þessir
menn:
Sveinn Guðmundsson, deildar-
stjóri K. S., formaður.
Steinn Þ. Steinsson, dýralækn-
ir, varaformaður.
Ingimar Bogason, ritari.
Egill Helgason, gjaldkeri.
Meðstjórnendur: Gunnar Þórð-
arson, lögregluþjónn, Friðvin G.
Þorsteinsson og Árni Hansen.
Á aðalfundinum var skýrt frá
tillögu, sem samþykkt var á al-
mennum félagsfundi 2. febr. s. 1.
svohljóðandi:
Þar sem mjög erfitt ástand er
nú að skapast hér í héraðinu
um líðan útigönguhrossa fyrir
nær algjört hagleysi og jarðbönn
um héraðið nú um alllangan
tíma, og útlit er fyrir versnandi
ástand i fóðurbirgðamálum, og
vöntun á nægilegri umönnun á
útigönguhrossum, þá vill fundur-
inn leggja rika áherzlu á að
biðja yður hr. sýslumaður, að
hlutast til um að fyrirskipa nú
þegar aukaskoðun í héraðinu um
ástand fóðurbirgða, og þó sér-
staklega að athuga um líðan og
meðferð á útigönguhrossum.
Leiði sú rannsókn i ljós að úr-
bóta sé þörf, skorar fundurinn
á yður, að sjá um að þá þegar
sé gripið fljótt til raunhæfra að-
gerða.
Fundurinn samþykkti ennfram
ur að fela sýslumanni Skagfirð-
inga að senda samrit af tillög-
unni til Búnaðarsambands Skag-
firðinga.
Stjóm Dýravemdunarfélags
Skagafjarðar.
Áfengi og tóbak fyrir meira en
milljarð 1967
Áfengi fyrir 543 milljónir króna
Árið 1966 keyptum við Islendingar áfengi og tó-
bak fyrir einn milljarð króna og hafði þá neyzla
þessara eiturtegunda aúkizt verulega á því ári.
Endanlegar tölur fyrir árið 1967 liggja ekki alveg
fyrir hvað tóbak snentir, en vitað er, að heildar-
upphæðin er við höfum eytt til áfengis- og tóbaks-
kaupa 1967, er nokkuð yfir einn milljarð króna.
Áfengissalan nam 543 millj. kr. og þar má svo
bæta við allmiklu af „ólöglegu" áfengi og því sem
Islendingar neyta erlendis. Það fer aldrei hjá því,
að fjáreyðslan fyrir áfengi og tóbak nemi um 5.500
kr. á hvert einasta mannsbam í landinu, eða um
27.500 kr. á hverja fimm manna fjölsikyldu. Auk
þessara peninga hefur þjóðin orðið iað greiða fyrir
þetta með tugum mannslífa og heilsu og hamingju
þúsundanna. Þvílíkt er þjóðarböl.
Svo tala menn um gróða ríkisins!!!
Aðalfundur Vöku i
Aðalfundur verkalýðsfé- j
lagsins Vöku á Siglufirði
var haldinn 23. janúar s. 1.
Aðalstjórn félagsins er þann
ig skipuð: Formaður: Óskar
Garibaldason, varaformaður
Guðrún Albertsdóttir, ritari
Ólína Hjálmarsdóttir, gjald-
keri Eolbeinn Friðbjarnar-
son og meðstjórnendur Þor-
kell Benónýsson, Þórann
Guðmundsdóttir og Guð-
brandur Sigurbjörnsson. —•
Varamenn í stjórn: Jón
Gíslason, Hrefna Hermanns-
dóttir, Þorvaldur Þorleifs-
son, Fjóla Þorsteinsdóttir og
Halldór Þorleifsson. Endur-
skoðendur era Jóhannes
Hjálmarsson og María Hall-
grímsdóttir.
Fulltrúar deildanna, aðal-
menn: Fyrir sjómannadeild
Skarphéðinn Björnsson, vél-
stjóradeild Björn Karlsson,
netamannadeild Sigurjón
Sigtryggsson, jámiðnaðar-
mannadeild Kristinn Georgs-
son, losunar- og lestunar-
mannadeild Jón Gíslason,
bílstjóradeild Sigurjón Steins
son og fyrir byggingar-
mannadeild Einar Björns-
son.
Félagsmenn í Vöku eru
ca. 625.
Ársþing Í.B.S.
Ársþing íþróttabandalags
Siglufjarðar var haldið dag-
ana 10. og 11. þ. m. Voru
þar rædd mörg mál, sem
varða íþróttastarfsemina í
bænum. Mestar urðu um-
ræður um möguleika á ráðn-
ingu æskulýðs- og íþrótta-
fulltrúa í bænum, og var
gerð samþykkt þess efnis,
að leita samvinnu við bæj-
arstjórn og æskulýðsráð
um lausn þess máls.
Formaður I.B.S. var end-
urkjörinn Júlíus Júlíusson.
Aðrir í stjórn þess eru: Frá
Skíðafélaginu Skarphéðinn
Guðmundsson og Gunnar
Guðmundsson, frá K.S. Tóm
as Jóhannsson og Bjarni
Þorgeirsson, og frá T.B.S.
Guðlaugur Henriksen og
Daníel Baldursson.
1 héraðsdómstól voru kjörn-
ir Hannes Baldvinsson, Bragi
Magnússon og Gústaf Níls-
son.
Saga Iðnaðarmanna-
félagsins í Reykjavík
Á 100 ára afmæli Iðnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík í
febrúarbyrjun s. 1. ár, kom út
vönduð saga félagsins eftir Gisla
Jónsson, menntaskólakennara á
Akureyri. Er rakið starf félags-
ins frá upphafi svo að segja
alveg fram á afmælisdaginn, og
mun mörgum koma á óvart,
hversu margvísleg málefni fé-
lagið hefur látið til sín taka.
Má segja, að það hafi ekki talið
sér neitt mannlegt óviðkomandi.
Tvennt er það einkum, sem mun
um aldir halda minningu félags-
ins á loft, jafnvel þótt það næði
ekki hærri aldri en það hefur nú
þegar náð. Annað er það, að það
beitti sér á sinum tíma fyrir smiði
samkomuhúss, sem var reist af
slíkum stórhug, að það rúmaði
tíunda hvern bæjarbúa í sæti.
Er vafasamt, að aðrar Norður-
landaþjóðir hafi getað státað af
slíkri byggingu víða í borgum
eða bæjum, þótt auðveldara væri
að draga að húsavið og fá vinnu-
afl. Þetta hús stendur enn, og er
mikil menningarmiðstöð, því að
það heitir Iðnó og hefur verið
aðsetur Leikfélags Reykjavíkur
- hæli leiklistar um áratuga skeið.
Félagsmenn Iðnaðarmanna-
félagsins í Reykjavík muni lengi
minnzt vegna þessa, hefir starf-
semin verið margfalt fjölþættari,
eins og segir í upphafi þessa
greinarkorns. Til dæmis komu
þeir sér upp sjúkrasjóði og
styrktarsjóði, þegar slíkt var
jafnvel fátítt fyrirbæri „í hinum
stóra heirni", þeir börðust ótrauðir
fyrir auknum iðnréttindum, komu
sér upp bókasafni, hófu útgáfu
timarits, börðust fyrir því, að
íslenzka þjóðin eignaðist styttu
Einars Jónssonar af Ingólfi Arn-
arsyni, og á þessu ári eru 83 ár
frá fyrstu iðnsýningunni hér á
landi, sem efnt var til að áeggj-
an félagsins.
Iðnaðarmenn úti um land ættu
að kynna sér sögu þessa elzta
iðnaðarmannafélags landsins. All-
ir hafa gott af að fræðast um
sögu lands og þjóðar, og við lest-
ur bókar eins og „Sögu Iðnaðar-
mannafélagsins í Reykjavík-1,
ættu iðnaðarmenn að vera stoltir
af sinni stétt og leitast við að
vinna í hennar þágu og annarra,
þar sem kostur er.
Prentverk Odds Björnssonar á
Akureyri hefur séð um allan ytri
búnað bókarinnar og gert það af
þeirri snyrtimennsku, sem bókin
verðskuldar og þetta gamla og
gróna fyrirtæki hefur jafnan
tamið sér.
Árnað heilla
Á s. 1. ári gaf sóknarpresturinn
í Siglufirði, sr. Ragnar Fjalar
Lárusson, eftirfarandi brúðhjón
saman:
• 3. marz: Elín Anna Gestsdótt-
ir, Steinafiötum og Guðmundur
Jón Slcai-phéðinsson, Hverfisg. 26.
• 25. marz: Stefanía Vigfúsdótt-
ir, Skeiðum, Árness. og Þorkell
Hjörleifsson, Hólavegi 25, Sigluf.
• 26. apríl: Þórkatla Sigurbjörns
dóttir, Tjarnargötu 8, Siglufirði,
og Jón Kristján Pétursson, Akur-
eyri.
• 4. júní: Guðrún Margrét Ingi-
marsdóttir, Hvbr. 54, Siglufirði,
og Björn Jónasson, Hverfisgötu
8, Siglufirði.
• Sigurbjörg Bjarnadóttir, Skál-
arvegi, Siglufirði, og Trausti
Sveinsson, Bjarnargili, Fijótum.
• 1. júli: Þóraima Sigríður Jósa-
fatsdóttir, Suðurg. 53 og Jón-
steinn Jónsson, Hverfisgötu 3,
Siglufirði.
• 4. ágúst: Bryndís Guðmunds-
dóttir, Hávegi 11, og Hans Guð-
leifur Svanbergsson, Hávegi 11,
Siglufirði.
• Gunnvör C. Joensen, Aðalgötu
15 og Bjarki Adólfsson, Aðalgötu
15, Siglufirði.
• 23. ágúst: Sigríður Magnús-
dóttir, Laugarvegi 14, Siglufirði,
og Höskuldur I>ráinsson, Skútu-
stöðum, S.-Þing.
• 19. okt.: Sigríður Þórdís Júl-
íusdóttir, Hólavegi 5 og Jón Jón-
asson, Hólavegi 5, Siglufirði.
• 4. nóv.: Margrót Stefanía Hall-
grímsdóttir, Vallargötu 3 og
Skarphéðinn Guðmundsson, Há-
vegi 26, Siglufirði.
• 26. des.: Kristrún Sigurbjörns-
dóttir, Lindargötu 17, og Gunn-
ar Hans Friðriksson.
• 30. des.: Jónína Stefanía Sig-
urbjörnsdóttir, Túngötu 43 og
Jón Hólm Pálsson.
Einherji óskar hinum ungu
brúðhjónum til hamingju.
BiENDUR!
Það eru hyggindi
sem í hag koma
að verzla við
Sölufél. Austur-
Húnvetninga
Blönduósi