Einherji - 02.05.1968, Side 1
• Samvinnufélögin
skapa sannvirði á
vöru og auka öryggi
kvers byggðarlags.
• Gangið í sam-
vinnufélögin.
• Verzlið við sam-
vinnufélögin.
■ Samvinnan skapav
betri lífskjör.
Blaö Framsóknarmanna í Noröurlandskjördœmi vestra.
2.—3. tölublað. Fimmtudagnr 2. maí 1968
37. árgangur.
Þessu þarf að fylgja eftir
Á undanfömum árum hef-
ur bæjarstjórn Siglufjarðar
fjallað um og samþ. álykt-
anir um ýmis merk mál, er
varða Siglufj., en ríkisvaldið
þarf að stuðla að fram-
kvæmd þeirra. Má þar nefna
Ibvö stórmerk mál: Dráttar-
braut og skipasmíðastöð og
skip til fiutninga á síld til
söltxmar. Hvomgt þessara
mála virðist enn hafa feng-
ið neina fyrirgreiðslu og svo
er með fleiri samþ. bæjar-
stjórnar.
Á þessu ári hefur bæjar-
stjórn enn gert samþ. um
ýmis nauðsynjamál, og má
þar nefna:
SAMGÖNGUMÁL
lýsir undrun sinni yfir þeirri
ákvörðun ríkisstjómarinnar
að verðbæta ekki handfæra-
fisk á sama hátt og annan
fisk. 1 þessu sambandi bend-
ir bæjarstjórn á, að hand-
færaveiðar em snar þáttur
í atvinnulífi þorpa og bæja
á Norðurlandi, og að hand-
færafiskur er venjulega það
nýjasta og bezta hráefni,
sem á land berst. Bæjar-
stjóm teiur það óeðlilegt, að
handfærafiskur skuli ekki
verðbættur á sama hátt og
fiskur veiddur á línu eða
í net, og felur bæjarstjóra
að koma á framfæri við rík-
isstjómina eindregnum ósk-
um um, að þessari verð-
ákvörðun verði breytt.“
á síðasta sumri gerðu ýmsir
sér vonir um einhverja á-
kvörðun og jafnvel fram- |
kvæmdir, en þær vonir
bragðust. Nú virðist enn
ekki komin niðurstaða eða
ákvörðun um framkvæmdir,
en vonandi verður ekki á
því löng bið, svo hægt verði
að hefja framkvæmdir á
þessu sumri.
Alþingi lýkur
störfum
130 lagafrumvörp borin I
fram.
Laugardaginn 20. apríl j
lauk alþingi störfum að
þessu sinni. Var það 88. lög-
gjafarþingið.
Þingið hóf störf sín 10.
okt. s. 1., en nokkurt hlé
varð á störfum þess um
áramót. En alls starfaði það
168 daga, að þessu sinni.
Haldnir voru 260 þingfundir,
þar af 102 , neðri deild,
100 í efri deild og 58 í sam-
einuðu þingi. 130 lagafrum-
vörp vom lögð fyrir þingið,
48 þingsályktunartill. og 26
fyrirspurnir bomar fram.
Þingið afgreiddi 71 laga-
frumvarp sem lög, 55 frá
ríkisstjórninni og 16 frá ein-
stökum þingmönnum. 49 dag
aði uppi, flest í nefndum, þar
af flest þau er stjómarand-
staðan bar ein fram, þó eru
í henni 28 þingmenn af 60
alls á þingi.
Á fundi sínum 23. febr.
samiþ. bæjarstjóm eftirfar-
andi ályktun um samgöngu-
mál:
„Bæjarstjórn Siglufjarðar
skorar á vegamálastjóm að
láta á komandi sumri ljúka
nýlagningu og lagfæringu
þeirra vegakafla á Siglu-
fjarðarleið, sem snjóasam-
astir em og gera síðan ráð-
stafanir til þess, að vegin-
um til Siglufjarðar verði
haldið opnum næsta vetur,
eins og öðrum aðalþjóðveg-
um norðanlands, t. d. Holta-
vörðuheiði og Öxnadals-
heiði.“
FÆRAMSKUR VERÐI
VERDBÆTTUR EINS OG
LÍMILSKUK
Bæjarstjóm Siglufjarðar
samþ. einróma eftirfarandi
ályktun:
„Bæjarstjóm Siglufjarðar
BYGGINGARÁÆTLUN
Á fundi sínum 15. marz
s. 1., sem var 1186. fundur
bæjarstjómar, var eftirfar-
andi tillaga samþykkt:
„Með tilvísun til skýrslu
framkvæmdanefndar bygg-
ingaráætlunar ríkisstjórnar-
innar í Siglufirði, sem send
hefur verið Félagsmálaráðu-
neytinu, beinir bæjarstjórn
þeim eindregnu tilmælum
til ríkisstjómarinnar og ann-
arra stjómvalda, að tekin
verði sem allra fyrst jákvæð
afstaða til málaleitana þeirra
sem héðan hafa verið send-
ar varðandi íbúðarbygging-
ar í Siglufirði, í samræmi
við greindabyggingaráætlun.
Telur bæjarstjórnin mjög á-
ríðandi, að framkvæmdir
geti hafizt á komandi vori.“
Þessi mál em búin að vera
á döfinni í meira en ár, og
. '• VX'l■
Fnn er liann of nærri landi. Óvelkominn gestur frá norðurslóðum rjálar við bryggj-
ur Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Ljósm.: H. G.
Sumrí heilsað
Þrír fóstbræður í Siglufirði fagna sumri. Ljósm. :H. G.
Kveðja frá Kanada
Kæru Siglfirðingar.
Það má ekki seinna vera að þið heyrið frá okk-
ur héma megin Átlantsála. Fyrst langar mig að
flytja ykkur öllum innilegt þakklæti okkar Krist-
jáns fyrir þann vinarhug og traust, sem þið hafið
sýnt í því að kalla hann til ykkar sem prest. Sunnu-
dagurinn 10. marz mun líka verða stimplaður í hug
okkar svo lengi sem við lifum. Þann dag sýnduð
þið vel, hve rík alvara var að baki áskomniar ykk-
ar. Að kvöldi nefnds sunnudags fengum við frétt-
imar um mjög góða kjörsókn, fengum þær meira
að segja símleiðis. Eftir mjög annaríkan dag og
heilabrot um, hvernig gengi, var sú upphringing
vissulega vel metin. Svo þökkum við einnig heilla-
skeyti, sem barst okkur næsta sunnudag á eftir.
Undanfarnar vikur hafa verið hlaðnar atburðum
og eftirvæntingu, enda hafa þær flogið framhjá
með ofsahraða. Við erum smám saman að pakka
niður. Það er ekki svo erfitt verk, ef maður setur
sér að gera lítið eitt af því á hverjum degi. Ætlun
ofckar er að senda megnið af dótinu af stað upp
úr miðjum apríl. Það tekur ótrúlega langan tíma
að koma því á leiðarenda, ef dæma má eftir fyrri
reynslu. Sjálf hyggjum við á heimferð í maí.
Nú virðist vorið vera að halda innreið sína hér.
Eftir fádæma togstreitu milh vetrar og vors í marz-
mánuði er engu líkara en að vorið sé að sigra að
fullu. 1 morgun leit út fyrir rigningu, síðan glaðn-
aði til, og nú um hádegið er kominn allsterkur
vestanvindur. Hiti er tæpar 15° C. Marzveðrið hér
er marglynt.
Við erum að vona, að við fáum heimsókn góðra
Íslendinga um páskaleytið. Það er fjölskylda Ás-
geirs Ingibergssonar, en hann er nýorðinn prestur
í Ashern, sem er smábær um 200 mílur héðan.
Þau kunna lífinu þar vel. Þau hjónin eiga böm á
skólaaldri, og ern því páskarnir eini tímiim, sem
til greina kemur Itil samfunda, áður en Glenboro-
fuglamir fljúga.
Við erum öll við góða heilsu. Telpurnar, Kristín
5 ára og Helga 3 ára, leifca sér mikið úti þessa
dagana. Bezt að minnast sem minnst á , hvernig
fötin þeirra líta út að kveldi. Kanadísk mold, svo
frjósöm sem hún er, hefur undraverðan hæfileika
til að loða við flíkur og skófatnað. „Múnkurinn
okkar“, hann Marteinn, sem fæddist 10. nóv. s. 1.,
áafmælisdegi nafna síns Lúthers, dafnar dável.
Er hann að verða talsvert mikill fyrir sér, og bregð-
ur þar kannske til nafns. Eff til vill eiga foreldrar
og systur þar nokkurn hlut að mali líka.
Læt ég svo þessu spjalU mínu lokið að sinni með
því að ítreka þakkir okfcar. [Við erum full tilhlökk-
unar að hef ja starf á Siglufirði.
Guð gefi að við hiittumst heil.
Glenboro, 28. marz 1968.
Auður Guðjónsdóttir