Einherji - 02.05.1968, Page 2
2
EINHERJI
Blað Framsóknarmanna
Ábyrgðarmaður
Jóhann Þorvaldsson;
Árgjald kr. 50,00
Gjalddagi 1. júlí
í Norðurlandskjördæmi vestra Sigiufjarðarprentsmiðja
‘s#'*'*>#'##'##'##'##'#wr#'#'#'#'#v#Nr#\#y#s#\#»#v#s#v#s#'#v##s#^s#s#N#s#s#\#s##N##\#s#v#s#v#\r#s#v#N#s#\#\#N#w4
HASÆTISRÆDA
íhaldsflokkar allra landa eru mótaðir af hagsmuna-
hyggju, sérhyggju. Þess vegna berjast þeir gegn hags-
munum almennigns, þeim sem stofnað er til í því skyni
að verjast ásælni sérhyggjumaima. Þeir hamast gegn
samvinnufélögum, af því að þau taka spón úr aski þeirra.
Þetta er mannlegt. Gáfuð kona og merk lét þau orð falla,
að enginn prestur gæti verið sannur og einlægur boð-
beri kærleikans, ef hann væri íhaldsmaður, sérhyggju-
maður. Mér þótti sem djúpt væri tekið í árinni, en hrökk
þó ekki við til að hnekkja rökum hennar.
Ilialdsflokkurinn islenzki, sem skírði sjálfan sig upp
og nefndi sig Sjálfstæðisflokk í sama skyni og Eiríkur
karlinn rauði gaf ísalandinu mikla öfugheitið Grænland,
er að sjálfsögðu sama kyns og erlendir íhaldsflokkar
— og þó skyldastur þeim, sem hneigjast til einræðis,
enda magnaður á sínum tíma af nazistiskri blóðgjöf.
Sjálfstæðisfloklturinn er trúr eðli sínu og ættemi. Hann
berst með oddi og egg gegn samvinnustefnunni. Kaup-
félögin hlaða ekki undir einstaka menn. Þau eru hags-
munasamtök almennings. Þau dreifa verzlunarágóðanum
meðal félagsmanna, og eignir þeirra verða ekki fluttar
brott af félagssvæðinu. Þetta stríðir gegn stefnu Sjálf-
stæðisflokksins í verzlunarmálum. Þess vegna eru félög-
in fleinn í holdi flokksins. Þess vegna þrengir hann
kosti þeirra, þegar hann hefur bolmagn til í ríkisstjóm,
og mundi umsvifalaust ljósta þau hreinu rothöggi, ef
hann hefði djörfung og kjark til.
Stjórnarblöðin túlka að sjálfsögðu sjónarmið hús-
bænda sinna, hinna hörðustu sérhyggjumanna, svo í
verzlunarmálum sem öðrum. Og ritstjóramir temja sér
vitaskuld þann vopnaburð, sem þeir telja bezt hæfa sér
og málstaðnum. Því þykir það ekki neitt tiltökumál, þótt
þeir varpi skami að forráðamönnum samvinnufélaganna
og beri þá jafnvel glæpabrigzlum. Þetta er nú einu sinni
í samræmi við eðli þeirra og alla háttu — og ekki um
að sakast. En þegar æðsti valdsmaður þjóðarinnar liefur
uppi svipaðan vopnaburð og að vísu þeim mun lævís-
legri, sem hann er ritstjórunum greindari, þá mætti
þykja sem eigi væru ámælisverðir ýmsir þjóðmálaskúm-
ar, sem ekki láta sligast undir fargi of mikillar sóma-
tilfinningar, né heldur láta of ríka sannleiksást eða þess
konar smámuni valda sér áliuggjum.
I einu af helgidagsbréfum Morgunblaðsins, sem almælt
er að forsætisráðherra skrifi, stendur þessi málsgrein:
„Það fer því miður ekkert á milli mála, að pólitísk
sjónarmið hafa ráðið lalltof miklu í rekstri Sambands
íslenzkra samvinnufélaga og margra kaupfélaga. —
STJÓRNENDURNIR HAFA EKKI SPURT AÐ ÞVÍ,
HVER VÆRI HAGUR ÞÁTTTAKENDANNA, NÉ
HVERNIG REKSTURINN YRÐI HAGKVÆMASTUR.
(Auðk. hér). Þeir hafa oft látið unnan kröfmn forustu-
manna Framsóknarflokksins um aðgerðir til þess að
tryggja áhrif og fylgi flokksins, þótt slíkar aðgerðir
væru ekki til hagsbóta fyrir þátttakendur I samvinnu-
félögunum né félögin í heild.“
Dálagleg „hásætisræða“ að tama.
I fyrsta lagi leiðir sjúkleg löngun til að ná sér niðri
á pólitískum andstæðingum sjálfan forsætisráðherrann,
gáfaðan mann, þama út í botnlaust forað rökleysunnar.,
Eða hvemig má það vera, að bezta ráðið „til þess að
tryggja áhrif og fylgi“ stjómmálaflokks sé að sniðganga
hagsmuni kjósendanna?
í annan stað em þetta dæmigerðar dylgjur af ótót-
legustu gerð: Forráðamönnum félaganna bmgðið um
tvöföld svik — svik við hugsjón samvinnustefnunnar,
svik við félagsmennina. Engin nöfn. Engin dæmi. Engin
rök — önnur en þau, að „þetta veit allur ladslýður."
Reynt með lævíslegum hætti að læða inn þeim gran, að
hér séu að verki hálfgildins óbótamenn.
Vera má að vopnaburður, slíkur sem þessi, sé í sam-
ræmi við eðlisgöfgi og alla gerð þess manns, sem brand-
Snum beitir. Þó vil ég ekki trúa því. Hitt er víst, að því-
líkur vopnaburður hæfir ekki þeim manni, sem fer með
valdamesta og annað virðulegasta embætti landsins. Það
er embættinu til háðungar, þjóðinni til vanvirðu, þegar
sjálfur forsætisráðherra hennar hagar sér líkt og óvand-
aður og ábyrgðarlaus gasprari. Stoðar lítt að fela sig
í skjóli nafnleysis og skríða undir trosnaðan klæðafald
skillítilla ritstjóra, þegar alþjóð veit hver maðurinn er.
Naumast þarf að óttast, að óhlutvandir menn vinni
samviimufélögunum og forráðamönnum þeirra varan-
lega geig með dylgjum einum og rógi. En þá er háski
WUM DAGINN
OG VEGINN
Hofsósi fyrsta sumardag
Úrkomulaust hægviðri í dag.
Hríðarmugg'a í fyrrl nótt og gær,
en tekið upp aftur að mestu.
Hér var orðið alveg snjólaust.
Batinn kom liægrt og rólesfa og
vegir hér og til Sauðárkróks
orðnir mjög sæmilegir, en slæmir
er kemur út £ Fljót. — Frosti,
stærsti dekkháturinn hér, er bú-
inn að vera bilaður lengi og
því sjósókn engin nema trillur
og einn minni dekkbátur á rauð-
magaveiðum að undanförnu, en
eru nú að byrja að veiða grá-
sleppu, en hún virðist lítið geng-
in enn. AUmargir eru fyrir simn-
an í atvinnuleit. Ekkert mun
átt við höfnina hér á þessu ári,
en loforð um einhverja úrbót
á næsta ári.
Mikil óvissa ríkir um bygging-
arframkvæmdir í sumar og hætt
við að minna verði úr en ætlað
var, vegna fjárhagsörðugleika.
Bændur munu yfirleitt hafa nóg
fóður, en mikU óvissa um áburð-
arkaup bænda og ekki sjáanlegt
hvernig þeir fara að kljúfa það.
N. H.
Sjónvarp og sjálfvirkur
sími. Allt með skipum: Olía,
fóðurvörur og áburður.
Hægur og góður bati.
Vegir sæmilegir.
Hvammstanga á sumarmálum
Fað má segja að sumarið heils-
aði með góðu veðri. Það gerði
hér smáltólnandi skot í byrjun
vikunnar, þó aðeins gráflekkótt
í rót og ekki hlýtt. Frostlaust
var samt í nótt og fraus þvi eklci
saman sumar og vetur.
Batinn hefur verið hægur og
úrkomur litlar, enda eru vegir
sæmilegir, þótt klaki renni úr
þeim. Mjólkurframleiðsla er hér
heldur meiri en á sama tíma
í fyrra. Bændur munu almennt
hafa nóg fóður, enda hefur beit
í apríl nýtzt vel.
Fyrir viku var tekin hér í notk-
un sjálfvirk símstöð með um 60
númerum. Svæðisnúmer er 95,
eins og á Sauðárkróki. Komin
eru hér upp 48 sjónvarpstæki
á Hvammstanga og nágrenni. Er
talið ágætt og myndirnar mjög
sæmilegar, en útsendingunnl ná-
um við frá Búðardal. Hefur ver-
ið komið fyrir tæki inni á fjalli
til að taka á móti og senda nið-
ur til okkar. Áhugamannafélag
um sjónvarp hefur verið stofnað
hér og unnið að þessum málum.
Okkxir hér á Hvammstanga finnst
því að batnað hafi verulega að-
staða okkar með tilkomu sjón-
varps og sjálfvirks síma, svo til
í einu. Og sumarið er að koma.
B. S.
Eklii meiri snjór en oft áð-
ur. Kuldaleg koma sumars.
Vegir afar slæmir.
Haganesvík fyrsta sumardag
Sumarið heilsar okkur kulda-
lega. f nótt vær hörkufrost og
hríðarmugga með morgni, en hef-
ur nú mildast er á daginn leið.
Hér var orðið snjólaust að kalla
í byggð, en alImikiU snjór í aust-
urfjöllum, en víst meiri en oft
j áður á þessum tíma árs. Vegir
) eru afar slæmir og má segja, að
þeir séu hálf lokaðir og aðeins
Ieyfður 5 tonna öxulþungi. Verst-
ur er vegurinn úr Haganesvík
að Hraunum, og einnig slæmur
til Hofsóss á köflum.
Helmingnum af áburði okkar
var landað í Hofsós og komum
við honum við Ulan leik hingað.
MjólkurflutningabíUinn verður að
fara tvær ferðir á dag til að
geta flutt alla mjólkina, þá daga,
sem mjólkin er flutt og fylgja
þessu miklir erfiðleikar og auka-
kostnaður.
Fóðurbætiskaup bænda eru nú
meiri en nokkru sinni áður og
einnig hafa allmargir bændur
keypt hey frá Vatni. En vonandi
er nú nóg fóður í báðum hrepp-
unurn og alvörubati með sumar-
veðri á næsta leiti. E. Á.
Vetur kvaddur með norðan
átt og frosti. Togveiðibátar
afla vel. Hrognkelsaveiði er
sæmileg.
/
Siglufirði, fyrsta sumardagskvöld
Veturinn kvaddi okkur Siglfirð-
inga með hægri norðanátt, er að
nýju breiddi hvíta, en þunna
slæðu yfir liálfauða jörð og faldi
á þann veg mórauðar fannir og
óhreina skafla er hann skilaði
af sér til sumarsins. Annars fraus
nú saman vetur og sumar og
það boðar gott og frjósamt sum-
ar. Já, fyrsti sumardagur er senn
allur, en vetur ríkir enn í lofti
og yfir foldu. Annars er snjór
ekki meiri en oft áður á þessum
tíma. Sjávarkuldi er óvenju mik-
Húnavatnssýslu, er sá um vök-
una, en formaður þess er Kristó-
fer Kristjánsson, bóndi í Köldu-
kinn. Nú eru vegir slæmir og
sums staðar illfærir, en vonandi
stendur það stutt, ef batinn held-
ur áfram, hægur en þurr. OIíu
og fóðurvörur, svo og helming
áburðar, höfum við fengið með
skipum og seinni hluti áburðar
er væntanlegur innan skamms.
Eigi verður því neitað, að nýlið-
inn vetur var allerfiður og um-
hleypingasamur á köflum. Frost
óvenju mikil, en snjóalög eigi
meiri e noft áður. Mikill kuldi til
sjávarins og ísinn á næsta leiti,
og er reyndar enn. Vetrarþrautin
er unnin og sumarbatinn kemur.
Gleðilegt sumar. Ó. S.
Isinn hindraði sjósókn. Ekk-
ert frystihús starfandi eins
og er. Unnið að sameiningu
kaupfélaga.
Skagaströnd, 26. apríl
Sumarið heilsaði hér með norð-
anátt og frosti, en jörð snjólaus
að kalla. Vetur og sumar frusu
saman og væntum við þess, að
gott verði undir bú á þessu
sumri. fsinn hefur, um alllangan
tima, legið skammt undan að
norðan og vestan, þótt ekki hafi
komið nema litið eitt hér £ höfn-
ina. Eigi fóru bátar á sjó vegna
íssins um langan tíma. Nú stirnda
tveir bátar héðan línuveiðar fyrir
Vestfjörðum. Annar leggur upp
á Patreksfirði, en hinn á Bíldu-
dal. Sá þriðji er hér með net og
hefur nú síðustu daga fiskað all-
vel, um 6 tonn í lögn. Saltar
hann aflann, því að ekkert frysti-
hús starfar hér nú, þó að tvö séu
til. Annað, „Hólanes'í, er lokað
vegna fjárhagsörðugleika. Hitt,
sem kaupfélagið á, hefur ekld
verið starfrækt alllangan tima.
Stærsti báturinn er nú að búast
á togveiðar. Rauðmagaveiði er
ill, enda ekki nema einn dagur nokkur, en grásleppuveiði aðeins
síðan lagísinn tók af innsta hluta ag byrja.
fjarðarins. | Unnið er að því að sameina
Afli togbáta virðist meiri en J kaupfélögin, Kaupfélag Húnvetn-
áður. T. d. hefur Siglfirðingur j inga> Blönduósi og Kaupfélag
landað um 200 t. á tíu dögum og skagsterndinga. J. P.
Hafliði landaði s. 1. mánudag 270 '
tonnum og frystihús SR hefur
vart undan að vinna fiskinn. Aft-
ur hefur afli á línu, hjá Hring,
verið sáratregur nú um tíma.
Nóg er af loðnu hér úti fyrir og
fiskurinn tekur því enga beitu.
Hrognkelsaveiði er sæmileg. Ein
10 úthöld (trillur) stunda þær
veiðar, mest grásleppuveiðar. —
Salta þeir sjálfir hrognin, og eitt-
hvað af rauðmaga, en gráslepp-
unni verður að henda að mestu.
Niðurlagningarverksmiðjan vinn-
ur nú að niðurlagningu síldar
á Rússlandsmarkað. í verksmiðj-
unni vinna 60 manns, þar af um
50 konur. Timnuverksmiðjan hef-
ur nú lokið við að vinna úr því
tunnuefni, sem til var, en von er
á meira efni innan tíðar.
J. Þ.
Höfum sólskin og norðanátt.
Vantar hlýju og sunnanátt.
Höfum nóg að bíta og
brenna.
Blönduósi, 2. sumardag
Frost og sólskin, það sem af
er sumri. Enginn snjór í Iág-
sveitum, en nokkur í fjöllum.
Húnavaka hófst hér annan páska
dag og stóð í viku með miklum
gleðilátum. Vakan var mjög vel
sótt og þótti takast vel. Veður
voru þá hagstæð og vegir góðir.
Það var TJngmennasamband
búinn allri landsbyggð, þegar meun í stjórnarstólum
nota vald sitt til þess að hnekkja gengi þeirra stofnana,
sem í áratugi hafa reynzt ömggastur aflgjafi í allri sókn
til meiri velmegunar og aukinna framfara. Slíkum árás-
um verður aðeins mætt með órofa samheldni og auknum
samvinnuþroska. Hér er um lífshagsmuni landsbyggðar-
innar að tefla. Gílsi Magnússon
Prestskosning á
Siglufirði
Þann 10. marz s. 1. fór
fraim prestskosning í Siglu-
fjarðarprestaballi. Umsækj-
andi var aðeins einn, séra
Kristján Róbertsson. Á kjör-
skrá voru alls um 1360, þar
af margir fjarverandi og
forfallaðir á annan hátt frá
að tafca þátt í kosningunum
þennan dag. 761 kjósandi
neytti kosningaréttar síns,
og er það meiri kjörsókn en
margir bjuggust við. Séra
Kristján hlaut 740 afkv. og
var þa/r með kosinn lög-
mætri kosningu. Eru þetta
ánægjuleg úrslit fyrir séra
Kristján og sýna glöggt það
mikla traust, er Siglfirðing-
ar bera til hans.
Sér Kristján er prestur
i Kanada, en mun koma heim
nú í maí og tekur við em-
■bætti í júní. Kona sr. Krist-
jáns er Auður Guðjónsdótt-
ir og eiga þau 3 ung böm.
'Einherji býður séra Krist-
ján og fjölskyldu hans hjart
anlega velkomna til Siglu-
fjarðar.
Mælifellsprestakall
í Skagafirði hefur verið
auglýst laust til umsóknar,
með umsóknarfresti til 15.
mai næst komandi.