Einherji


Einherji - 19.02.1970, Blaðsíða 5

Einherji - 19.02.1970, Blaðsíða 5
Fiimntudaginn 19. febrúar 1970 EINHEBJI 5 Útgefandi: Kjördœmissamband Framsóknarmanna í Norðurl.kjördaemi vestra Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaldsson. Blaðamaður: Guðmundur Halldórsson. Skrifstofa og afgreiðsla: Suðurgata 3, Sauðárkróki. — Simi 5374. Pósthólf 32. Ársgjald kr. 150,00. SiglufjarðarprentsmiSja h. í. Skipuleg atvinnuþfóun Mörg eru þau verkefni, sem hér bíða úrlausnar. Þar er fyrst að nefna efling atvinnulífs og útrýming atvinnu- leysis. Það verður að ganga fyrir öllu öðru. Blómlegt atvinnulíf er forsenda fyrir bættum lífskjörum og fram- förum á öðrum sviðum þjóðlífsins. Þess veqna verður að leggja höfuðáherzlu á alliliða uppbyggingu atvinnu- veganna. Sú uppbygging kemur ekki af sjálfu sér. Þar má ekki treysta á neinar tilviljanir eða höpp. Það verð- ur að vinna að slíkri uppbyggingu skipulega og á mark- vissan hátt. Hér þarf hið opinbera — ríki og sveitarfélög — að hafa forystu. Sú forusta getur verið með margvislegu móti. 1 sumum tilvikum nægir hvatning, fyrirgreiðsla og stuðningur við fyrirtæki einkaaðila — einstaklinga eða félaga. í öðrum tilfellum þarf hið opinbera e. t. v. að skerast í leikinn með beinni þátttöku í atvinnurekstri, t. d. með því að stuðla að því að koma nýjum atvinnu- fyrirtækjum á fót, að tryggja að atvinnufyrirtæki, scm til eru, séu fullnýtt o. s. frv. Hér á að grípa til þeirra úrræða, sem bezt hcnta á hverjum stað og líklegust eru til að leysa vandann, alveg án tillits til einstrengings- legra kreddukenninga um ágæti eins eða annars rekstr- arforms. En aðalatriðið er, að handahófið sé ekki látið einrátt um framvindu þessara mála. Það þarf að vinna að þeim samkvæmt áætlun. Það þarf að stefna að ákveðnum markmiðum. Hér er það einmitt hið opin- bera, sem þarf að hafa forystu, gera áætlanir og sjá um, að þær komizt í framkvæmd. Á síðasta Alþingi fluttu Framsóknarmenn frum- varp til laga um Atvinnumálastofnun ríkisins. Þar var lagt til að komið væri á fót opinberri forustu í atvinnu- málum af hálfu þjóðfélagsins í samstarfi við leiðandi menn á sviði atvinnulífsins. Var Atvinnumálastofnun- inni eða stjórn hennar ætlað að semja áætlanir til langs tíma um þróun atvinnuveganna, marka stefnu í atvinnu- málum þjóðarinnar og hafa forgöngu um gerð fram- kvæmdaáætlana í atvinnumálum, þ. á m. um atvinnu- uppbyggingu einstakra landshluta, á meðan gerð lands- hlutaáætlana er ekki falin samtökum sveitarfélaga. Iíveðið var á um, að áætlanir Atvinnumálastofnunarinn- ar um atvinnumál skyldu afhentar ríkisstjórninni, sem síðar átti að leggja þær fyrir Alþingi. Enn fremur var mælt svo fyrir, að ríkisstjórnin skyldi gefa Alþingi öðru hverju skýrslu um framkvæmd slíkra áætlana. Atvinnu- málastofnuninni var jafnframt ætlað að hafa á hendi heildarstjórn fjárfestingar- og gjaldeyrismála og þá einkum með því að setja um þau almennar reglur. Án slíkrar stjórnar á fjárfestingu, er hætt við, að áætlanir verði aðeins pappírsgagn. Það merkilega gerðist, að stjórnarliðið treysti sér ekki til að fella þetta frumvarp, heldur vísaði því til ríkisstjórnarinnar. 1 því fólst óneit- anlega viss viðurkenning. En frá ríkisstjórninni hefur síðan ek.kert heyrzt um málið. Hér var mörkuð sú stefna, að tekinn skyldi upp nokk- ur áætlunarbúskapur. Það er tímábært. Það þarf að hverfa frá tómlætinu og fyrirhyggjuleysinu í þessum efnum. Það er þegar orðið þjóðinni of dýrt. Því til sönn- unar má t. d. nefna tómlætið um endurnýjun togara- flotans. Það má nefna tregðuna á útvegun skipa til ým- issa staða til hráefnisöflunar. Og það má síðast en ekki sízt nefna vanræksluna um gerð iðnþróunaráætlunar, sem vitaskuld var frumforsenda fyrir aðild að Efta. Slíka áætlun þarf að gera sem allra fyrst, ef hér á að koma á fót nýjum útflutningsiðnaði. Hér þurfa Norðlendingar að vera vel á verði. Þeir þurfa að notfæra sér þann vísi að Norðurlandsáætlun, sem kominn er. Á honum þarf að byggja ákveðnar raun- hæfar framkvæmdaáætlanir. Framkvæmdir samkvæmt þeim áætlunum þarf að knýja fram. Það þarf að ýta ERLENDUR EINARSSON : Davíð og Golíat Erlendur Einarsson Þá verður vor móðir og fóstra frjáls, er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs, er kraftarnir safnast og sundrungin jafnast í samhuga fylking þess almenna máls. E. Ben. Á síðustu áratugum 19. aldar voru erfið ár á Islandi. Hafís lá þá löngum land- fastur. Þjóðin var fátæk og ekki fullvalda. Fólk flutti þá í allstórum stíl til Amer- íku í leit að betra lífi. Tuttugasta öldin færði Is- landi fullt sjálfstæði, all- mikinn auð að loknu seinna stríði og mikil uppbygging hiefur átt sér stað með til- komu vísinda og tækni. Þjóð in hefur getað talið sig i hópi velferðarríkja. Á Is- landi hefur verið reist neyzluþjóðfélag iað hætti ná- grannaþjóða. Bæði lifnaðarhættir og búseta hefur gjörbreytzt. Um helmingur þjóðarinnar 'býr í þéttbýli við Faxafióa. Fólksflutningar hafa legið þangað undanfarna 2-3 ára- tugi. Á s. 1. ári byrjuðu nýir fólksflutningar, — til ut- landa. Fréttir hafa nýlega borizt um það, að á annað hundrað manns hafi farið til Svíþjóðar í byrjun þessa árs til Starfa hjá stórfyrir- tækjum þar í landi. Við höf- um einnig heyrt og lesið um talsvert atvinnuleysi í höf- uðborginni, bæjum og þorp- um víðsvegar á landinu. At- vinnuleysi var einnig á ár- inu 1968 og á s. 1. ári. Fólksflutningar úr landi og atvinnuleysi eru slík al- varleg tíðindi, að óhug slær á fólk. Og menn spyrja: Hvað er að? Hvað hefur skeð? Eru virkilega brauð- fætur undir efnahagskerfi okkar? Stjórnmálamennirnir gefa mismunandi svör við þess- um spumingum. Menn ættu þó að geta verið sammála um, að eitthvað alvarlegt er að, þegar á heildarástandið er litið. Haustið 1968 var ég stadd- ur í útlöndum og átti þá tal við erlendan kunningja minn, se mhefur fylgzt all- vel með þróun efnahags- mála hér á landi á undan- förnum árum. Bráðabirgða- lög höfðu þá nýlega verið sett um 20% innflutnigs- gjald. 1 viðtali við okkur sagði kunningi minn eitt- hvað á þessa leið: „Þið eruð annars merki- leg þjóð, íslendingar, þið eigið fjöldan allan af skáldum, fjölmarga lista- menn á sviði tónlistar, málarahstar og á fleiri sviðum, — og þið eruð aðeins 200 þúsimd tals- ins, á stærð við litla borg í landi mínu. En svo eruð þið alltaf með efnahags- mál ykkar í buxunum, — enda hvemig ætti annað að vera, svona fámenn þjóð nyrzt í Atlantzhafi, fjarri alþjóðamörkuðum. Þið getið aldrei ætlazt til þess, að ná sama árangri í efnahagslegu tilliti og milljóna þjóðirnar." Ég mótmælti kröftuglega síðustu athugasemd þessa vinar míns. Ég benti honum á, — að mér fannst með góðum rökum — að góð efnahagskjör þjóða byggj- ast ekki fyrst og fremst á fjöldanum. Þar ræður hver einstaklingur meira. Island ætti líka sínar sérstæðu auð- hndir í hafinu, fossunum og heitum hverum, — hið stór- brotna land með ótal töfr- um. Við værum á Islandi lausir við múgmennsku stór- borganna og ýmsa siðspih- ingu, sem þar þróast. Við værum þjóð, sem væri stolt af því að vera Islendingar. Með dáð og dyggð, samvinnu og samstöðu myndum við byggja okkar land, viðhalda og endurskapa okkar menn- ingu í samræmi við kröfur tímans. Við myndum finna leiðir til þess að þróa okkar efnahagsmál á þenn veg, að lífskjör fólksins á íslandi yrðu ekki lakari en í ná- grannalöndum okkar. Við værum lausir við eitrað and- rúmsloft stórborga og meng- að vatn í hafi, ám og vötn- um. Við myndum leggja á- herzlu á að byggja upp sér- hvern einstakling, til þess að hugvit og atorka fái að njóta sín. Við myndum einn- ig stækka okkar þjóðfélag með öflugri samvinnuhreyf- ingu. Allt þetta og margt fleira myndu Islendingar gera og þá kæmi í ljós, að það yrði Davíð, sem myndi sigra Golíat. Ég er ekki frá því, að hin- um erlenda vini mínum hafi fundizt ég tala nokkuð dig- urbarkalega og fundizt, að hér kæmi fram of mikil ósk- hyggja. Óskhyggja kann þetta að vera, óskhyggja, sem alhr góðir íslendingar eiga að bera í brjósti. En þarf þetta að reynast aðeins ósk- hyggja? Ég vil svara því neitandi. Þetta á að vera raunhyggja. Það er á valdi okkar, sem byggjum þetta land, að skapa og móta hér nútíma menningarþjóðfélag með hhðstæðum lífskjörum og gerist í nágrannaríkjun- um. En til þess að svo megi verða þarf margt að ske. Stjórnvöld og þjóðin verða fyrst af öllu að trúa því, að þetta sé mögulegt. Sundur- lyndi, flokkadrættir og óvæg stéttabarátta verður að hverfa. Það þarf ný stefna að koma til, — stefna, sem gefur þjóðinni trú á landið sitt, stefna, sem sameinar þjóðina um framsókn í menningar- og efnahagsmál- um. Það verður að hlúa að byggðarlögunum og gera þjóðinni kleift „að geta liíað í sátt við landið sitt“, eins og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hefur komizt svo vel að orði. Það verður að skapa nýtt sameiningar- afl með þjóðinni. Eftir því er beðið. Byggðarlögin verða iað sameina kraftana. Öflug samvinna verður þar að ríkja, — m. a. samvinna til átaka í verzlun og atvinnu- málum. Þar koma samvinnu- félögin til sögunnar. Þegar fólksflutningarnir áttu sér mest stað til Ameríku á öld- inni sem leið, spruttu kaup- félögin upp. Þau gáfu fólki nýja trú á landið sitt. Sam- vinnufélögin eru enn í dag virkar stofnanir til þess að byggja upp sterkari byggð- arlög. Þau eru sprottin úr íslenzkum jarðvegi. Þau eru sameiningarafl fólksins i sókn og vörn. Þau eru opin öllum. Þau eru tæki fólksins til þess að hrinda í fram- kvæmd framfaramálum byggðarlaganna. En máttur þeirra fer eftir félagsmamia- fjölda og virkri þátttöku. Með því að fylkja sér undir merki samvinnufélaganna er stuðlað að því, að Davíð geti sigrað Gohat. undir frumkvæði einstaklinga og félaga. Það þarf um- fram allt að sameina kraftana, ekki aðeins á hverjum stað út af fyrir sig, heldur á fleiri stöðum. Um það þurfa sveitarfélögin að hafa eðlilega forystu. Þingmenn svæðisins þurfa að standa saman um nauðsynlega fyrir- greiðslu af hálfu ríkisins og opinberra sjóða. Þau ein- földu sannindi mega ekki gleymast, að traust atvinnulif er sú undirstaða, sem allt annað byggist á. Þá undir- stöðu á að byggja á fyrir fram gerðum áætlunum, en ekki á fálmkenndum handahófsaðgerðum. Það á jafnt við, hver sem atvinnurekandinn er, hvort sem hann er einstaklingur, félag eða hið opinbera. Ólafur Jóhannesson

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.