Einherji


Einherji - 19.02.1970, Blaðsíða 8

Einherji - 19.02.1970, Blaðsíða 8
8 EINHERJI Fimmtudagur 19. febrúar 1970 »Líklega er ég nokkuð ráðríkur, þegar ég á að ráða«. Rætt við BJÖRN EGILSSON á Sveinsstöðum um fram- kvæmdir í Lýtingsstaðahreppi. Björn Egilsson. 1. Bjöm á Sveinsstöðum var kominn. Maðurinn þarf ekki nánari kynningu. Ég sneri mér beint að efninu og spurði: Hvað ert þú búinn að vera lengi oddviti í Lýtingsstaða- hreppi ? — Ég er búinn að vera oddviti síðan 1958. Og ætla að hætta sveitastjómarstörf um, að loknu þessu kjör- tímabili. En það er ekki fyr- ir uppgjöf, heldur er það fyrir aldur. Ég er 65 ára í sumar. 0g ég hef megn- ustu andúð á, að hanga í opinberum störfum, þangaö til menn em haltir, lamaðir, blindir og elliærir og finnist þá þeir aldrei hafa verið betri. Annars hef ég, að sumu leyti, haft takmarkaða hæfm til að sinna opinberum störf um, því að ég hef aldrei getað reiknað. En í bama- skóla kunni ég sæmilega í bókunum. Þessi 11 ár, sem ég er búinn að gera sveitar- sjóðsreikninga fyrir Lýtings staðahrepp, þá hefur hann ekki verið réttur nema emu sinni eða itvisvar. En það hefur bjargað málinu, að endurskoðandi sýslunefndar, Haraldur á Völlum, hefur leiðrétt reikninginn. En hann er líklega einhver ömggasti endurskoðandi á landinu og vill alltaf hafa það, sem rétt er. Enda er hann fæddur með reikningskúnst. Síðast- liðinn vetur, þegar Haraldur var að endurskoða reikninga fyrir mig, sagði ég við hann að við yrðum nú ekki leng- ur við þessi sveitastjómar- mál, en Haraldur er 10 ár- um eldri en ég. Þá svaraði Haraldur: Það veltur á því, hvort sýslufundur verður fyrir kosningar, hvort eg verð á næsta sýslufundi. En svo vék hann sér að mér og sagði: — Það væri sæmra fyrir þig að vera áfram og reyna að draga hreppinn upp úr því skuldafeni, sem þú ert búinn að sökkva honum í. Eg sagði lítið, — mun hafa tautað eitthvað, en hugsaði með sjálfum mér: Fjármálastjórnin á hreppn- um væri eins og hjá rikis- stjórninni og þætti mörg- um gott. Þetta er stór og f jölmenn- ur hreppur? — Já, þó hefur Akra- hreppur verið fjölmennari, lítið eitt. 1958 vom 376 manns í hreppnum, en á ár- inu 1969 var fólkstalan komin niður í 335. Þið hafið staðið í fjárfrek- um framkvæmdum undan- farin ár, er ekki svo? —• Jú. Á þessum þremur kjör-timabilum hefur hrepp- urinn keypt þrjár jarðir, eina á hverju kjörtimabih. Sumum finnst þessi árátta sveitastjómarinnar í að kaupa jarðir, vera svipuð og hjá manninum, sem alit- af vildi eignast meira og meira land, en þurfti svo að lokum ekki nema þrjár álnir, Fyrst keypti hrepp- urinn nýbýlið Bjarmaland í þorpinu við Skíðastaðalaug. Og þetta býli hefur hita- vatnsréttindi, en hús em þar léleg og verið notuð sem fátækraskýli. Þá er næst, að á árinu 1965 keypti hreppuriim Laugaból og land þeirrar jarðar er samliggjandi við lóð heimavistar barnaskcl- ans. Jörðin kostaði 950.000 kr. Það var ákaflega mikil- vægt fyrir hreppinn að gera þessi kaup, því að þarna em hitavatnsrélttindi og lóð- ir og hús jarðarinnar, sem var meðal annars stórt íbúðarhús. Húsið var endur- bætt og notað sem heimivist við unglingadeild, sem stofn- uð var við skólann á því ari. Og þama hefur þú opið hús fyrir skáldin á sumrin? — Já, Indriði G. Þor- steinsson kemur oft í sveit- ina. Hann er fæddur þarna og uppalinn að nokkm (Gil- haga 1926) og var nokkra daga í húsinu 1968. Hannes Pétursson var þarna í þrjár vikur sama ár, að ganga fra ljóðabók sinni, Innlönd. Og þar mun hann hafa ort, að mínu áliti, beztu kvæðin í bókinni. Hann gaf mér bók- ina og merkti við þau kvæði, sem hann orti á Laugabóli. Þar á meðal kvæðið I Reykjagarði. Hannes orti þama eina anzi góða vísu. Tilefnið var, að hrútar frá Reykjum vom að snúldra þar úti fyrir glugganum. — Vísan er þannig: Latir meður hnoð og hnus hengslast um með góðleg fés hrútar mínir Matteus, Markús, Lúkas, Jóhannes. Eitthvað nánar um skóia- mál i hreppnum? Um skólann er það að segja ennfremur, að rikið keypti gamalt samkomuliús, sem ungmennafélagið Frarn- för átti og léit endurbæta það og síðan nota fyrir skólastofu. Og þá eru fjór- ar skólastofur tilheyrandi Steinsstaðaskóla. Kennarar em einnig fjórir, síðan ungl- ingadeildin var sett á stofn. 2. Þið emð með félagsheim- ili í smíðum? — Það var fyrst á ai- mennum sveitarfundi 1957, að samþykkt var að byggja félagsheimili. Svo hefur það verið samþykkt á nokkrum sveitarfundum síðan, en alltaf einhverjir á móti. En hinsvegar var algjör eining um að koma á framhalds- deild við barnaskólann. — Grunnurinn að félagsheimil- inu var steyptur 1965 a ágætri lóð, sem hreppurinn fókk, þegar hann keypti Laugaból. Áður var engin lóð til, nema lóð skólans, sem fáir voru ánægðir með að nota undir félagsheimiii. Félagsheimilið er um 2300 rúmm., ein hæð. I upphafi átti það ekki að vera svo stórt. En fyrir ábendingu Þorst. Einarssonar íþróbta- fullltrúa var horfið að þvi að sækja um, að salurinn yrði íþróttasalur fyrir skol- ann og búningsherbergi fyr- ir sundlaug í suðurenda hússins. En sundlaugin á að koma í brekku við suðvest- urhorn hússins. Ráðuneytiö féllst á þetta, að Steinsstaða skóli ætti rétt á að við hann yrði byggt íþrótltahús og það var metið 35% af rými hússins yrði skólahúsnæði. Og sjáanlega er þetta mjóg hagkvæmt fyrir báða aðiija og nægir í því sambandi að benda á, að við litlar sund- laugar hefur verið byggt nauðsynlegt aðstöðuhúsnæði sem hefur kostað milljóiúr. íþróttasalurinn verður sá fullkomnasti í héraðinu, ef ekki verður búið að byggja annan stærri, iþegar hann kemst upp. Hvað er byggingin komin langt? — Eins og áður er sagt, var gruimurinn steyptur 1965. En síðan var hlé á framkvæmdum, aðallega vegna athafna við skólann, sem voru meira aðkallandi. Snemma á árinu 1969 var svo ákveðið að hefja fram- lcvæmdir á ný og áttum við þá lofuð föst lán. Húsið var svo steypt upp að mestu leyti s. 1. sumar. Kostnaður á árinu hefur orðið nálægt kr. 1.200.000. Samkvæmt eldri teikn- ingu áttu þökin að vera steypt, en við vorum hins- vegar oft búnir að biðja um að fá að hafa venjulegt járn- þak á húsinu, en því var jafnan neitað. En s. 1. vetur fékkst samþykkt fyrir að hafa venjulegt járnþak og verður það mikið ódýrara, þótt sperrurnar yfir saliim verði að fá tilpassaðar frá útlöndum. Og líklega hafa arkitekt- amir látið undan með þetta, þegar Súlnasalurinn á Hótel Sögu fór að leka. Nú má segja, að það sé aðeins herzlumunur að koma húsinu undir þak. Því svo góðir voru þingmenn, að þeir létu okkur hafa kr. 300.000 fjárveitingu á þessu ári. Við höfum alltaf hugs- að okkur, að þegar þeim á- fanga væri náð, að húsið yrði fokhelt, að þá yrði hlé á framkvæmdum um sinn. Það er trú mín og von, að þessari byggingu verði lok- ið fyrir næstu aldamót. Og nú er bezt að skreppa í kaffi. Það var skerpt á kaffi og það drukkið.— Mér er sama þótt það sé ekki sterkt, sagði hann. — Ég er alltaf að drekka kaffi. Bara að ekki sjáist 1 botn á boll- anum. 3. Hvað viltu segja mér um kaupin á Borgarey? —• Sumarið 1968 bauð Jóhannes Guðmundsson frá Ytra-Vallholti, að selja Lýt- ingsstaðahreppi Borgerey, með því ákvæði, að þar yrði heyforðabúr fyrir hreppinn eða framleiðsla heyköggia síðar. Lýtingsstaðahreppur átti kauparétitinn, því að Borgarey er eyðibýli úr landi Brenniborgar. Sveitar- stjórnin var einhuga um að taka þessu tilboði. Enda voru skilmálar góðir. Síðan var samþykkt að Lýtingsstaðahreppur keypti áburð og heyjaði þama s. 1. sumar. Landið er mjög gott, en ekki alveg allt véltækt, um 100 kehtarar að stærð. Við vorum heppnir með hey- skap þama. Heyið náðist ó- hrakið skömmu fyrir göng- ur, liátt á annað þúsund hestar. Þetta hey fengu þeir bændur í hreppnum, sem verst voru staddir með fóð- ur. Er óhætt að segja, að þetta hafi forðað stórkost- legum niðurskurði búpen- ings. Heyið var þó ekki allt lát- ið. Um 300 hestb. em geymd ir í hlöðu á Laugabóli og verður því ekki úthlutað fyrr en á annan í páskum. Þetta er hugsað sem hey- forðabúr fyrir hreppinn á komandi tímum. 4. Eruð þið ekki byrjaðir a fiskirækt í Svartá framan við Reykjafoss? — Jú, það hefur lengi verið rætt um að gera fiski- veg um Reykjafoss. Svo var það fyrrihluta árs 1969, að okkur barst tilboð um að gera þennan fiskiveg og rækta ána. Fyrir þessu til- boði stóðu Indriði G. Þor- steinsson rithöf. og Jakob Hafstein. Um 30 bændur eiga land að Svartá fyrir framan Reykjafoss. Tveir fundir voru haldnir um mál- ið. Að þeim loknum var samþykkt að stofna landeig- endafélag vegna þessara Framhald á 7. síðu Steinssta'ðaskóli og félagsheimili í smíSum.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.