Einherji


Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 1

Einherji - 22.07.1970, Blaðsíða 1
Auglýsing í Einher ja skapar aukin viðskipti EINHERJI Pósthólf 32 — Sauðárkróki Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. 5. tölublað Miðvikudagur 22. júlí 1970. 39. árg. Myndavélar — Sýningarvélar Filmur — Flassperur Myndarammar Ljósmyndastofa St. Pedersen Sauðárkróki Adalskipulag fyrír Sauðárkrók Nordurlandskjördœmi vestra Úrslit í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum 31. maí 1970. Nú liggur fyrir staðfesting á aðalskipulagi fyrir Sauð- árkrók. Skipulagskort voru frágengin í haust og endan- lega samþykkt af hæjar- stjórn Sauðárkróks hinn 3. sept. 1969. Skipulagsstjórn ríkisins áritaði uppdráttinn 19. maí s. 1. og Félagsmála- ráðherra staðfesti hann með undirskrift sinni hinn 20. maí 1970. Ibúum Sauðárkróks hefur f jölgað mjög ört, einkum tvö til þrjú síðustu árin. Bæjar- stjórn gat ekki beðið eftir því að fá skipulagsverkin unnin af Skipulagsskrifstofu ríkisins og samþykkti því að ráða Stefán Jónsson arkitekt til skipulagsstarfanna. Með honum hafa starfað arkitekt- arnir Reynir Vilhjálmsson, Guðrún Jónsdóttir og Knud Jeppesen. Verkfræðingamir Haukur Pétursson og Sigur- hjörtur Pálmason hafa unn- ið allt sem við kemur tengi- götum, holræsalögnum, at- hugun umferðamagns og kostnaðarsamanburði milli sex hugsanlegra byggingar- svæða. T>að atriði, að kanna kosnt- að við byggingu og tengingu sex byggðasvæða umhverfis núverandi bæjarstæði, var mjög mikilvægt og leiddi í ljós, hvemig hagkvæmast verður að raða svæðunum til byggingar. Heildarstærð svæða, sem athugunin náði til, er um eða yfir 150 hekt- arar. Fyrstu tvö byggða- svæðin, sem deiliskipulag er gert yfir, em talin rúma 1500 manns og er það rétt tvö- földun á íbúafjölda staðar- ins. Næstu áfangar þar á eftir eru taldir rúma um tvö- földun þeirrar byggðar, sem þá verður, eða stækka bæinn í 6000 íbúa. Sú landfræðilega afstaða, sem hér er um að ræða, fer mjög vel saman við þær nýj- ustu og hagnýtustu hug- myndir, sem nú em uppi um samsetningu þéttbýhs. Btraði umferðar og umferðagildi gatna er metið og verða aðalumferðaæðar rammi aðal skipulagsins, en innan þess ramma em svo mynduð hverfi til margháttaðrar deihskipulagningar. Auk í- búðahverfa gerir aðalskipu- lagið ráð fyrir menningar- hverfi, stóru iðnaðar- og at- hafnahverfi, sérstöku skipu- lagssvæði fyrir sjúkrahús og skyldar stofnanir, útivistar- og íþróttahverfi, hugmynd um Sauðárgil sem almenn- ingsgarð, aðstöðu til fiski- ræktar og síðast en ekki sízt sérskipulags á hafnarsvæð- inu, sem er vel aðskilið frá íbúahverfum. Endurnýjunar- skipulag verður unnið yfir gamla bæjarhlutann, en þar verða vemlegar breytingar með tilkomu nýrrar land- myndunar, sem áætlað er að gera jafnframt sjóvarnar- garði til heftingar landbrots. Á þeirri landmyndun verður umferðagata, sem á verður beint þungaumferð og hrað- ari akstri og léttir það á eldri götum á því svæði, sem bæj- arstæðið er þrengst að norð- anverðu undir Nöfum. Gert er ráð fyrir að ekki verði miklu kostað til við- halds og endurnýjunar á nú- verandi flugvelh, heldur byggður nýr flugvöllur aust- urundir Héraðsvötnum. Hef- ur teikning af nýjum flug- velli verið undirbúin á veg- um Flugmálastjórnar, land mælt út og ekkert til fyrir- stöðu að hefja framkvæmdir annað en að til þess vantar fjárveitingu frá Alþingi. Vegna hinnar öm fólks- fjölgunar í bænum var byrj- Sauðárkrókur Á Sauðárkróki vora 910 á kjörskrá, 855 greiddu atkv. eða 93,6%. 1966 vom 782 á kjörskrá. 735 greiddu atkv. eða 94%. Kjósa átti 7 bæjarfulltrúa. A-listi hlaut 126 atkv og 1 mann kjörinn. B-listi hlaut 352 atkv. og 3 menn kjörna. D-listi hlaut 291 atkv. og 3 menn kjörna. að á deiliskipulagi íbúðasvæð- is no. 1, sem fengið hefur nafnið Hhðahverfi og enda gatnanöfn þar á Hlíð. Á fyrsta hluta þess skipulags- svæðis hefur nú verið út- hlutað 30 lóðum og fram- kvæmdir hafizt við götur, ræsi og leiðslur um leið og klaki fór úr jarðvegi í vor. Jafnframt er vinna hafin við gröft fyrir húsgmnnum. Á skipulagssvæði gamla bæjar- hlutans em svo til allar lóðir uppgengnar og reiknað með að 60 til 70 íbúðir geti orðið í smíðum í bænum á árinu. Skipulagið er í heild mjög stílhreint og hstrænt unnið, hvort sem htið er á aðal- skipulagið eða deiliskipulag. Kostað hefur verið kapps um að halda þeim blæ í framkvæmd með setningu byggingarskilmála, sem bæj- arstjórn hefur samþykkt fyrir hina nýju einbýhshúsa- byggð í Hlíðahverfi og verð- ur sjálfsagt sjón sögu ríkari, þegar frágangi húsa og lóða er lokið á þann hátt, sem byggingarskilmálarnir kveða á um. G-listi hlaut 79 atkv. og engan mann kjörinn. Nú greiddu 120 fleiri atkv. en 1966. A-listi bætti við sig 30 atkv. B-listi — — — 78 atkv. D-listi — — — 30 atkv. G-listi tapaði 17 atkv. og missti sinn fulltrúa til D-hstans, sem nú fékk 3 full- trúa, en hafði áður 2. Nú eiga sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks: Af A-hsta Er- lendur Hansen, af B-hsta Guðjón Ingimundarson, Mar- teinn Friðriksson og Stefán Guðmundsson. Af D-hsta Guðjón Sigurðsson Halldór Þ. Jónsson og Björn Daníels- son. — Samstarf hefur tek- izt milli B-hsta og D-lista (6 bæjarfulltrúar af 7) um myndun meirihluta og ráðn- ingu bæjarstjóra. Hákon Torfason hefur verið ráðinn bæjarstjóri, en hann var einn- ig bæjarstjóri s. 1. kjörtíma- bil. Siglufjörður. í Siglufirði vora 1324 á kjörskrá. Atkv. greiddu 1168 eða 89,6%. 1966 vora 1353 á kjörskrá. Atkv. greiddu 1217, eða 90% Kjósa átti 9 bæjarfulltrúa. A-listi hlaut 244 atkv. og 2 menn kjörna. B-listi hlaut 263 atkv. og 2 rnenn kjörna. D-hsti hlaut 317 atkv. og 2 menn kjörna. G-hsti hlaut 321 atkv. og 3 menn kjöma. Nú greiddu 49 færri atkv. en 1966. — A-listi tapaði 16 atkv. B-hsti tapaði 16 atkv. D-iisti tapaði 5 iatkv., en G- hsti bætti við sig 9 atkv. og hlaut nú þrjá menn í stað tveggja áður, vann einn mann frá D-lista. Nú eiga sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar: Af A-hsta Krist ján Sigurðsson og Jóhann Möher, af B-hsta Bogi Sig- urbjörnsson og Bjarki Áma- son, af D-hsta Stefán Frið- bjarnarson og Knútur Jóns- son og af G-lista Benedikt Sigurðsson, Kolbeinn Frið- bjarnarson og Gunnar Sigur- björnsson. Tekizt hefur samstarf milh A-, B- og D-hsta (6 bæj- arfuhtrúar af 9) um myndun meirihluta og ráðningu bæj- arstjóra. Stefán Friðbjarnar- son hefur verið ráðinn bæjar- stjóri, en hann var einnig bæjarstjóri s. 1. kjörtímabil. Blönduós. Á Blönduósi komu fram 3 hstar. D-listi hlaut 160 atkv. og 3 menn kjörna. H-hsti hlaut 157 atkv. og 2 menn kjörna og I-listi hlaut 46 at- kvæði og engan mann kjör- inn. Listamir fengu nú sam- anlagt 361 atkv. 1966 voru aðeins 2 listar: H-hsti, sem hlaut 156 atkv. og I-listi, sem hlaut 155 atkv. Það em því 50 fleiri gild atkvæði nú. Hreppsnefnd skipa: Af D- lista Jón Isberg, Öli Aadne- gaard og Jón Kristinsson, af H-lista Ámi Jóhannsson og Jónas Tryggvason. Sveitar- stjóri er Einar Þorláksson. Sýslunefndarmaður Sigur- steinn Guðmundsson. Framhald á 8. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.