Einherji


Einherji - 16.12.1974, Blaðsíða 9

Einherji - 16.12.1974, Blaðsíða 9
Mánudagur 16. desember 1974. EINHERJI JÓLABLAÐ 1974 A VALDI VANANS þessi kjarnaorð kenningar Krists: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Að minnsta kosti sameinast allur þorri kristinna manna í lotningu undir jólaguðspjallinu, þótt þeir vilji sem minnst hugsa um kröfugerð meistara síns í náungakærleika. En kirkjan er ekki aðeins félag um hið þægilega og fallega fyrir eyrum vanans. Hún er sam félag um alefling andans í kenningu Krists um Guð föður og eilífa lífið. í frumkristninni urðu helgisögumar til, ein af annarri, og miklu fleiri en þær, sem varðveist hafa í Nýja testament- inu. Smám saman fjarlægðist hugsun hinna kristnu 'kjarnann í boðskap Krists helgisögurnar urðu predikunarefnið, til- efni hátíðanna og yrkisefni trúarskáld- anna. Þessar bleiklitu umbúðir eru heill andi fyrir rósemi vanahneigðar manns- ins. En þær þroska ekki kristinn heim 1 sannleiksþrá, friðarvilja og bróður- elsku. Miklu fremur er ætlandi, að van- þroska heimur, sem vili víkja sér und- an ábyrgð kristinnar lífskröfu, feh sig á bak við helgisöguna. Hún er líka sá vamargarður vanans, sem fáir treyst- ast til að rjúfa, vegna 'þess, að þar finnst fólkinu, að ráðist sé jafnvel gegn mesta helgidómi trúarinnar, svo yfir- borðslegt sem slíkt þó er. Þessi hefð er rótgróin, firrt umræðu og ígrundun, og að baki hennar kefjuð orðin, sem áttu að frelsa heiminn til ljóss og friðar: „Allt, sem þér því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Umbúðimar hljóta að koma oss í hug, þegar vér viðurkennum hið imira með oss hve litlu Guðs kristinn lýður hefur áorkað í 19 aldir til sambúðar þjóðanna og í átt til friðar á jörðu. Og vér finnurn það sárlega í gegnum múr vanans, að mennirnir era alls eigi nær því nú, en þegar Kristur kom í jarð- neskan heim til að vera ljós fyrir þjóð- irnar. Hin fyrstu kirkjufélög, störfuðu í anda guhnu reglunnar um náunga- breytnina. Á algeran og róttækan hátt. Sannleikurinn var ekki hulinn í helgi- sögnum og vafinn táknum. Það varð ekki fyrr en síðar, er hin kaþólska kirkja var orðin að valdasækinni þjóð- félagsstofnun, er þótti mikið við hggja að svæfa djarfan vilja í vana átaka- lausra aukaatriða. Af því að vér rekjum þetta til að vekja hugann á aðventu jólanna, skul- um vér ígrunda það, hver saga krist- innar kirkju væri í fortíð og nútíð, ef hinn hreini boðskapur um bróðurkær- leikann og náungabreytnina réði einn allri ferð. Ætli mannkynssagan, þ. e. saga vors evrópeiska menningarheims, segði þá nær eingöngu frá stríði og glæpum. Eða stæði sá sami menningar- heimur nú á heljarþröm í efnahagslegu tilliti vegna refsingar Múhammeðtrúar- manna fyrir vopnasendingar og ófriðar- íhlutam í Austurlöndum nær? Hugsi nú hver sitt, því að Kristur er enn að korna, heimsins ljós. Ef hin árlega upp- rifjun á komu hans til jarðarinnar misti umbúðanna, en kæmist nær hin- um sæla sanni um dýrð í upphæðum og frið á jörðu, breytingar í mannlegu hfi, sem leiðir til friðar og bræðralags. Meg um vér minnast orða eins hins kunn- asta Austurlandabúa með vestrænum mönnum á þessari öld, er hann talaði um Krist. Hann var nurninn af kenn- ingu hans, boðskapnum um frið á jörðu og eilíft líf. En hann gat þess um leið, að hann hefði aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum og þeim, að kjmn- ast kristnum möimum. Kenningar Krists virtust honum ekki vera fram- kvæmanlegar í raunvem lífsins á Vfest- urlöndum, a. m. k. var það harla ólíkt að nema ’boðskapinn í Bíblíimni og sjá hann í verki með þeim, er áttu Bíbhuna að trúarbók og kölluðu hana helga. — Vér erum ekki aðeins lítil, en eigum bágt, þegar vér skoðurn oss sjálf frammi fyrir komu Krists á aðventunni. Eins og allir menn kom hann í heim- inn htið bam og vamarlaus. Vér tölum um, að hann væri umkomulítih og fá- tækra. En umkomulausastur er hann, þar sem lærisveinar hans í hverri nú- tíð sögunnar hafa búið svo um anda hans í hug sínum, að hann fær ekki aftrað þeim þess að þverbrjóta gmnd- vallarlög um virðinguna fyrir manns- lífinu. Pallega og hugþekka helgisagan um ungbarn reifað og hggjandi í jötu, verður átakanleg með þjóð, sem lög- leiddi fósturmorð. Honum var úthýst, er hann kom í heiminn. Hinum bömun- um er vísað burt, áður en þau fæðast. Heiðnir menn, er hér höfðu ráðist til landnáms, báru bömin út. Hugrekki kristins nútíma á Islandi er sýnu minna. Um þetta þykir oss ekki gott að hugsa á aðventunni. Það er merki þess, að verknaðurinn, sem nú er krafist að sé lögvemdaður, á ekki fuha samleið með Kristi í oss. Vottur þess, að allt um allt erum vér kristin og kjaminn oss opinber, ef umbúðimar eru raktar af Guðsneistanum í sálum voram og hé- gómanum svifað frá. — Látum svo verða um þessi jól og losum of oss síðustu umbúðabönd hins sljóa vana svo að vald hans hnni, en veruleiki trú- arinnar leysi margherta hnútana, sem kreppa að sálum vorum, og opni svo inni vort fyrir ljósi Guðs, sem kemur. Þá mun hið unga viðkvæma líf kristins anda í oss þroskast og vaxa til skiln- ings um fegurð kærleikans og að alefl- ing vonar vorrar til hins eilífa friðar á jörðu og himni. Ágúst Sigurðsson Qrkumál: \ ' \\ V 16. flokksþing Framsóknarmanna, sem haldið var í Reykjavík 17.-19. nóv. s. 1. samþykkti eftirfarandi ályktun um orl umál. Flokksþingið vekur athygh á þeim mikia auði, sem þjóðin á í fallvötnum og háliitasvæðum lands- ins. Það leggur mikla áherslu á að þessi verðmæti verði notuð ems vel og unnt er, til að tryggja lífs- kjör íslensku þjóðarhmar og efia íslenska atvinnu- vegi. I því sambandi leggur það áherslu á eftirfarandi: 1. . Fyrirsjáanlegt er, að mörg byggðarlög munu á næstumii búa við alvarlegri orkuskort, en þegar er. Þmgið leggur álierslu á að liraðað verði orku- öflun fyrir þessi byggðarlög. Áhersla verði lögð á samtengingu rafveitna landsins m. a. svonefndrar byggðaiínu og styrkara dreifi- kerfi, ný dreifikerfi séu þannig gerð að þau þoli aulvið álag vegna húshitunar með raf- magni. 2. Þingið leggur álierslu á endurskipulagnhigu ramisókna og yfirstjórnar orkuframleiðslu og orkudreifingar. Þar á meðal endurskoðun laga um það efni og komið verði á tengslmn við sveitarfélög. Að samræmdar verði aðgerðir orkustofnunar og rafmagnsveitna ríkisins annars vegar og heimaaðila Iihisvegar, svo að það fjármagn nýttist vel, sem varið er til ramisóknarstarfa. Allar aðgerðir til úrbóta við orkuöflun og dreifikerfi verði gerðar á eins hagkvæman hátt og unnt er. 3. Lokið verði að fullu að tengja alla bæi í sveit- um við samveitur eða tryggja þeim raforku á annan hátt með sambærilegum kjörum. 4. Unnið verði markvisst að jöfnim raforkuverðs í áföngum á þessu kjörtímabili. 5. Lögð verði rík áhersla á nýthigu raforku til liúsliitunar og verði slíkrar orku stillt I hóf. 6. Á tímum óvissu í orkumálmn varar þingið við orkusölusamningum til langs tíma til stóriðju nema með verðtryggingarákvæðum. Ehmig vara þhigið við framkvæmdum, sem valda stórfelldum náttúruspjöllum. 7. Þingið leggur áherslu á að íslendingar sjálfir annist rannsóknir á nýtingai orkulinda lands- ins og eigi sjálfir orkustöðvamar. HITAVEITUFRAMKVÆMDIR Þingið leggur áherslu á notkun jarðhita sem orkugjafa. Það telur nauðsyn að liraða verði kortlagningu jarðhitasvæða, jarðliitaleit og borunum þar sem því verður við komið til liitaveituframkvæmda og til efnaiðnaðar. ÁFENGIS- og TÚBAKSVERZLUN RÍKISINS TILKYNMK: Kaupum tómar flöskur merktar ÁTVR í glerið. Heilflöskur og hálfflöskur á kr. 15,00 Lítil glös (bökunardropa) á kr. 5,00 Móttaka í öllum útsölum vorum úti á landi Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.