Freyr - 01.08.1940, Blaðsíða 5
FREYR
115
Úr Gróðrarstöðinni á Akureyri.
Strax við stofnun stöðvarinnar lagði Sigurður Sigurðsson grundvöll að þeirri trjárækt, sem mjög
setur svip sinn á þessa tilraunastöð. Útlendingar, sem vel hafa kynnt sér ísl. náttúru og framkvæmdir
telja skógargróðurinn þar einhver alla merkustu mannaverk, sem getur að líta á íslandi.
SigurSur Sigurðsson var aðalhvatamað-
ur að stofnun ýmsra félaga. Auk Ræktun-
arfélags Norðurlands má fyrst og fremst
nefna íslandsdeild Norræna búfræðifélags-
ins og Skógræktarfélag íslands. Árin 1926
—1933 gaf hann út búnaðarblaðið FREY,
ýmist einn eða með öðrum.
Flest starfsár sín ferðaðist Sigurður
mikið í búnaðarerindum, bæði innan lands
og utan, fór meðal annars tvívegis til
Grænlands. Síðustu æfiár sín dvaldi hann
löngum að Fagrahvammi í Ölfusi, garð-
yrkjubýli því, er hann stofnaði þar fyrir
nokkrum árum, en nú er rekið af Ingimar
syni hans.
Sigurður andaðist í Reykjavík 1. júlí
síðastliðinn og var jarðsunginn þar 9. s. m.
Búnaðarfélag íslands kostaði útförina i
heiðursskyni við hinn látna forgöngu-
mann á sviði búnaðarmálanna.
Á. G. E.
Mér þykir ekkert eins vanta einsog búnaSarrit-
gjörðir, því ég er í þeirri trú, að það sem okkur
ríður mest á nú er framkvæmd og framför í allri
þekkingu á atvinnu til sjós og lands, í landbúnað-
inum, kvikfjárrækt og jarðyrkju í þeim einföldu
greinum sem land vort hefir nægst til af, grasi,
rófum, jarðeplum.----------
Jón Sigurðsson (1867).