Freyr - 01.08.1940, Blaðsíða 7
FRE YR
117
Áhrif framrœslunnar á rœtur jurtanna og þroska þeirra. í illa rœstum jarðvegi verða rœturnar að
halda sig sem nœst yfirborði jarðar. í vel rœstum jarðvegi scekja þœr langt niður.
að sú fyrirsögn sé á reynslu og tilrauna-
rökum byggð.
Við vitum, að framræsluþörfin er mis-
munandi eftir jarðvegi, veðurfari og eftir
því hvaða jurtir rækta skal. Við vitum
ennfremur, að ísl. jarðvegur er um margt
sérkennilegur og frábrugðinn jarðvegi ná-
grannalandanna, ekki hvað minnst um
það, hvernig hann tekur framræslu og
hvernig hann hagar sér gagnvart sveifl-
um vætu og þurrka. Hér verður því að
hyggja mjög varlega á erlendum fram-
ræslutilraunum.
Innlendar framræslutilraunir eru
engar til. Við verjum miljónum til
þess að rækta land, sem þarfnast
framræslu, án þess að vita hvernig
eða hve mikið við eigum að ræsa það.
Eyðum hundruðum þúsunda í óvissa
framræslu, en tímum ekki að eyða
fáeinum þúsundum í þær grundvall-
artilraunir viðvíkjandi framræslu,
sem ræktunin ætti og þarf að byggj-
ast á.
Hvernig stendur á þessu munu margir
spyrja. Því gera tilraunastöðvarnar á Ak-
ureyri og Sámsstöðum ekki nauðsynlegar
tilraunir með framræslu? Því er til að
svara, að tilraunastöðvarnar, með þeim
takmörkuðu starfskröftum, sem þar er
áskipað, eru ekki iðjulausar. Þar er gert
það sem hægt er og jafnvel meira en það.
Fjárframlög til tilraunastarfsemi stöðv-
anna eru svo knöpp, að fátt eitt er hægt
að gera af því, sem fyrir liggur og að-
kallandi er. Einn maður við tilraunirnar
á hverjum stað, auk margs annars, sem
þessir menn hafa að sinna. Á þessu sviði