Freyr - 01.08.1940, Blaðsíða 18
128
FRE YR
rei er krókur að kama i
Garðshorn
Leiðrétting. í mæðiveikistöflunni á bls. 109 í 7.
tbl. Freys er prentvilla, sem lesendur Freys eru
beðnir að athuga. í þriðja dálki töflunnar talið frá
hægri til vinstri stendur að af lömbum þeim, sem
sett voru á 1939, en dauð voru 19 í apríl 1940, hafi
1 verið í Litlu-Tungu, en á að vera á Búrfelli 1
og ekkert í Litlu-Tungu. Niðurstöðutala töfludálks-
ins er eigi að síðr rétt, þar sem talan hefir aðeins
víxlast á milli nefndra bæja.
*
Heyþurrkun við hverahita er nú verið að reyna
í Hveragerði í Ölfusi. Sveinbjörn Jónsson bygg-
ingameistari rekur þessar tilraunir og nýtur til þess
styrks nokkurs af framleiðslubótafé ríkisins. Pétur
Gunnarsson fóðurfræðingur hefir eftirlit með til-
raunum þessum.
*
Búnaðarrit fimmtugasta og fjórða ár, fyrra hefti,
128 bls. er nýlega komið út. Ritið flytur þessar rit-
gerðir: Ingólfur Davíðsson: Kvillar og ræktun, Jón
Kr. Jónsson: Búnaðarfélagið í Húnavatnssýslu 75
ára, Sveinn Tryggvason: Um smjörsamlög, Páll
Sigurðsson: Um korn úr íslenzku melgresi til
manneldis, Halldór Pálsson, Nesi: Hvernig borga
ærnar fóðrið sitt, Ásgeir L. Jónsson: Um nýrækt,
Steingr. Steinþórsson: Hólar í Hjaltadal, Halldór
Pálsson ráðunautur: Sauðfjárræktarbúin 1938—
1939. *
Búnaðarfélag Arnarneshrepps minntist 60 ára af-
mælis síns, þann 16. júní s. 1., með samsæti á
samkomuhúsi hreppsins við Reistará. Samsætið
sátu um 70 manns, aðallega félagsmenn og konur
þeirra.
Formaður félagsins, Halldór Ólafsson, Búlandi,
setti samsætið og stjórnaði því. Samsætið hófst
með guðsþjónustu, er sóknarpresturinn Sigurður
Stefánsson flutti. Þá flutti Árni kennari Björnsson
ræðu og sagöi sögu félagsins. Rakti hann fyrst í
stórum dráttum sögu og þróun búnaðarmála hér
á landi, allt frá því, að endurreisnartímabilið hófst.
Að þessu loknu var setzt að kaffidrykkju og
skemmtu menn sér þar við söng og ræðuhöld og
að lokum var stiginn dans.
Tveir fyrverandi formenn félagsins, þeir Hannes
bóndi Davíðsson, Hofi, og Tryggvi bóndi Konráðs-
son, Bragholti, voru kjörnir heiðursfélagar Bún-
aðarfélagsins. Þá var og Sigurði Sigurðssyni, fyr-
17. júní 1940.
Eitt sinn skýldi „skógarmönnum"
skrúðgræn mörk í hverjum dal,
hlífði þjóð í þraut og önnum,
þakti hlíð og refti sal.
Studdi bú og stýrði fönnum
— stofna enginn vissi tal. —
Langeldar í landnámsrönnum
lýstu’ og vermdu sprund og hal.
Mjög er skipt um sköp og gæðin,
skriðuföllin víða sjást.
Mörg er blásin móbergshæðin,
melarnir við holtin kljást.
Gróður-eyddu sandfokssvæðin
seint af landsins ásýnd mást.
— Þótt við munum frægð og fræðin
fátt ber vitni um starfsins ást.
Hnípin krýpur blessuð björkin,
bitin, hrjáð um mó og hlíð.
Arðrán lands og ellimörkin,
afglö.p stærst hjá fyrri tíð,
allt er greypt á brum og börkinn,
beygðar greinar, limbrot síð.
Letri taps er letruð örkin,
letri harms um vörn og stríð.
Æskan senn um aðferð skiptir
annast sérhvern gróinn blett.
Örlögunum svörtu sviftir
sverði af og boðar rétt
hverri hrislu er limi lyftir,
lykur kjarri um bæjarstétt.
Skugga-alda rökum riftir
rausnarglöð og sporalétt.
Siðar munu sígræn spretta
svita frjófguð skógarlönd,
bjarkir hylja börð og kletta,
biásna mela og grýtta strönd.
Arðmenn iands um óðul flétta
akurteiga og gróðurbönd.
— Fram skal halda I horfið rétta,
hækka mið við sjónarrönd.
Á. G. E.
verandi búnaðarmálastjóra sent þakkarskeyti fyrir
mikið og gott starf í þágu islenzkra bænda.
Samsætið fór vel fram og var félagsmönnum og
gestum þeirra til mikillar ánægju og félaginu til
sóma. H. Ó.