Freyr - 01.08.1941, Blaðsíða 5
FREYR
115
§. IX. E. lO ára
Samband nautgriparæktarfélaga Eyja-
fjarðar var stofnað árið 1930. Liggja nú
fyrir skýrslur um 10 ára starfsemi þessa
sambands og er vel við eigandi, að líta
yfir liðin ár og athuga, hvað hefir unnizt.
Við að gera samanburð á skýrslunum,
yfir kýrnar fyrsta og síðasta árið, kemur
greinilegur munur í ljós.
Tölurnar, sem settar eru hér á eftir, eru
meðaltölur fyrir fullmjólka kú pr. ár.
Ársnyt kg. Fitu % Fituein. Fóðurein.
1930 2691 3,60 9682 1664
1939 2892 3,72 10758 1632
Mism. + 201 + 0,12 + 1076 -=-32
Þetta verður að teljast góð framför,
þegar tekið er tillit til þess, hve kynbætur
nautgripa hljóta æfinlega að taka lang-
an tíma. Enda er það svo hér, að fyrstu
árin eftir 1930 virðist ekki vera um neina
framför að ræða. Það er fyrst eftir 1936,
að séður verður verulegur árangur af
starfinu.
Því miður verður að viðurkenna, að út-
koman hvert einstakt ár, gefur ekki rétta
hugmynd um afurðagetu eða eiginleika
kúnna. Á þessum 10 árum verða talsverðar
árasveiflur, sem augsýnilega orsakast af
árferði, það er t. d. áberandi, hve slæm út-
koman er árið 1935 og mun það stafa af
slæmu fóðri það ár, og verður ekki rétt
að reikna kúnum til lasts.
En þótt árferðis virðist gæta of mikið,
mun ekki þurfa um það að deila, að um
framför sé að ræða hvað snertir afurða-
getu kúnna. Við samanburð á árunum
1930 og '32—’'33 við árin 1937—’39 er
greinileg framför.
Ársn. kg. Feiti % Fitue. Fóðure.
Fyrri árin 2716 3,55 9643 1645
Síðari árin 2823 3,66 10286 1673
Mism. + 107 + 0,11 + 643 + 28
Tölurnar meðaltölur fyrir fullmjólka kú
pr. ár.
Þetta þykir ef til vill ekki mikil framför,
en er þó greinileg og við samanburðinn á
fyrsta og síðasta ári var framförin eðli-
lega meiri. Ef miðað er við 5 aura verð á
fitueiningu og að hver kýr skili 1076 fitu-
einingum meira, síðasta árið, heldur en
það fyrsta, gerir það 53,80 kr. meiri af-
urðir pr. kú og er það hreint ekki lítið.
Einnig verður ekki séð, að eytt sé verulega
meiru fóðri síðari árin, en þó mun ekki
rétt að álíta, að fóðureyðsla fari minnk-
andi, þótt að hún sé lítil 1939, það mun
vera góðu tíðarfari að þakka, og í heild
mun fóðureyðsla frekar hafa aukizt síðari
árin. Mun mega telja það vel farið, því
ofeldi á kúm er sennilega óþekkt fyrir-
brigði hér.
í sambandi við þennan samanburð er
rétt að geta þess, að kúm hefir mikið
fjölgað á sambandssvæðinu þessi ár. Ár-
ið 1930 voru 653 fullmjólkandi kýr á
skýrslu, en árið 1939 eru þær orðnar 1091.
Fjölgun er því 438 kýr eða 67%. Stafar
þessi fjölgun nær eingöngu af því, að
bændur hafa fjölgað kúnum, en ekki af
því, að svo margir nýir menn hafi bætzt í
félögin. Nú ala menn yfirleitt kálfa aðeins
undan beztu kúnum, en þegar um mikla
fjölgun er að ræða, eins og hér hefir átt
sér stað, verður að ala kálfa undan fleiri
kúm, og þá eitthvað af lélegri kúm ,en ef
aöeins hefði verið um viðhald að gera.
Þetta hlýtur að hafa áhrif í þá átt, að
útkoman verður ekki eins góð og ella
mundi. Mér virðist því augljóst, að hér á
sambandssvæðinu hafi á þessum árum
verið gerðar meiri kúakynbætur heldur en
að virðist eftir þeim tölum, sem teknar
voru upp hér að framan.
Viðvíkjandi nautunum, sem notuð hafa
verið, er óhætt að segja, að þau hafa
reynzt nokkuð misjafnlega, og ekki öll