Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1941, Blaðsíða 9

Freyr - 01.08.1941, Blaðsíða 9
FRE YR 119 megi bæta þau. Og munum það, að það eru kýrnar, sem mestum afurðum skila, sem gefið hafa mesta hreina arðinn í búin. Eins og sést á því, hve kúm fjölgaði mikið hjá þessum bónda, varð hann að ala upp mikið af kálfum og ól upp tals- vert meira en tölurnar benda til, því hann hefir á þessum árum lógað mörgum kúm, sem ekki reyndust vel. Þó ól hann aðeins kálfa undan sínum beztu kúm og fékk sér svo kálfa að, undan kúm, sem álitlegar voru taldar. Þetta, að vanda val lífkálfa og síðan að lóga því, sem ekki reyndist vel, mun eiga drýgstan þátt í því, hve góður árangur náðist síðustu árin. En því má ekki gleyma, að til þess að vel fari, þarf uppeldi kálfanna og síðan fóðrun og öll meðferð kúnna, að vera í góðu lagi. Ég hefi tekið þetta dæmi hér, til að sýna, hve mikill árangur getur náðst á fáum árum, ef einlægur vilji er til stað- ar. En rétt er að taka það fram, að það eru fleiri bændur hér, sem náð hafa mjög góðum árangri, þótt ég láti nægja að benda á þennan eina. Það er margt, sem við viljum breyta og bæta hjá kúnum okkar. Við viljum að þær mjólki mikilli og feitri mjólk, séu vel byggðar og hraustar og geti umsett mik- ið af því fóðri, sem íslenzki bóndinn framleiðir sjálfur. Þegar svo er athugað, að starf nautgriparæktarfélaganna er á bernskuskeiði hér á landi, er varla við því að búast, að völ sé á mörgum gripum, sem hafi alla hina óskuðu eiginleika í ríkum mæli. En ég efast ekki um, að í hinum iítt ræktuðu íslenzku nautgripum, eru margir góðir eiginleikar. Þessa eiginleika þarf að reyna að sameina og rækta. Og þótt að á næstu árum verði ekki hægt að tala um, að hér séu gerðar kynbætur með naut- gripi, eftir beztu fyrirmyndum, þá má ó- efað ná miklum árangri með því einu, að vanda vel valið á undaneldisgripunum. En til þess að það val verði ekki mest af handahófi, þarf að halda skýrslur, og það réttar skýrslur um reynsluna á kúnum. Á starfi nautgriparæktarfélaganna velt- ur það, hvort verulegur árangur næst á þessu sviði. Mér virðist, að reynslan, sem fengizt hefir þessi ár, sem S. N. E. er búið að starfa, sýna ljóslega, að það gagn, sem nautgriparæktarfélögin geta unnið, ef vel er á haldið, verði seint ofmetið. Það er fleira, sem vinnst en auknar afurðir og fjárhagslegur hagnaður líðandi stundar. Nú eru til hér skýrslur um reynslu og ættir kúa. í þessum skýrslum má fá marg- ar upplýsingar. Upplýsingar, sem síðar er ef til vill hægt að hafa ómetanlegt gagn af við kynbætur nautgripa. Það einkennir mjög alla starfsemi nautgriparæktarfélag- anna, hve seint árangurinn af starfinu kemur skýrt í ljós, og hve langt fram í tímann árangurinn sem næst hvert ár, getur haft áhrif. Því segir það vel til um félagslegan þroska manna og umbótavilja, af hve óskiptum huga þeir starfa í þessum félögum. Kröfurnar, sem þessi félagsskapur ann- ars gerir til meðlimanna eru ekki sérlega miklar. Það, sem ríkast þarf að ganga eftir er að skýrsluhaldið geti orðið rétt. Og svo þurfa menn helzt að láta kýrnar hafa þá aðstöðu, að þær geti sýnt, hvað í þeim býr. Sérstaklega eru það góðu kýrn- ar, sem þyrftu að geta sýnt sem bezta mynd af eiginleikum sínum En til þess að það megi verða, þarf fóðrun kúnna og öll aðbúð að vera í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til góðra gripa. Eyvindur Jónsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.