Freyr - 01.08.1941, Blaðsíða 12
122
FRE YR
leifar sem læðan hefir ef til vill borið inn í hreiður-
kassann.
Meðan hvolparnir nærast eingöngu af móður-
mjólkinni, heldur læðan þeim hreinum, en strax og
þeir byrja að éta fasta fæðu, hættir hún því. Þá
verður hirðirinn að taka við og hreinsa hreiður-
kassann daglega og láta í hann þurrt hey eða
hálm, svo hvolparnir geti haldizt þurrir. Þegar
hvolparnir eru margir, er bezt að byrja að gefa þeim
mat eins fljótt og hægt er, en það er þegar þeir
fara að byrja að sjá, 16—17 daga gamlir. í fyrstu
er bezt að gefa þeim nýtt fínmalað kjöt eða innmat,
ásamt nýmjólk. Þetta ætti þó að gefa hvort fyrir
sig.
Mjölfóður er ekki heppilegt að gefa þeim svona
ungum, og getur stundum jafnvel verið hættulegt,
m. a. vegna þess, að það bólgnar svo í meltingunni,
að við það getur maginn þanizt um of út og sprung-
ið. —
Tveggja vikna aldurinn er án efa hættulegasta
tímabilið fyrir þroska og heilsu hvolpanna. Þá er
sérstaklega nauðsynlegt, að fóðra þá vel eftir þrif-
um þeirra. Ef eitthvað af þeim verður útundan að
einhverju leyti, er hætt við að vöxturinn stöðvist
og þeir nái sér aldrei aftur. Einnig eru þeir þá
næmir fyrir öllum sjúkdómum og utanaðkomandi
áhrifum.
Hvolpa sem misgangast, er bezt að taka frá í
tíma og ala upp sér.
Þegar hvolparnir eru orðnir þriggja vikna gaml-
ir, er kominn tími til að gefa þeim inn ormalyf. Ef
mikið af ormum kemur frá þeim við fyrstu hreinsun,
verður að endurtaka hana eftir 6—8 daga, þar eð
lyfið eyðir aðeins ormunum sjálfum en ekki eggjum
þeirra.
Blárefirnir fæða unga sína oftast nokkuð seint
að vorinu. Þar af leiðandi fá hvolparnir tiltölulega
stuttan tíma til vaxtar og þroska áður en haust-
kuldar byrja. Það er áríðandi, að fóðra þá vel strax
í byrjun með eggjahvíturíku fóðri, svo vaxtargeta
þeirra á fyrsta þroskaskeiði geti notazt sem bezt,
en auka kolvetnafóðrið síðar er líður á sumarið.
Þetta hefir verið staðfest við tilraunir, sem gerðar
hafa verið við Statens smábrukslærerskole í Noregi
í því augnamiði að finna eggjahvítuþörf blárefa.
Þeir tilraunaflokkar, sem þannig voru fóðraðir,
fengu beztan og jafnastan vöxt — samhliða því að
feldurinn á þeim dýrum varð vel þroskaður og
hreinlitur. Þessi niðurstaða átti þó aðeins við þá
tilraunaflokka, sem fengu að mestu leyti kjöt sem
eggjahvítufóður. í öðrum tilraunaflokkum, sem
notuð var síld í stað kjöts í fóðurblönduna, varð
Bæknr
Hugo Osvald: Potatis. Kooperativa
förbundets Bokforlag, Stockholm
1940. 128 bls.
Potatisens sjukdomar í bilder och
text. Landbruks förbundets Tid-
skrifts aktiebolag, Stockholm 1940.
62-fXXIV+XXIV bls.
Það er fátt um að bækur frá Norður-
löndum berist hingað eins og nú er ástatt,
og er það eins um búfræðirit sem aðrar
bækur.
Á ófriðartímum þykja öllum kartöflur
góðar og ræktun þeirra mikilsverð. Svo
mun vera í hinum hernumdu Norðurlönd-
um, Danmörku og Noregi, enda mun t. d.
hin óvenju mikla og góða kartöfluuppskera
í Noregi í fyrra hafa valdið miklu um það,
að Norðmenn komust það sæmilega yfir
síðastliðinn vetur eins og þeir gerðu, þrátt
fyrir alla erfiðleika.
Þótt Svíþjóð sé ekki hernumin, þrengir
útkoman allt önnur, matarlystin hjá þeim tilrauna-
flokki varð slæm mestan hluta tímans, sem til-
raunirnar stóðu yfir, og þar af leiðandi fengu þau
dýr sem í þessum tilraunum voru, minni þroska en
samanburðarflokkarnir (kjötflokkarnir), samhliða
því að feldurinn á þeim dýrum varð mjög lélegur,
bæði gisinn og brúnn. Dýrin voru valin þannig i
þessar tilraunir, að systkinahóp var skipt í tvennt,
þannig, að sinn helmingur af hvorum hóp kom
í kjöt og síldarflokkana, svo að um eðlismun dýr-
anna var ekki að ræða. Af þessum tilraunum er því
næst að álykta, að óheppilegt sé að fóðra blárefi
með mikilli síld, en nota heldur kjöt, eða magrari
fiskitegundir með kjöti eða innmat. Einnig er ágætt
að nota osta eða skyr í stað kjöts. Þá ættu menn
að hafa það hugfast, að nota stöðugt grœnmeti í
fóðurblönduna. T. d. fíflablöð, skarfakál, smára,
allskonar káltegundir og jafnvel gras, ef annað er
ekki fáanlegt. Fóðra skal læðurnar tvisvar á dag
úr því meðgöngutíminn er hálfnaður og a. m. k.
fram í september, hvolpana skal einnig fóðra tvisvar
á dag til byrjun október. Geld dýr er óþarfi að fóðra
oftar en einu sinni á dag.
Agnar Jónsson.