Einherji - 01.04.1992, Side 4
4
EINHERJI
Apríl '92
Stefán Guðmundsson, alþingismaður:
Endurmat iðn- og verkmenntunar
Stefán Guðmundsson var fyrsti flutnings-
maður að þessari tillögu til þingsályktunar og
fylgdi með henni greinargerð. Stefán skrifaði
grein í Tímann ekki alls fyrir löngu um þetta
mál og fer sú grein hér á eftir.
í ljósi breyttra tíma er
mjög nauðsynlegt að skil-
greina þá kröfu betur sem við
gerum til menntakerfisins og
skilvirkni þess
Aðstæður í þjóðfélaginu
hafa breyst á síðari árum og
þess vegna er nauðsynlegt að
aðlaga iðnaðinn og iðn-
menntunina þeim auknu
kröfum sem gerðar eru til
iðnaðarmanna. Því er nú
nauðsynlegt að endurmat
fari fram á iðn- og verk-
menntun í landinu er byggist
m.a. á því að laga hana að
nýjum aðstæðum og næsta
umhverfi.
Það fyrirkomulag sem
stuðst hefur verið við hvað
varðar menntun iðnaðar-
manna hefur að miklu leyti
verið byggt upp á verknámi
hjá meisturum viðkomandi
iðngreina samhliða bóklegu
námi. Þetta kerfi hefur dugað
vel og ávinningur þess er
tvímælalaus þótt á því megi
finna vissa annmarka.
Verklegt nám er
lykill að arðbærri
atvinnusköpun
Málefnum iðnfræðslu og
verkmenntunar hefur miðað
mjög skammt og er langt frá
því að þeim hafi verið sinnt til
jafns við bóknámið. Skóla-
menn hafa áttað sig á því að
þessi þáttur fræðslunnar
hefur setið eftir til mikils
tjóns, ekki aðeins fyrir
menntakerfið heldur og ekki
síður fyrir þá fjölþættu
atvinnuuppbyggingu sem hér
hefur verið fengist við.
Mikilvægt er að þeir sem í
iðnnám fara gangi sem næst
sömu leið til náms. Iðnnem-
inn hefur nú um þrjár leiðir
að velja og í flestum tilvikum
er um fjögurra ára nám að
ræða.
1) Að fara á samning hjá
meistara þegar í upphafi
náms og öðlast starfsþjálfun
hjá honum á 4 árum, en
sækja samhliða verklega
náminu bóklegt nám í
iðnskólum.
2) Að Ijúka bóklegu og
verklegu námi í skóla en að
því loknu tekur við starfs-
nám hjá meistara, mislangt
eftir lengd skólanáms.
3) Að byrja í bóklegu námi
og ljúka þar ákveðnu
grunnnámi, en að því loknu
tekur við þriggja ára samn-
ingur hjá meistara.
Að loknu fjögurra ára
iðnnámi öðlast iðnneminn
sveinsbréf, en til að hljóta
meistarabréf þarf hann að
vinna með iðnmeistara í þrjú
ár og ljúka námi í meistara-
skóla.
Samstarf
iðnfyrirtækja
og skóla
Mjög er til athugunar, þar
sem iðnfræðsluskólar' eru
starfræktir, að leita til
iðnfyrirtækja á viðkomandi
svæði um samstarfssamning
sem kveður á um að
nemendur sem innritast í
iðnfræðsluskóla og ljúka þar
námi geti í framhaldi þess
einnig lokið þeim þætti
námsins sem á að fara fram
hjá iðnmeistara. I þessu
sambandi er til íhugunar
hvort ríkisvaldið eigi ekki að
koma með ákveðnar aðgerðir
sem hvetja iðnmeistara og
fyrirtæki til að veita iðn-
nemum greiða leið til
verklegs náms hjá fyrir-
tækjum sem uppfylla þau
skilyrði sem sett eru vegna
iðnnáms. Með markvissum
aðgerðum í iðnmenntun eru
iðnnemum sköpuð önnur og
betri skilyrði til verklegrar
kennslu en nú.
Verkmenntun er
góður kostur til
framþróunar
Það er mikils um vert að
komast hjá því að lenda í
blindgötum kerfisins. Því er
skynsamlegt að byggja svo
upp að blindgötur verði ekki
hindrun á vegi til mennta.
Fagna ber þeim hugmyndum
að meistaraskólinn verði
beint framhald iðnskóla og
iðnmenntunar og gefi þeim
er þar ljúka námi greiðari leið
til frekara náms, standi
hugur þeirra til þess. Það
væri rnikið framfaraspor
stigið að þeir er ljúka námi í
meistaraskóla og hyggja á
frekara tækninám þurfi ekki
að stíga skref til baka til
frekara náms. Það er enginn
vafi á að þeir er gengið hafa
þessa braut verkmennta til
náms hafa hlotið mjög
ákjósanlega þekkingu sem
nýtist mjög vel til frekari
framþróunar innan atvinnu-
lífsins.
Iðnmenntunina þarf
að skilgreina að nýju
Ein af forsendum þess að
innlendur iðnaður standist
aukna samkeppni háþróaðra
iðnríkja er að nauðsynlegar
úrbætur verði gerðar á iðn-
og verkmenntun í landinu.
Forsenda aukinnar fram-
legðar í íslensku atvinnulífi
mun í næstu framtíð byggjast
á aukinni sérhæfingu og
vaxandi verkmenntun. Iðn-
menntunina þarf að skil-
greina að nýju með tilliti til
fjölbreytilegra nýjunga í
verklegu og bóklegu námi,
bættra tengsla skóla og
atvinnulífs og aukinnar fræðslu
í almennum rekstri. Kröf-
urnar um aukið bóklegt nám
fara sífellt vaxandi. Þar hafa
óskir iðnaðarmanna sjálfra
vegið mjög þungt, m.a. hvað
varðar bókhald, fjármála-
stjórnun, almennan rekstur
og markaðsfræðslu.
Endurmenntun og
starfsþjálfun
Samhliða auknu bóklegu
námi þarf að tryggja beturen
verið hefur verklega kennslu
og endurmenntun, m.a. með
auknu fjármagni og margvís-
legum stuðningi. Afar áríð-
andi er jafnhliða þessu starfi
að íhuga á hvern hátt megi
bæta verkþekkingu þess
ófaglærða fólks er starfar í
hinum lögvemduðu iðngreinum.
Til athugunar er að taka í
auknum mæli upp starfs-
þjálfun þess ófaglærða fólks
sem í þessum iðngreinum
starfar. Slík þjálfun gæfi stig í
verkmenntabók, skráða á
nafn viðkomandi, sem þá
myndi færa handhafa sínum
rétt til bættra kjara.
Iðnaðarmenn hafa lagt
mikla vinnu af mörkum til að
bæta það kerfi sem hér hefur
verið búið við. Því er mikils
um vert að hin haga hönd
iðnaðarmanna sjálfra komi
að þessari mikilsverðu smíði,
sem ekki verður komist hjá
að vinna ætlum við að
standast þær miklu breytingar
sem í sjónmáli eru.