Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1937, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1937, Blaðsíða 6
58 T í M A R I T V. I'. í. 19 3 7 Þá vék hann máli sinu að borunum á Reykjum og gerði þá fyrirspurn til fyrirlesara, hvort lil væru skýrslur um þau jarðlög á Reyk jum, sein borað hefði verið í gegnum. Ennfremur hvort rannsakað liefði verið ýtarlcga hvernig vatnið rynni, í sprungum eða eftir jarðlagi. Æskilegt væri að reynt yrði að fá nokkra hugmynd um vatnsmagn á Reykjum með valnsborðlækkunum í liorholum. Taldi hann auð- velt að framkvæma þá valnsborðslækkun, því statisk þrýsti borð vatnsins í liolunum lægi nolckru hærra en jarðyfirhorðið. Mætli smátt og smátt lækka þrýsti- línurnar og fá nokkra hugmynd um vatnsmagnið. Þareð þetta væri einkar áriðandi, vildi liann gera þá fyrirspurn til H. S. hvort slíkar vatnsborðslækkanir hafi farið fram. Kvað hann línurit þau, sem H. S. liefði lagt fram ekki vera næga sönnun þess að meira vatn sé þar fyrir hendi. Viðvikjandi eystri sprungunni, sem liann raunar liefði ekki heyrt um fyr, þá væri rétt að bora þar sem fyrst til að ganga úr skugga um hvort einnig þar væri vatnsmagn fyrir hendi, sem auka mætti með borunum. Með öðrum orðum, það sem rannsaka þarf, er: Stefna á neðanjarðar rennsli, hvaðan það kemur og hversu mikið vatnsmagn er fyrir hendi. Næsta atriði er hvort leggja skuli eina pipu til bæjarins eða tvær. Taldi liann eina pípu veita nægi- legt öryggi og benti i því sambandi á að vatnsveitur i slórborgum erlendis eru lagðar með einni aðfærslu- æð, þó vitað væri að fólkið myndi standa uppi gjör- samlega ráðþrota ef æðin hilaði; reynslan hefði þar sýnt, að tvær æðar eru ekki nauðsynlegar. Ilafi hann komið fram með þessa athugasemd í blaðagrein, en H. S. hafi svarað þvi til, að fólk geti ekki geymt hit- ann, eins og hægt er að geyma kalt vatn. Það væri að vísu rétt, en liinsvegar væri hægt að komast af með upphitun í bili með rafmagnsofnum, því aldrei myndu viðgerðir taka það langan tíma. Því næst vék ræðumaður að samanburði á hita- veitum frá Reykjum og Krísuvík. Niðurstaða H. S. væri sú að hitaveita frá Krísu- vík væri um 4 miljónum dýrari en Reykjaveitan. 1 blaðagrein eftir H. S. hefði þó munurinn á kostnað aráætlunum ekki verið nema um 2 miljónir. Þar sem niðurstaðan i fyrirlestrinum væri nýrri, yrði að ganga út frá að hún væri að dómi H. S. sú rétlari. Þá vék ræðuinaður máli sínu að hinni teknisku lilið virkjunarinnar. Bjóst hann við að fara mætti með kælingu í ofn- unum allt niður í stofuhila án þess að meðalhitastig lækkaði frá því sem ráðgert væri í áætlun hæjar- verkfræðings. Með því að nota yfirliitað valn þyrfti rúmlega 1001/sek. Ef hitastig frárennslisvatns er 45°, þarf 117 I/sek., en með kælingu í ofnum niður í 35° þarf um 105 I/sek. Virkjunin yrði þá þannig, að yfirhitað vatn, 135. stiga heitt yrði flutt til bæjarins, en þó að- eins i geymana. Þar vrði vatnið blandað, en ekki með köldu vatni, heldúr með frárennslisvatni og fengist þá 85°—95° heitt vatn frá geymunum. Þyrfti þá enga hitara í húsunum. Aukaleg útgjöld við bæjar- kerfið miðað við Reykjaveiluna, væri kostnaður við dælur og tvöfaldar leiðslur að nokkru leyti, en sú kosnaðaraukning yrði aldrei nein % milljón eins og II. S. hafi náðgert. Koslnaðarmun á aðfærsluæðum frá Krísuvík og Reykjum liafi H. Sig. áællað 1198.000 kr. Myndi hann aldrei leggja til að gerðar yrðu tvær pípur frá Krisuvík. Hvað öryggi viðvikur mætti benda á að leiðslur að einslökum húsum væru einfaldar, þann- ig að ef þar bilaði leiðsla, yrði liúsið hitalaust á með- an á viðgerð stendur. Einnig mætti benda á að við Laugaveituna er ekki nema ein aðfærsluæð. Öryggið má auka allverulega með betri og vandaðri einangr- nn. Ilví væri þá ekki ráðgerð ein pipa frá Reykjum í stað tveggja, eftir að liafa fengið þcssa reynslu. Heppilegasla pípuvídd fyrir Krisuvíkurveituna væri 300 mm. Með sömu einangrun, annað dytti sér ekki í hug, vrði hitatap 9°. Iliti vatnsins í Iírísuvík væri 144^ en komið í geymi í Reykjavík 135°. Þrýsti- tapið væri 6,7 mm/m lengdar og mólstaða því 214 m hrutto en 157 m netto, þ. e. þegar liæðarmismun- ur heggja staðanna hefir verið tekinn til greina. Þrýstitapið við Reykjaveituna væri 148 in; það væri því mjög svipað i báðum tilfellum. Sparnaður við að liafa aðeins eina pipu frá Krisu- vík næmi 1,4 milljónum. Við það að enga hilara þyrfti í húsin spöruðust 750.000 kr. Væri þá sparn- aður 2,150,00 kr., en það væri nálega sama og H. S. hefði áællað mismun á Krísuvíkurveitu og Reykja- veitunni. Hér við bættist kostnaður við dælur og leiðslur að geymunum fyrir 35°—45° frárennslis- vatn húsanna. Þar sem þrýstingurinn væri tekinn af og vatnið 95° Iieitt, yrði töluverður sparnaður þareð geymarnir þyrftu ekki að vera eins stórir. Áætlaði hann sparnað við það 135000 kr. Bæjarkerfi hefði H. Sig. talið 2 miljónum króna dýrara fyrir Krisuvíkurvatn en Reykjavatn. Kvaðst hann fullyrða að það væri ekki rétt. Þegar vatnið færi 95° lieilt frá geymunum, yrðu pipurnar grcnnri en ef vatnið færi 83° heitt frá geymunum, eins og ráð- gert er við Reykjaveitu. Af þessum ástæðum yrði hæjarkerfið alls ekki dýrara, en sennilega nokkru ódýrara. Að öllu þessu athuguðu verður árangurinn sá, að hitaveita frá Kristuvik, með einni pípu, verður um 200.000 kr. ódýrari en hitaveila frá Reykjum, eins og hún er áætluð af verkfræðingum bæjarins. Ræðumaður kvaðst að lokum vilja geta þess að hér væri um bráðabirgðatölur að ræða og áskildi hann sér rélt til að leiðrétta þær síðar, ef annað reyndist réttara.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.