Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1937, Blaðsíða 10
62
T í M A R I T V. F. í. 19 3 7
kennslustörf á vetrum, myndu þcir geía gefið sig
við þessum rannsóknum á sumrin.
Þá kvað hann nauðsynlegt að ríkisstjórnin léti
nota hor þann seni landið ætti, til rannsókna einnig.
Að lokum kvaðsl ræðumaður mundi hera fram
tillögu þess efnis, að kosin verði nefnd innan Verk-
fræðingafélagsins til að gera ályktanir um þetta efni.
Árni Pálsson. Rað um leyfi til að fá að gera
nokkrar fyrirspurnir, áður en H. S. fengi orðið til
að svara þeim, er talað hefðu á síðasta fundi.
í fyrsta lagi gerði liann þá fyrirspurn til fyrir-
lesarans, hvort talin liafi verið með öll verzlunar-
hús, þegar hitaþörf bæjarins hafi verið reiknuð úl.
Kvað hann fróðlegt að vita, hve mikill hluti hit-
ans færi til verzlunar- og skrifstofubygginga, lik-
lega væru það 10—20%. Ef heita vatnið að Reykj-
um revnist af skornum skammti, er eðlilegt að
láta verzlunarhús fyrst um sinn sitja á hakanum,
en láta ihúðir sitja að hitanum og ])að því frem-
ur, sem vafalaust verður hægt að sjá verzlunar-
liúsum fyrir hita á annan hátt, t. d. hita þau
ineð raforku, þar eð ganga má út frá þvi sem
vissu, að hin nýja Ljósafoss-stöð heri sig fljótlega
það vel, að þar verði bætt við þriðju vélasamsiæðu
og jafnvel hægt að ráðast í enn meiri stækkun,
áður en langt um líður. Þá verður hægt að láta
verzlunarhúsum næga raforku i té til hitunar við
það vægu verði, að raforkan geti keppl yið kol.
í öðru lagi gat ræðumaður þess, að i skýrslunni
er gengið út frá miðlun frá nóttu til dags, og spurð-
ist fyrir i samhandi við það, hvort rannsakaðir
liefðu verið möguleikar á miðlun til fleiri daga í
einu, t. d. þriggja, fjögurra daga eða þar vfir. Það er
algengt, að hörð frost, t. d. 10 st. og þar yfir, standa
aðeins fáa daga í einu og að á undan eru venju-
lega gengnir nokkrir frostdagar með lægra frosti,
sem oft er ekki meira en það, að nokkuð heitt vatn
er aflögu, er safna mætti þá saman og nota þcgar
frostið er orðið það mikið, að heita vatnið, sem
fyrir hendi er, nægir ekki til að hita bæinn. Geri
þá ráð fyrir, að hvenær sem hitastig að vetri til
fer niður í 0°, sé þess vandlega gætt, að taka til
að safna og geyma það vatn, sem afgangs er og
ef þá jafnframt er tekin til notkunar öll næturraf-
orka frá Ljósafossi og auk þess umframorka, sem
til er á daginn, þá virðist á þann hátt mega safna
á 2—3 dögum álitlegum hilaforða, er miðla mætti
af í nokkra daga, er frost verður það mikið, að
heita vatnið 160 lítr./sek. nægir ekki. Ef miðla þarf
t. d. 30 lítr. í 14 tíma á sólarhring í 3—4 sólar-
hringa, þyrfti til þess 5—6000 tonna geyma. Oft eru
engin vandkvæði á því, að safna þeim vatnsforða
saman á einum sólarhring og ef safnað er í tvo
til þrjá sólarhringa, jafnframt með notkun raforku,
má fá margfalt meiri vatnsforða; en þá þarf líka
stærri vatnsgeyma. Ódýrir og liagkvæmir gevmar
til vatnsmiðlunar, eru því hér eilt hið þýðingar-
mesta atriði, því að með þeim má lil stórra muna
auka uotagildi vatnsins.
Viðvíkjandi borunum gjörði ræðumaður nokkr-
ar fyrirspurnir. Kvaðst hann ganga út frá að hit-
i/m hafi verið mældur i borholunum i mismunandi
dýpi, enda þótt vatn streymi ekki upp. Benti hann
á, að á jarðhitasvæðum væru oft jarðlög, sem hefðu
svo mikinn liita, að til greina kæmi að binda hann,
t. d. með því að veita vatni inn á svæðið og nota
hita þessara jarðlaga til að hita vatnið upp. Jarð-
hilasvæðið væri þá fyrst fullnotað, þegar auk þess
heita vatns, sem fengizt hefir með fullnaðarhor-
unuin, hefir verið bundinn liiti heilra jarðlaga og
loks þegar einnig hefir verið notuð orka þeirrar
gufu, sem þar kann að vera.
Það má vel húast við að vatnið, sem úr borhol-
unum kemur sé yfirborðsvatn og má vera, að það
sé að miklu leyti komið frá því geografiska að-
rennslissvæði og þeim nálægustu svæðum, sem að
því liggja. Ef svo er, má búast við að aðeins fáisl
viss fastur lítrafjöldi úr borholunum, hversu marg-
ar sem þær verða og hversu mikill sem jarðhit-
inn á sjálfu jarðhitasvæðinu kann að vera. Ef þá
er þar um þurrar, lieilar borholur að ræða, virð-
ist óneitanlega liggja nærri að binda hita jarðlaga,
með þvi að veila vatni inn á þau.
Kvað ræðumaður fróðlegt að vita, hvort mæling-
ar á jarðhita hafi verið gerðar í holunum og ut-
an þeirra á víð og dreif um jarðhitasvæðið, svo
ganga megi úr skugga um, hversu mikið hitamagn
er fyrir hendi, bæði í heitu vatni og lieitum jarð-
lögum, þvi þegar virkja á jarðhita, verður það eitt
af grundvallaratriðunum, að fá sem fyllsta vit-
neskju um hitamagnið, sem fvrir hendi er.
Hagnýting frárennslisvatnsins er mikið viðfangs-
efni, sem vonandi lekst með tímanum að leysa.
Flesta daga ársins myndi meiri hluti hitaorkunnar
vera ónotaður, því við 0° hita þarf aðeins tæpan
helming þess vatns, sem nægir öllum hænum í 10°
frosti; verður þá flesta daga liðugur helmingur
allrar orku ónotuð og mundi það jafnvel svara til
nokkurra tuga þúsunda kílówatta. Það væri æski-
legt, að geta notað hitann, t. d. í iðnaði, og þá náð
honum heint úr heita vatninu; slíkan iðnað er nú
ef til vill ekki hlaupið að því að finna og væri
þá hugsanlegt að hrevta hitanum í annað orku-
form, sem auðveldara er að selja, t. d. raforku,
og þó að á þann hátt tækist ekki að nýta nema
litið brot af hitaorkunni, gæti þá orðið um fleiri
þúsund kílówött að ræða. Getur slik stöð lagt mun
meiri orku til en þá, sem þarf til að knýja dælur
þrýstivatnsleiðslu. Hún getur starfað mestallan árs-
ins hring, nema rétt aðeins 10—20 frostmestu dag-
ana. Má ná ágætri hagnýtingu með því að láta hana