Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1937, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 15.12.1937, Blaðsíða 17
T í M A R I T V.F.Í. 1 9 3 7. 69 arstöð, að liana mætti auka til þess að taka að sér liitaþörfina í aftaka kuldum, sem fyrir koma með margra ára millibili. í jan.—fehr. 1918 hefði verið liér 20—25° frost á hverjum xnorgni í einar 3 vikur samfleytt. Væri gerl ráð fyrir, að slikur frostakafli kæmi nú aftur í vetur, þá hafa liðið 20 ár síðan samskonar kafli var síðast. Væri hita- veitunni ætlað að sjá fyrir þessari hitaþörf einn- ig, hefðu litrarnir, sem til þess liefði þurft, átt að renna ónotaðir i 20 ár samfleytt, og síðan aðeins notaðir í 3 vikur. Þótt kostnaðurinn við hjálp- arstöð, sem taka ætti á sig hitaþörfina svona sjald- an, yrði án efa minni en með heila vatninu, þá yrði hann þó einnig nokkur þegar um svo litla notkun væri að ræða. Þess vegna væri það mikils- vert atriði í þessu samhandi, livort eigi sé unnt að auka afköst hitaveitunnar um stundarsakir, með því að dæla köldu vatni niður í borholur og láta jörðina hita það upp,’ eða dæla örara upp úr lxol- unum. Þá nefndi hann aftur húsnæðisskýrslurnar, og sagðist út frá talningunni 1928 liafa giskað á, að 30—40% af íbúðum í Reykjavík væru miðstöðvar- lausar, en þetta hefði nokkra þýðingu i sambandi við notkun heita vatnsins, af því, að þegar lagt verður í þessar íhúðir, er liægt að ráða gerð þeirra miðstöðva, sem þar eru nolaðar, þannig að þær henti betur hitaveitunni, en þær miðstöðvar, sem fyrir eru í bænum, og geti því notað vatnið miklu lengra niður, allt niður i 20°. í áætluninni er reiknað út, að það svari kostn- aði fvrir húseiganda, að stækka miðstöðvarofnana, ef mælar eru notaðii-, þá ætti það að vera enn betra að miða við hina stóru ofnfleti, þegar nýj- ar miðstöðvar cru lagðar. Það væri sérstök ástæða, að gera reglugjörð um miðstöðvar, þannig að þær hentuðu bezt hitun með þessu heita vatni, þá kemst hvert hús af með minnst vatn, og verður það hagur bæði liúseig- anda og hitaveilu. Það væri einnig sérstök ástæða til þess að atlmga hitunaraðferðina í húsum liér nánara, því að rannsóknir, scm gerðar hafa verið á síðari tímum, hafa sýnt það, að venjuleg mið- stöðvarhitun er ekki eins þægileg og lioll og hún gæti verið. Eins og kunnugt er, eru ofnarnir núna hafðir neðan lil í lierbergjunum, og loftið liitað upp með því að láta það streyma upp með ofnunum, loft- ið hitar svo upp aftur á sama hátt, með því að slreyma um lierhergið, og þá, sem í því eru. Jafn- vel þótt liitastigið sé 20—22° C, er ekki meir en svo, að fólk, sem heldur kyrru fyrir, hafi nægan liita á þennan hátt. Loftstraumurinn hefir, auk þess, ýmsa ókosti; verkar stundum sem óþægileg- ur súgur, og flytur með sér ryk. Við rannsóknir á beztu Iiitunarskilyi'ðum, liefir komið í ljós, að mönnum liður betur, ef nokkur liluti hitunarinn- ar er geislaliitun, en loftstraumshitunin að sama skapi minni, og þarf lofthitinn ekki að verða nema 14—16° og hitunin getur þó orðið þægilegri en ein- tóm lóftstraumshitun. En þá er einriig um vatns- sparnað frá hitaveitunni að ræða, eða að minnsta kosli möguleika á að nota vatn við lægra hitastig. Við þessar hitunaraðferðir eru ofnarnir settir of- an til í herbergin, oft í loftin, sem eru nægilega stór til þess, að fá megi stóra liitafleti með lágu hitastigi. Væri í rauninni full ástæða til þess, að félagið beitti sér fyrir því, að fá sérstakan fyrir- lestur fluttan um þessar rannsóknir á upphitnn lnisa og lýsingu á þessum nýju hitunaraðferðum. Að endingu kvaðst liann vilja vekja athygli á því, sem Þorkell Þorkelsson hefði sagt, um þörf- ina á auknum rannsóknum á liverum og laugum og sérstaklega þar, sem farið væri að liagnýta liit- un eða verið væri að því, og taldi, að ekki þvrfti að lala frekar fvrir tillögu, sem liann hefði nefnt á siðasta fundi, og sem hann mvndi hera hér upp á eftir, að félagið reyndi að heita sér fvrir því, að meiri rannsóknir yrði gerðar um jarðhitann hér á landi, en verið hefði. Benedikt Grcndal fór nokkrum orðum urn sam- anburð á Revkjum og Krísuvik, en dvaldi þó að- allega við hitaþörf bæjarins og hve mikið væri hægt að nota af hitamagni vatnsins. Ernil Jónsson gerði enn ýtarlegri samanburð á Reykjum og Krísuvík og færði enn á ný rök að því, að nægilegt væri að hafa eina aðfærzluæð. Nokkrir fleiri fundarmenn tóku til máls, en höfðu aðeins örstuttar athugasemdir fram að hera. Þá las fundarstjóri upp svohljóðandi tillögu, er komið hafði frá Steingrími Jónssyni. „Verkfræðingafélag íslands álvktar að kjósa 5 manna nefnd, til þess að koma fram með á- lyktun og tillögui*, er stutt geti að því, að ýtar- legar og almennar rannsóknir yrðu gerðar á hverasvæðum, enda verði sú ályktun eða til- lögur ræddar á félagsfundi.“ Um tillöguna urðu mjög litlar umræður, enda voru flestir henni meðmæltir. Var tillagan því næst horin undir atkvæði og samþykkt með 29 samhljóða atkvæðum. 1 nefndina voru kosnir þeir: Þoi*kell Þorkels- son, Emil Jónsson, Helgi Sigurðsson, Steingrímur Jónsson og Benedikt Gröndal. Fleira var ekki tekið fj'rir, og fundi slitið kl. 1 eftir miðnætti.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.