Mjölnir


Mjölnir - 10.11.1943, Síða 2

Mjölnir - 10.11.1943, Síða 2
2 MJÖLNIR 4 TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið nýtt hámarksverð á föstu fæði og ein- stökum máltíðum sem hér segir: I. Fullt fæði karla ..... kr. 315,00 á mánuði Fullt fæði kvenna ...... kr. 295,00 á mánuði II. Einstakar máltíðir Kjötréttur .:................ kr. 4,00 Kjötmáltíð (tvíréttuð) ...... kr. 5,00 22. október 1943. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og með Reykjavík, 20. október 1943. VERÐLAGSTJÖRINN. Fjárlagafrumvarpið. Tekjumar. Meiri hluti nei'ndarinnar liefur ekki viljað hækka tekjurnar samkv. 2. gr. frv. nema uni 18,650.000 kr. og af þeirri upphæð er þó raunveruleg tekjuhækkun ekki nema 10.950.000 en 7,700.00 er liækkun vegna formsbreyt- inga. Við leggjum hins vegar til, að tekjuáætlun samkv. 2. gr. hækki um 31.150,000 kr., en af þeirri hækkun er vegna formsbreytinga 8.700,00 og raun veruleO hækkun því ekki nema 22.450. 00 kr. Við leggjum því til, að tekju- áætlun samkv. 2. gr. liækki raunveru- lega (án formshreytinganna) um 11,5 millj. kr. meir en meiri hlutinn leggur til. Ágreiningur okkar er aðeins um 4 liði i þessari grein, og skai nú nánar vikið að hverjum um sig. 1. Tekju- og eignaskattur er áætl- aður af meiri lilutanum 19,5 millj. en við leggjum til, að hann verði á- ætlaður 21 millj. 1 ár er liann álagður 22 millj. og virðist ástæðulaust að búast við þvi, að tekjur á þessu ári séu neitt lægri en þær voru •#.]. ár. 2. Stríðsgróðaskatturinn er áætl- aður af meiri hlutanum 12 millj. kr., en við leggjum til, að hann verði á- ætlaður 14 millj. I ár er liann átagður 14 millj. og gilclir því það sama um hann, að okkar áliti, og um tekju- og eignaskattinn. 3. Vörumagnstollur er áætlaður af meiri hlutanum 8 mittj. kr. en við leggjum til, að liann verði áætlaður 9 millj. kr. Vörumagnstollurinn reynd- ist árið 1942 9.420,00, og í ár mun hann reynast 9,6—10 millj. eftir því, sem hezt verður séð. 4. Verðtolturinn er áætlaður af meiri hlutanum 30.000,000 kr. en við viljum áætla hann 38 millj. Árið 1942 reyndist verðtollurinn 39.387,00 og 1. okt. í ár var hann jafnhár og á sama tíma í fyrra. Altar líkur henda því til þess, að hann muni verða svipaður í ár og s.I. ár. Breytingatillögu meiri hluta nefnd- arinnar við aðra liði þessarar greinar erum við samþykkir. Tekjuáætlun samkv. 3. gr. leggjum við til að hækka um kr. 11,693,412 frá frv. eða um 10,200,00 meir en meiri hlutinn hefur fallizt á. Ágreiningur okkar við meiri hlutann í þessu tilfelli er nær eingöngu vegna þess, að meiri hlutinn vill ekki, að svo komnu máli, taka með í tillögur sínar tekjuauka áfengis- og tóbaks- verzlunarinnar, sem fram kemur vegna hinnar nýju verðhækkana hjá þessum stofnunum, en meiri hlutinn tekur í sínar till. aðeins þann hagnað þessara síofnana, sem yrði með því verðlagi lijá stofnunum, sem gilti fyrr á þessu ári. Við getum hins vegar engan veginn fallizt á að taka aðeins liluta af hagnaði stofnananna og miða við verðlag, sem liðið er Iijá, en telj- um óhjákvæmilegt að miða við nú- gildandi verðlag og áætla allar tekjurn ar. Samtals leggjum við því til, að tekjur samkv. frumv. (2. og3. gr.) verði áætlaðar 22,7 millj. kr. hærri en meiri hlutinn hefur fallizt á og 42.843,412 hærri en frumv. gerir ráð fyrir. Gjöldin. 12. gr. Við þessa grein herum við fram 3. breytingartillöguna, sem við höfum ekki getað orðið meiri hlut- anuin samferða með. Við leggjum til, að veittar verði 500.000 kr. til bygging- ar læknisbústaða og sjúkraskýla, en meiri hluti nefndarinnar vildi aðeins veita 250.000 kr. Samkv. skýrstu landtæknis er ým- ist verið að byggja eða standa fyrir dyrum slíkar byggingar á 17 stöðum. Er því tjóst mál, að ef sinna á þess- um mörgu aðilum svo nokkru nemi þá er 500.000 kr. sízt of liá upphæð, og þótt svo færi, að ekki yrði hægt að koma öllum þessum framkvæmd- um á stað strax, þá virðist okkur, að sízt sé minni þörf eða ástæða til að leggja til hliðar nokkurt fé í þessu skyni en til margs annars, sem nú er lagt fé til hliðar fyrir. Þá leggjum við til, að veitt verði til byggingar sjúkrahúss á Akureyri 500.000 kr. en meiri hlutinn hefur samþykkt 200 þús. kr. Þriðja tillaga okkar við þessa grein er um að gera sjúkrahúsum á Siglu- firðjpog Vestmannaeyjum jafnhátt undir höfði og sjúkrahúsunum á Akureyri, Isafirði og Seyðisfirði og hækka jafnframt nokkuð rekstrarstyrk inn til allra húsanna. 14. gr. Við þessa grein geruin við nokkrar breytingatillögur og eru þess- ar helztar: 1. Styrkurinn lil Verzlunarskóla Is- lands verði hækkaður úr 25 þús. kr. í 60 þús. kr. Verzlunarskólinn hefur lengi haft jafnháan rekstrarstyrk og Samvinnuskólinn, þrátt fyrir það, að Verzlunarskólinn hafi 5—6 sinnum fleiri nemendur og sé nú 6 ára skóli með rétt fil að útskrifa stúdenta. Við teljum þetta óeðlilegt og í ósamræmi við styrkveitingu til allra skóla lands- ins en meiri hlutinn hefur ekki viljað fallazt á till. okkar 2. Til byggingar tmrnaskóla utan kaupstaða hefur meiri liluti nefndar- innar lagt til að veita 400 þús. kr., en við leggjum til, að veittar verði 750 þús. kr. Samkv. hréfi fræðslumála- stjóra er farið fram á 750 þús. kr, í þessu skyni, og segir þar, að ef sinna eigi þeim stöðum, sem þegar hafi byrjað á framkvæmdum, og þeim, er pantað hafa efni og ákveðið hafa að hefja framkvæmdir á næsta ári, þá veiti ekki af þessari upphæð. Auk þess getur fræðslumálastjórinn að 12 skólahverfi önnur hafi mikið talað um framkvæmdir og ýmis þeirra hafi lagt í sjóði til skólabygginga og sum mikið. Þó að veittar séu 750 þús. verður ekki hægt að sinna þessum 12. 3. Byggingarkostnaður húsmæðra- skóla í sveitum leggjum við til að á- ætlaður verði 500 þús. kr. og auk þess byggingarkostnaður til húsmæðra skóla Árnýjar Filippusdóttur 20 þús. kr. en meiri hluti nefndarinnar sam- þykkti 340 þús. kr. og þar af til Ár- nýjar 10 þús. kr. — Samkvæmt upp- lýsingum, sein fyrir Jiggja, er aðal- lega þörf á byggingarstyrkjum til þriggja húsmæðraskóla í sveitum: að Hallormsstað, í Borgarfirði og að Laugarvatni. 4. Til íþróttasjóðs leggjum við til að veittar verði 650 þús. kr. eins og í- þróttanefnd ríkisins hefur farið fram á, en meiri hluti nefndarinnar liefur hins vegar ekki viljað samþykkja nema 450 þús. kr. Nú standa yfir miklar framkvæmdir á vegum íþrótta- sjóðs víðs vegar um allt land, svo sem sundlaugabyggingar, leikvalla- gerðir og bygging íþróttahúss og telj- um við, að nauðsynlegt sé samkv. rök- stucldu áliti íþróttanefndar að verða að fullu við beiðni hennar. 15. gr. Við þessa grein berum við fram 2. breytingartillögu, sem meiri- hluti nefndarinnar hefur ekki getað fallizt á. önnur er, að bókakaupa- styrkurinn til Landsbókasafnsins verði liækkaður í 100 þús. kr„ en hin er að framlag til skálda, rithöfunda og listamanna verði hækkað um þriðj- ung, eða um 150 þús. kr. 16. gr. Við leggjum tit, að í þessa grein komi tveir nýir liðir, annar með verulega fjárveitingu til nýsköp- unar í tandbúnaði, 4 millj. kr. en liinn með 10 millj. til nýbyggingar fiskiskipa. Það er viðurkennt af öllum, að ó- hjákvæmilegt sé að gera veruleg á- tök til þess að koma á bættu skipu- lagi til landbúnaðarframleiðslu okkar, en hins vegar öllum ljóst, að slík stór átök um breytta framleiðsluhætti komi ekki til greina nema með miklu fjár- framlagi frá ríkisins hálfu. Sama er að segja um endurnýjun fiskiskipanna. Vonlaust er að sú endurnýjun fari fram án verulegs stuðnings frá hendi hins opinbera. Við álítuin, að ekki megi seinna verða en á næsta ári, að ríkið leggi fram fé í þessu augnamiði. 17. gr. Við þessa gr. berum við fram breytingartillögu, sem meiri lilutinn gat ekki'fallizt á, um að hækka styrk- inn til slysavarna í 100 þús. kr. Slysavörnum okkar er í svo mörg- um efnum áfátt, að vér teljum þann styrk, sem ríkið hefur veitt til þessara mála, lítt sæmandi. Auk þess flytjum við á þessari grein till. um, að hluti sveitarfélaga af stríðs- gróðaskatti verði áætlaður 7 millj. en það er í samræmi við till. okkar um heildarupphæð skattsins og skiptingu hans samkv. lögum. 20 gr. Við þessa gr. flytjum við breytingártill. um að verja til vita- bygginga 700 þús. kr. í stað 350 þús. sem ineiri hluti nefndarinnar hefur samþykkt. Teljum við, að framlag þetta sé þó mikils til of lágt. Að öðru leyti en að framan greinir munum við fylgja tillögum meiri liluta nefndarinnar með örfáum undantekn- ingum. Þó áskiljum við okkur rétt til að fylgja breytingartillögum, sem fram kunna að koma. Samkvæmt þessu hækka fjárlögin tekjumegin um kr. 42.843,412,kr. eða 22,7 millj. meira en í tillögum meiri hlutans og gjaldmegin um kr. 34.156, 972, eða kr. 16, 962,750 meira en í tillögum meiri hlutans. Alþingi,2. nóv. 1943 Þóroddur Guðmundsson, frsm. Lúðvík Jósefsson. Verkakvennafélagið BRYNJA hefur ákveðið að halda hluta- veltu næsta sunnudag. Að vísu eru búnar að vera margar hlutaveltur undanfarið, en það væri illa gert að láta það bitna á konunum, sem hafa ötullega hjálpað til við hinar. Konurnar eiga það sannarlega skilið, að menn bregðist vel við og styrki félag þeirra, sem er ungt og fátækt þótt það sé ríkt af á- huga og öðrum til fyrirmyndar um starfsemi. ★ * ý- 4

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.