Mjölnir - 10.11.1943, Síða 4
6. árgangur
Miðvikudaginn 10. nðv. 1043
og öðrum vélahersveitum.
Þegar hernaðarsaga þessara ára
verður skrifuð og bardögunum við
Moskva, Stalíngrad, Taganrog,
og Desnafljót lýst, þá mun verða
farið lofsorðum um hyggni Stalíns
og glöggskygni, að hann skyldi
gefa réttan gaum að riddaraliðinu
sem mikilvægum þætti hersins,
jafnvel á þessum dögum bryn-
varðra og vélknúinna hergagna.
NÝKOMIÐ:
Herrasokkar m. teg.
Axlabönd
Kuldahúfur
Herravesti, 2 geröir
Flibbar
Herrafrakkar, alullar o.
m. fl.
Vefnaðarvörudeild
Kartöfl-
urnar
eru komnar
Kjötbúð Siglufjarðar
Tekjur og gjöld ríkissjóðs
til septemberloka 1943.
Nýlega hefur verið birt yfirlit
fjármálaráðuneytisins yfir tekjur
og gjöld ríkissjóðs frá áramótum
til septemberloka.
Samkvæmt því hafa tekjur ríkis-
sjóðs á þessu tímabili numið 47,5
millj. en gjöld 50,9 millj. króna.
Á sama tíma í fyrra námu tekj-
uraar 39,2 millj. og gjöldin 30,6
milljónum.
Af einstökum tekjuliðum má
nefna: Verðtollur 23,2 millj. kr.
vörumagnstollur 7,1 millj. mann-
talsbókargjald 7,4 millj., útflutn.-
gjald 2, 2 millj., bifreiða og benzín-
skattúr 1,2 millj. og stimpilgjald
1,2 millj.
Björn Austræni strandar
Björn Austræni fór frá Siglu-
firði þ. 5- þ. m. á leið til Akureyrar
Skipið fór héðan kl. 1,30 um nótt-
ina. Kl. 4 strandaði það að
Fossvík rétt norður af Þyrsk-
lingagnmni við Gjögra. Mann-
björg varð og komust þeir til Þor-
geirsfjarðar. Björgunarskútan
Sæbjörg brá við og fór austur og
kom svo liingað til Siglufjarðar
með mennina.
Mikið dimmviðri var þegar skip-
ið strandaði.
Þetta er eftir frásögn Eyþórs
Hallssonar, skipstjóra, en meira
gat hann ekki sagt vegna þess, að
sjóréttarprófum var ekki lokið.
Hófust þau kl. 4 í gær.
NÆR OG FJÆR
• SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLU-
FJARÐAR minntist afmælis rúss-
nesku verkalýðsbyltingarinnar 7.
nóv. með kaffikvöldi s.l. sunnu-
dagskvöld. Skemmtu menn -sér hið
bezta við ræðuhöld, upplestur,
kvikmyndasýningu o. fl. Fór kvöld
ið hið bezta fram.
• SVO SEM SKÝRT hefur verið
frá í öðrum blöðum hér,. bauð
höfuðsmaður úr Bandaríkjahern-
um, Ragnar Stefánsson, siglfirzk-
um blaðamönnum til kvöldverðar
í Gildas'.álanum s. 1- miðvikudags-
kvöld. Ragnar er fæddur hér á
landi, á Seyðisfirði, en fluttist
vestur um haf barn að aldri. Tungu
sinni hefur hann þó ekki gleymt
og talar góða íslenzku. Ræddi
hann við blaðamennina um ýmis-
legt varðandi samvinnu blaðanna
og heryfirvaldanna og lét hann
vel yfir henni. Taldi hann, að ef
blöð vestra fylgdu eins vel reglum
þeim, sem þurft hefur að setja
um fréttaflutning og annað vegna
stríðsins, eins og blöð hérna, þá
væri vel. Hét hann því að láta
blöðunum í té þá aðstoð, sem hægt
væri. Þetta var hin ánægjulegasta
kvöldstund og kom þar glöggt í
ljós, að þessir menn, sem öðru
hvoru eru í hárinu hverjir á öðr-
um eiga mörg sameiginleg áhuga-
mál.
Til Siglfirðings.
Vill ritstjóri Siglfirðings gjöra
svo vel og bera saman atkvæða-
tölur sósíalista á atvinnuleysis-
tímanum t- d. 1934 og svo 20. okt.
1942 eftir að flestir höfðu haft
atvinnu um nokkurt skeið og sæmi
leg peningaráð. Hann gæti líka bor
ið saman atkvæðatölur Sjálfstæðis
flokksins frá sama tíma. Kannski
gæti hann þá séð hverjir það eru,
sem græða og hverjir tapa á vel-
megun fólksins.
TILKVNIMING
Með skýrskotun til auglýsingar, dags. 2. apríl 1943, inn hámarks-
verð og hámarksálagningu á greiðasölu, og tilkynningar, dags. 5. okt.
1943, um hámarksverð á öiföngum, tilkynnist hlutaðeigandi aðilum
hér með, að Viðskiptaráðið hefur ákveðið, að til viðbótar liinu aug-
lýsta hámarksverði á ölföngum og gosdrykkjum, sé greiðasölum utan
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar lieimilt að bæta við verð hverrar flösku
áfölhuun flutningskostnaði, þó ekki hærri en hér segir:
1. I Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu 10 aurar
2. í Rangárvallarsýslu og Vestur-Skaptafellssýslu 20 aurar
3. a) A Akranesi og Borgarnesi 20 aurar
b) Á öðrum höfnum um land allt 40 aurar
Á öðrum stöðum utan hafna í 3. lið má bæta við allt að 10 aurum á
flösku, vegna flutningskostnaðar á landi auk flutningskostnaðar á skipi
til næstu hafnar samkvæmt 3. lið.
Með tilkynningu þessari er úr gildi fallin tilkynning frá 19. apríl
1943 um sama efni.
Ákvæði tilkynningar þessarar ganga I gildi frá og með 6. nóv. 1943.
Reykjavík, 3. nóv. 1943.
Verðlagsstjórinn.
TILKYNNING
Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á rjúpum til
neytenda:
Ó'liamflettar .................... Kr. 3,75 fuglinn
Hamflettar ......................... — 4,00 fuglinn
Hamflettar og spikdregnar.............— 4,50 fuglinn
Ákvæði þessi koma til framkvæmda frá og með 1. nóvember 1943
Reykjavík, 29. október 1943
VERÐLAGSSTJÓRINN
R £ I K N I N G A R
Siglufjarðarliaupstaðar — bæjarsjóðs, vatnsveitu, rafveitu, hafnar-
sjóðs, mjólkurbús og sjúkrahúss — fyrir árið 1942, svo og efnahags-
reikningar þann 31.des. 1942, hggja frammi — almenningi til sýnis —
á bæjarskrifstofunni næstu tvær vikur.
Siglufirði, 1. nóvember 1943
BÆJARSTJÓRI
MUNIÐ ÞJÓÐVILJASÖFNUNINA!