Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1944, Page 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1944, Page 3
TlMARIT V.F.I. 1944 2. hefti. Endurreisn lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. Forsjónin og náttúran hafa markað íslenzku þjóðinni einbýli, fjarri öðrum þjóðum. Landnáms- mennirnir kusu sér þetta hlutskipti, og afkomendur þeirra undu jafnan illa erlendu valdi á Islandi, eftir að þeir misstu sjálfsforræði sitt. Nú er lsland að öllu lei/li laust úr tengslum við erlent vald, og mun hver sannur íslendingur fagna því og þái jafnframt eflast til dáða og þjóðarmetnaðar, því að allir vit- um vér, að vandi fglgir vegsemd hverri. Þótt vér mí höfum slitið stjórnfarslegu sambandi við danska ríkið, munu Islendingar gfirleitt óska þess, að framvegis, eins og hingað til, megi haidast vináttu- og viðskiptasamband við dönsku þjóð- ina og aðrar frændþjóðir vorar á Norðurlöndum. Þær eru Islendingum skgldastar að menningu og félagslegri þróun, og hjá þeim, og þá sérstaklega lijá hinni gagnmenntuðu dönsku þjóð, hafa islenzkir stúdentar og fræðimenn notið menntunar á liðnum öldum, og á síðastliðnum 25 árum hafa íslendingar tekið þátt í norrænni samvinnu, setið mörg norræn mót hjá öllum frændþjóðugum í góðum fagnaði og notið gestrisni þeirra. Á þessum merku tímamótum í sögu landsins ber að minnast þessa með þakklæti og því trausti, að þetta vináttusamband við altar frændþjóðirnnr megi haldast. íslenzka þjóðin hefir ekki ráð á að missa nokkra þjóð úr vinahópnum og þá allru sizt þær, sem nátengdastar hafa verið. Verkfræðingafélagi íslands er skglt að færa þakkir öllum þeim teknisku háskólum erlendis, sem hafa veitt íslenzkum verkfræðingum fræðslu og menntun og þái fgrst og fremst Danmarks tekniske Höjskole, þar sem <S af hverjum 10 íslenzkra verkfræðinga lmfa stundað nám. Þegar kennsla í verk- fræði var hafin i háskóla íslands haustið 19í0, var Danmarks tekniske Höjskole tekinn til fgrirmgnd- ar, og óskum vér þess og vonum að geta framvegis notið forgöngu þessa virðulega, gamla verkfræði- skóla. Norræn og þgzk tækni hafa setl sinn svip á þau mannvirki, sem reist hafa verið hér á Is- landi. Eins og búast má við hjá fámennri þjóð, eru þau öll gerð af fátækt, en þó eru mörg þeirra þjóðinni til sóma. Á þrem síðustu áratugunum hafa verklegar framkvæmdir verið meiri hér á lslandi, en á öllum liðnum öldum frd bgggð landsins. Að baki eru þó aðeins fgrstu sporin í áittiua til þess að ngtja að fullu landið og sjóinn kring um Island. Orkulindir landsins eru miklar. Vér getum veitt Ijósi, hita og vinnuafli um allt landið. Vitað er, að í fallvötnum íslands eru gegmdar meira en 3 milljónir hestafla af nýtanlegri orku, en enginn getur gert sér grein fgrir, hve mikla orku má nýta úr hita vatns og gufu úr jörðu, og enginn veit, hver fjársjóður til iðnaðar kann að vera fólginn í fjöllum Is- lands og gróðri. Vér eigum að keppa að því að verða siglinga- og iðnaðarþjóð, en skipaflotinn er ennþá litill, hafnarmannvirkin fá og ófullkomin, og iðnrekstur í landinu aðeins á byrjunarstigi. — Vér erum skammt á veg komnir með samgöngutæki á landi, sjó og i lofti, og síðast en ekki sizt, það er enn eftir að græða og klæða landið. Ilér hefir aðeins verið bent á örfái af þeim verkefnum, sem bíða úrlausnar á komandi árum. Það er mikið starf fgrir alla þjóðina, og þar verða islenzkir verkfræðingar að hafa forgöngu. íslend- ingar, og þeir einir, eiga að vinna þessi verk. Allar framkvæmdir i landinu grðu fánýtar fgrir íslend- inga, ef þeir glötiiðu þjóðerni sínu og sjálfstæði. — Þess vegna verðum vér allir að halda vörð um sjálfstæði landsins. um íslenzka tungu og is- lenzkt þjóðerni og hlgnna að öllu því, sem vex til ngtja og prýði í íslenzkri mold og islenzku þjóðlifi. Ef vér rækjum allir þær skgldur, getur íslenzka þjóðin í öruggu trausti um góða framtíð lagt upp i nýjan áfanga til meiri þroska og menningar. F i n n b o g i IL Þ o r v a I d s s o n.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.