Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.07.1944, Side 17
TIMARIT V.F.I. 194 4
31
skráðir vcrða frá skólanum, hafi öðlazt ckki minni bók-
lega þckkingu en verkfræðihgar frá verkfræðiháskólum
á Nórðurlöndum og í Þýzkalandi, enda verða þeir stú-
dcntar, s.em leggja stund á þær sérgreinar verkfræðinnar,
þar sem krafizt er sérstaklega verklegs náms, framvegis
cins og hingað til að stunda sérnám sitt við erlenda há-
skóla.
Skemmsti námstími i verkfræði við Háskóla íslands
hcfur verið ákveðinn \'/i—5 ár, þar af 2 ár án sumarleyfis,
og er þá náminu hraðað svo, að aðeins nemendur, sem liafa
góða námshæfilcika og' stunda námið af mikilli kostgæfni,
geta lokið þvi á svo skömmum tiina. Meiri afkasta má ekki
vænta, þótt nemcndur stuiuli verkfræðinám við aðra há-
skóla.
Samkvæmt þessu telur fundurinn, að framvegis eins og
hingað til eigi þeir einir að hafa réftt til þess að kalla sig
verkfræðinga, sem lokið hafa verkfræðinámi við viður-
kcnndan háskóla, þar sem skemmsti námstimi er 4 ár, og
þá að loknu almennu námi, er jafngildi íslenzku stúdents-
prófi,““
Stjórn V.F.f. hefur orðið sammála um að ieita enn frem-
ur álits félagsfundar um þetta mál á vetri komandi. En
þess er að vænta, að allir verkfræðingar geti orðið sam-
mála Háskóla fslands um það, „að ekki beri að draga úr
þeim kröfum, sem gerðar hafa verið urn bóklegt og verk-
legt nám þeirra manna, sem samkvæmt lögum hafa rétt
til að kalla sig verkfræðinga,“ enda hefur sams konar álit
oft komið fram í félaginu, einkum í sambandi við um-
ræður og ummæli um kennslu í verkfræði hér á landi.
Væri æskilegt, ef flciri verkfræðingar vildu láta tímarit-
inu i té álit sitt á J)essu máli, svo að hægt sé að ræða það
nokkuð áður en til fundar kemur.
J. E. V.
Frumvarp til laga unr samkeppni
um hugmyndir að mannvirkjum.
Fyrir haustþinginu 1943 lá frumvarp til laga um sam-
keppni um hugmyndir að mannvirkjum. Var frumvarpið
i sjö greinum svohljóðandi:
1. gr. — Samkeppni skal fara fram um hugmyndir, frum-
áætlanir og frumuppdrætti að meiri háttar opinberum
byggingum cg mannvirkjum, ef ástæða þykir til, hvort sem
J)ær eru reistar af ríkinu, bæjar- eða sveitarfélögum eða al'
oðrum aðiljum, sem njóta styrks af opinberu fé til fram-
kvæmdanna. <
* 2. gr. — Hver sá, sem vill láta reisa byggingu eða jnann-
virki, sem um getur í 1. gr., skal leita úrskurðar sérstakr-
ar nefndar um það, hvort ástæða sé lil þess að láta sam-
keppni fara fram samkv. 1. gr.
Ríkisstjórnin skipar nefnd þessa til eins árs i senn. f
henni ciga sæti þrir menn og jafnmargir til vara, formaður
tilnefndur af rikisstjórninni, en hinir tveir tilnefndir af
stéttarfélögum húsameistara og verkfræðinga. Varamenn
skulu tilnefndir á sama hátt. Kostnaður við störf nefndar-
innar og þóknun nefndarmanna greiðist úr rikissjóði.
3. gr. — Þcgar ákveðið hefir verið, að samkeppni skuli
fara fram samkv. 1. gr., skal hlutaðeigandi aðili lilkynna
ríkisstjórninni, að hann óski, að skipuð verði dómnefnd
samkv. 4. gr. laga þessara.
4. gr. — Rikisstjórnin skipar finnn manna dómnefnd og
fimm menn til vara. Einn dómnefndarmaður skiil skipað-
ur íif ríkisstjórninni án tilnefningar, og er hann formaður
dómnefndarinnar. Annar dómnefndarmaður skal skipað-
ur eftir tilnefningu bæjarstjórnar eða hreppsnefndar i þvi
sveitarfélagi, þar sem mannvirkið á að reisa. Þriðji dóm-
nofndarmaður skal skipaður eftir tilnefningu J)ess aðila,
sem verkið lætur framkvæma. Fjórða og fimmta dómnefnd-
armann skal skipa samkvæmt tilnefningu stéttarfélaga
húsameistara og verkfræðinga. Varamenn eru tilnefndir
á sama hátt. t
5. gr. — Hlutverk dómnefndar er að ákveða útboðsskil-
mála samkeppninnar, ]). á. m. fjölda, verðlauna og upphæð
þeirra og að dæma um J)ær lausnir, seni kunna að berast.
Verðlaun, kostnað við úlboðið svo og þóknun dómnefnd-
armanna greiðir sá, sem mannvirkið reisir.
(i. gr. — Samkeppni, er fer fram samkv. lögum þessum,
skal auglýsa opinberlega. Almenningi skal heimilt að kynna
sér dómsniðurstöður og lausnir keppenda í minnst 7 daga,
eftir að dómnefnd hefir lokið störfum.
7. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.
Frumvarpinu fylgdi litils háttar greinargerð, þar sem
nánar er frá J)ví greint, að tilgangur frumvarpsins sé
cinkum sá, að gefa „öllum þcim, sem þess óska“, kost á
„að leggja fram sinn skerf, til l>ess að islenzk verkmenn-
ing verði sem fulIkomnust.“ )
Frumvarpinu var vísað til menntamálanefndar neðri
deildar, en hún sendi það stjórn V.F.Í. til umsagnar. Hafði
stjórn félagsins það til umræðu á nokkrum fundum og
varð að lokun) sanimála um að mælast til þess við mennta-
málanefndina, að liún hlutaðist til um, að gerðar yrðu
nokkrar breytingar á frumvarpinu. Fer hér á eftir hréf
það, dags. 22. febr. s. 1., sem stjórn V.F.Í. sendi mennta-
málanefnd neðri deildar Alþingis, og eru breytingartil-
lögur stjórnarinnar rökstuddar þar:
„Háttvirt menntamálanefnd neðri deildar Alþingis hefir
með bréfi dags. ö. des. s. I. sent Verkfræðingafélagi ís-
lands til umsagnar frumvarp til laga um samkeppni um
hugmyndir að mannvirkjum.
Frumvarp þetta náði eigi afgreiðslu á siðasta þingi
og mun enn eigi hafa verið borið fram að nýju. Engu að
síður hefir stjórn V.F.f. tekið mál þetta til íhugunar, ef
ske kynni, að frumvarpið yrði borið fram á þvi J)ingi,
sem nú situr og leyfir sér J)ví að koma fram með eftir-
farandi athugaSemdir og tillögur.
f greinargerð fyrrnefnds frumvarps er komizt svo að
orði, að sú hætta sé fyrir liendi, að úrlausnir þeirra, sem
árum saman hafa unnið að sams konar mannvirkjum, geti
orðið vanabundnar og einhæfar, ef um enga samkeppni
við J)á er að ræða.
Telja flutningsmenn almenna hugmyndasamkeppni
vera öruggustu leiðina til að girða fyrir slika einhæfni.
Á undanförnum árum hefir öðru hvoru verið efnt til
slíkra samkeppna og má þar t. d. nefna samkeppni um
byggingu sjómannaskólans, um aukningu sildarverk-
siiiiðja ríkisins á Siglufirði og Raufarhöfn, samkeppni um
fyrirkomulag nýtizku togara og samkeppni um byggingu
hinnar nýju Neskirkju, sem ])ó enn cr cigi orðin hevrin
kunn. Erlendis eru og slikar samkepppnir háðar ö'ðru
hvoru og þykir þá þvi meiri fengur í þeim, sem þátttak-
endur eru fleiri.
Nokkuð eru þó skoðanir manna skiptar um það, hvort
gagn sé að slikum samkeppnum yfirlcitt.
Helzta mótbáran er sú, að það gæti komið fyrir, að við
samkeppnina komi ekki fram lausn á viðfangsefninu.
Vissulega á það sér stað, og er þvi meiri hætta á þvi, sem
þátttakendur eru færri. Oneitanlega rýrir það nokkuð
gildi samkeppninnar, en þó má eigi gleyma því, að fram
koma venjulega talsverðar upplýsingar við samkeppnina,
er að haldi geta orðið, þegar lil framkvæmda mannvirk-
isins kemur.
Það er því sameiginlegt álit stjórnarmanna V.F.I., að