Ísfirðingur - 15.12.1999, Blaðsíða 8

Ísfirðingur - 15.12.1999, Blaðsíða 8
rúmar, turn á stafni 3x3 álna pýramídi, alin yfir mæniásinn, en 11 álna hár af varinhellunni. Allt var húsið nú járnvarið. Sexrúðugluggarnir, 4 á hvorum þilvegg og I yfir kirkjudyrum, voru sænskt smíði sem dyrabúnaður, ytri og innri, hin mesta prýði og allur frágangur fríður. Hin bezta vörn gegn því að húsið liðaðist í stormi öflugir bitar, en í fyrri gerð voru aðeins stoðir undir þriggja álna setlofti í framkirkjunni, ella kirkju- salurinn einn geimur. Af gólfi eru 9 álnir undir hvelfingu og járnbogar, sem voru yfir um hana gagnslausir í hinum stríðu norðvestan veðrum. - Kórpall- inum er hleypt upp um liðug 3 kvartil, altarið nýtt og kústmálað, en predikunarstóllinn frá gamalli tíð og á spjöldum postulamynd- irnar. l7bogmyndaðirbekkirmeð bríkum og bakslám eru á kirkju- gólfi auk setbekkja á loftskákinni. Bekkir, þil og hvelfing fagurlega málað. Athygli vekur ljósahjálm- ur af messing, með 5 steinolíu- lömpum, auk annars Ijósabúnað- ar. - Hér er of langt mál að telja, hve ríkulega Hagakirkja varbúin, en geta verður altarisbrúnar frá 1650 og tveggja 17. aldar klæða fyrir altari og fonts af kopar. Grafreitur var lagður með garði umhverfis kirkjuna 1902, en síra Bjarni tekur fram, að enn sé ekki búið að jarða í hinum nýja reit og sé hann því óvígður. Fyrri Jófríðarkirkjan var byggð austur af gamla kirkjustæðinu og garðinum og hin endurreist á sama grunni. Af 14 trékirkjuhúsum, sem stóðu í Barðastrandarprófasts- dæmi á aldamótum, eru 5 enn við lýði. Hagakirkjan yngst, Staðar- kirkja frá 1864, Reykhólakirkja 1857, flutt og uppbyggð að Bæ, Sauðlauksdalskirkja 1863 og ári eldri í Selárdal, nú innantæmd og messulaus. Enginn kirkjustað- ur er aflagður, nema í Otradal. Síðasta kirkjuhúsið þar var reist 1878, en ný sóknarkirkja tekin upp á Bíldudal 1906. - Ekkert hinna 8 aldamótaprestsetra helzt enn í héraðinu. I stað fjögurra í suðurhlutanum, þ.m..t. Flatey, þjónar nú einn prestur og situr hann á Reykhólum. í Vestursýslunni 2 í stað fjögurra fyrr, og sitja þeir á Patreksfirði og Tálknafirði, en presturinn þar þjónar Brjánslækjar- og Haga- sóknum frá 1991. Fyrstur presta sat þar síra Karl Matthíasson, en síðan 1996 síra Sveinn Valgeirs- son. Eftir daga síra Bjarna prófasts á Brjánslæk var þar aðeins einn staðarprestur, síra Björn O. Björnsson fræðimaður 1933- 1935, en tveir prestar vígðust til brauðsins löngu síðar og voru báðir aðeins í skamman tíma: síra Guðmundur Guðmundsson 1944 og síra Sigurjón Einarsson 1959. Ella hefur Hagasókn verið þjónað frá Flatey, Sauðlauksdal og lengst frá Patreksfirði. Síðustu 102árin hafa eigi færri en 16 sálnahirðar gegnt þjónsstarfinu í Hagasókn, þar af síra Bjarni í 33 ár, en Flateyjarprestarnir síra Sigurður Haukdal og Síra Lárus Halldórs- son í fullan áratug hvor og síra Þórarinn Þór í 20 ár, er hann sat á Patreksfirði, prófastur Barð- strendinga í meir en aldar- fjórðung. Aldarhátíð Hagakirkju vargerð á höfuðdag. Síra Bragi Benedikts- son prófastur á Reykhólum predikaði og var Marion G. Worthmann organisti. Fyrri prestar kirkjunnar þjónuðu með núverandi sóknarpresti fyrir altari, en hann bar í fyrsta sinni forkunnar fagran hökul, sem hjónin á staðnum, Bjarni Hákonarson frá Haga og Kristín Haraldsdóttir frá Fossá á Hjarðar- nesi,gáfu kirkju sinni. Fjölmenni sókti hátíðina og er framanskrifað brot úr ræðu, sem undirritaður prófastur á Prestbakka hélt í veglegu hófi safnaðar og sóknar- nefndar á Birkimel í tilefni kirkjudagsins. Sveinn Þórðarson f Innri Múla er formaður sóknar- nefndar, en ásamt meðhjálparan- um, Bjarna í Haga, situr Finnbogi Kristjánsson á Breiðalæk í sóknarnefndinni. Síðsumarmessa á Skálmarnesmúla Degi fyrir hátíðina í Haga messaði síra Bragi Benediktsson á útkirkju sinni í mannlausri Múlasveit. Rakti skólabróðirhans á Prestbakka ýmsa þætti kirkju- sögunnar á Skálmarnesmúla af stólnum í hinu prýðilega steinhúsi, sem kirkjan þarer, vígð 1970. Kirkjulausl hafði verið þar að kalla, eftir fokskemmdir á gömlu trékirkjunni í páska- veðrinu mikla 1917, en að öllu síðan 1929, þegar messuhaldi var endanlega hætt í hinu laskaða og lélega kirkjuhúsi, sem byggt var 1846. A meðfylgjandi myndum frá Skálmarnesmúlagefurað líta, hve snoturt hús kirkjan þar er og prýðilega viðhaldið, en garðurinn vel girtur og er hann sleginn á hverju sumri. Er þá fólk á 5 bæjum tíma og tíma, en nær allt sumarið á hinu forna frægðarsetri og 60 hundraða höfuðbóli á Múla. - Fjölmennast var í Múlasveit á aldamótunum 1900, en þá voru þar 158 á manntali. Af langviðrum og lagaleysi mun land vort eyðast, sagði síra Ólafur Sívertsen í Flatey í sóknalýsingu á liðinni öld. og hafði eftir Krukkspá sunnlenzku. Hvort sú var orsökin skal ósagt, en hitt full kunnugt, að nær eyddurereinnig Eyjahreppur, þar sem fjölmenni var áður og fram um miðja þessa öld. Ernúaðeins byggð í Skáleyjum, en örfáir í Flatey. Eftir kirkjuathöfnina á Skálm- arnesmúla varrausnarlegt messu- kaffi í Firði. Guðshúsið á Hesteyri og bænhúsið í Furufirði Norðmenn ráku 2 stórar hvalveiðastöðvar fyrir og fram yfir aldamót í Jökulfjörðum. Var önnur á Stekkeyri, skammt innan við Hesteyri, hin á Meleyri, innarlega við Veiðileysufjörð og íGrunnavíkurhreppi. Koma hinir norsku hvalfangarar þannig við sögu hinna sóknarlausu guðs- húsa, að Markus C. Bull keypti allan við í Hesteyrarkirkju í heimabyggð sinni Tönsbergi tiltelgdan, sniðinn og sagaðan, og flutti með skipi hvalstöðvar sinnar beint í Hesteyrarfjörð. Var sá flutningur norður og vestur um Atlantsála ókeypis, viðurinn á hálfu heildsöluverði. Þá gaf hinn rausnsami útvegshöfðingi altaristöflu og marga góða muni til guðshússins, sem reist var á gömlum bænhúsgrunni við Heimabæinn á Hesteyri. - Um aldamótin voru 55 manns í hinu litla sjóþropi, en þegar herra Þórhallur biskup vísiteraði norðan Djúps 1913, sýndist honum mikill uppgangur atvinnulífsins á Hesteyri, enda var fólkstalan þá 75, en öllum Sléttuhreppi 455, langflest í Aðalvík. Ekki varð úr þeirri fyrirætlun að leggja sókn til Hesteyrarkirkju norðan úr Fljóti og af Hornströndum, hvað þá að Staðarkirkja yrði lögð niður og prestsetrið flutt til Hesteyrar, jafnvel líka Staðarprestsetrið í Grunnavík. Sameinaðhefði verið 800 manns í „Hesteyrarpresta- kalli”. Fólksflóttinn var slíkur úr báðum sveitunum á 5. áratugnum, að af 420 manns í Sléttuhreppi 1942 voru 3 eftir á veturnóttum 1952 - og að búa sig í bátinn. 1895 voru Ströndungum f Grunnavíkursveit veittar 500 kr. af viðlagafé Sparisjóðsins á Isafirði til bænhúsbyggingar í Furufirði. Það skilyrði sett, að húsið kæmist upp fyrir aldamót. Voru góð ráð dýr og söfnuðust sjálfboðaliðar um Benedikt Her- mannsson bátasmið í Reykjarfirði t.þ.a. vinna reka í húsgrindina snemmsumars 1899. Loksvarsá einn vandinn óleystur að byggja bænhúsið innan sem kallað er. Plægð þilborð voru ekki auð- unnin. Vikust þá hvalfangarar á Meleyri vel við og gáfu Strönd- ungum panel, sem nóg var af á Meleyri, ætlaður til að innrétta viðleguhús og herbergi við hvalstöðina. Þar með var þrautin unnin og bænhúsbyggingunni lokið á höfuðdag. Mjórpanellinn, vel heflaður og með góðri rák, hefur enzt svo vel í Furufirði, að eftir heila öld er varla nokkur feila í þiljum eða hvelfingu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur bænhúsið ekki verið byggt eftir kirkjuteikningu, en hið lága ris hagræn hyggindi, enda er afar veðurnæmt í Furufirði, verst, þegar stendur af Drangajökli. Bænhúsið var reist heima við Furufjarðarbæinn, þar sem bænhústóft var frá fyrri öldum, en það fór veg allrar veraldar á fyrri hluta 18. aldar. Þau Ieiðindi urðu, að prófastur- inn færðist undan að vígja hið langþráða bænhús og dróst úr hömlu. Liðu 2 ár og fullir 9 mánuðir, unz húsið var helgað og stórt hundrað fólks á bæjunum milli Geirhólms og Horns fekk skylduga prestsþjónustu. I miklum greinaskrifum, aðallega í Þjóðviljanum unga, var fólkið á Austurströndum Grunnavíkur- hrepps kallað olnbogabörn í sveit sinni og samfélagi, og eru það orð að sönnu. Hjábörn í afkima harðbýllarsóknarí Jökulfjörðum, útkjálkafólk, ofurselt napurlegum örlögum duttlungafullrar kirkju- og valdstjórnar. Presturinn, sem lengst þjónaði og síðasta byggðartíma, síra Jónmundur Halldórsson, 1918- 1950, kallaði bænhúsið nær ávallt Furufjarðarkirkju og Austur- strandir Furufjarðarsókn. A helgidegi fermingarmessu 11. júlí sl. flutti undirritaður kirkjudagsræðu, sem birt er í fyllri mynd í Heima er bezt (nóv.- des.1999 og jan. 2000), og því aðeins minnt á 100 ár bænhússins í Isfirðingi. Kirkjugestir, skyldir og framandi, sátu góða fermingar- og kirkjudagsveizlu í stóra stafahúsinu, sem reist var á hinu yngra bæjarstæði í Furufirði 1993. Aður en áratugur var liðinn í mannlausu strandþorpinu á Hesteyri og auðri Aðalvíkursveit, var hin vandaða og fallega norska kirkja tekin ofan og húsviðurinn fluttur vestur yfir Djúp. Var kirkjan reist af nýju í Súðavík og vígði biskup Islands hana á páskadag 1963. Þremur áratug- um síðar hafði verið byggður kór við kirkjuna og vígði prófasturinn í Vatnsfirði viðbygginguna fyrir jól 1993, sbr. Arbók kirkjunnar og framhald kirkjudagsræðu í Islendingaþáttum Dags (nóv. 1999 og jan. 2000). Efndu Súð- víkingar og sóknarprestarnir til hátíðarmessu í gömlu Hesteyrar- kirkjunni 19. sept. sl. og var messukaffið veglegt samsæti í skólanum. Var blíðalogn í Álfta- firði á þann dag og sátt í hugum fólksins, andstæða páskahretsins og svigurmæla vegna kirkjuflutn- ingsins fyrir 36 árum. Verst er, að altaristaflan, sem Markus C. Bull gaf kirkjunni I899fyrirfinnstekki. Myndefnið var: „ Pétur gengur á sjó”, eins og síra Þorvaldur prófastur komst að orði við vísitazíu á Hesteyri. Samkvæmt samtímaheimild tók Pétur að sökkva. Málverkið, sem sýndi þann atburð, virðist sokkið í óminnishaf. Guðshúsið cí Hesteyri, vígt 5. sept. 1899. Teikn. Einar Þ. Ásgeirsson. Bœnhúsið í Furufirði, fullbyggt á höfuðdag 1899. Vígt umfardaga 1902. Mynd: Ejvind Kofoed 11. júlí 1999.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.