Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Side 9
TÍMARIT V.F.I. 1949
35
En þrátt fyrir þetta er eyrin þó í sinni núverandi
mynd mynduð í sjó. Allt efni, að undanteknum món-
um og nokkru af leir og möl, er lækir hafa borið
fram í lónið, er mulið og núið í sjó.
En hvaðan er þá efni eyrarinnar komið? Ef eyrin
væri fallin af landi á sjó fram, koma ekki til greina
aðrir staðir en Hvanneyrarskál.
3. mynd. Siglufjarðareyri, dýpi eftir brezku sjókorti 3001,
plan danskt 1881, leiðrétt 1927.
Hvanneyrarskál virðist vera ísnúin hvað lögun
snertir, en klappir eru hér mjög fúnar og líkúr til
að finna ísrispur hverfandi litlar. Engir skriðuhólar
eru finnanlegir frá skálarbarmi og niður að sjó.
Ef nú það hlaup, sem einhverntíma hlýtur að hafa
komið úr Hvanneyrarskál, hefur lagt til efni í Siglu-
fjarðareyri, þá hlýtur það að vera runnið í lok ís-
aldar. Það er heldur ekki óhugsanlegt, að eftir hafi
orðið jökull á Dalabæjarf jalli og Strákum, og undan
þunga þessa jökuls hafi svo hlaupið runnið.
Ef athuguð er lögun og lega Hvanneyrarskálar
með tilliti til f jarðarins, mundi maður ætla, að hlaup
úr skálinni hefði fallið rétt norðan við núverandi
Siglufjarðareyri. Grunnið norðan við Siglufjarðar-
eyri, hvers lögún kemur skýrt fram af 3ja metra
dýptarlínunni á 3. mynd, bendir mjög í þá átt, og
væri þá hér um að ræða eftirstöðvar af hinni uppruna-
legu eyri. Og gleymum heldur ekki, að grjót fannst
til skamms tíma á norðurfjöru eyrarinnar, þó slíks
hafi ekki orðið vart annarstaðar í eyrinni.
Á þessum tima hefur fjörðurinn að líkindum náð
innundir dalbotn, og því verið allmikið dýpi þar, sem
núverandi leira og f jarðarbotn er, og kem ég að því
síðar. Þegar nú eyrin er fallin í sjó, á stað sem hún
fær ekki staðizt niðurbrot hafsins, byrjar aldan að
naga norðan af eyrinni og bera innfyrir í var við
eyrina og nokkuð inn í f jörðinn. Útfallið hefur slegið
nokkuð á móti og borið þá sem nú nokkuð af möl
sunnan að eyrinni. Myndast nú grunnt og hálf opið
lón sunnan við eyrina, samtímis og hún fær hina
venjulegu bogaoddslögun. Að síðustu lokast svo lónið
sunnan eyrarinnar með malarkambi. Ástandið hef-
ur þá verið svipað hér og nú er við Hvaleyri í Hval-
firði, nema hvað malarkambarnir hljóta að hafa
verið hlutfallslega hærri við Siglufjarðareyri miðað
við flóðhæð, og að töluvert hefur verið eftir af hinni
upprunalegu eyri. Leirburður úr f jallinu hefur nú þétt
lónið svo mjög, að Álalækurinn hefur getað hald-
ið því fersku, svo að mómyndun hefur getað hafizt.
Samtímis því, að lónið fyllist af mó og leir, braut
upprunalegu eyrina til agna, svo að eyrin fékk sína
núverandi lögun, og nýtt lón, að vísu mikið minna en
hið fyrra, var að myndast, er menn komu til með
bryggjur og byggingar og hafa nú að mestu fyllt
það upp, og báru burt hinar síðustu menjar gömlu
eyrarinnar.
Fjarðarbotn.
Sigluf jörður er nú til þess að gera grunnur f jörður.
En áður fyrr, meðan Siglufjarðareyri var ung, hefur
dýpi þar verið um 20 metra mjög nærri landsteinum-
En hvert hefur þá verið dýpi f jarðarins, er hin risa-
vaxna ýta ísaldarinnar, skriðjökullinn, hafði grafið
hann upp? Um það verður hér engum getum leitt,
og sennilega verður það aldrei mælt.
Áður hefi ég minnzt á, að f jarðarbotninn hafi náð
mikið lengra inn í dalinn en nú er. Eftir lögun dals-
ins að dæma, mætti ætla, að hér væri um að ræða.
sem næst 2,5 km, eða hér um bil inn í dalbotn, sem
nú heitir Fjarðarbotn.
Til stuðnings þessu má auk lögunar dalsins færa,
að við gröft í árfarveginn um 8—900 m frá sjó kom
skyndilega niður á ægifínan sand í hæð um 1,5 metra
yfir hálffallinn sjó. Umskiptin voru svo snögg, að
ætla verður óhugsanlegt, að bæði sandurinn og ofan-
áliggjandi möl séu borin fram af Fjarðará. Og verður
því að ætla, að hafið hafi að mestu leyti borið sand-
inn upp í núverandi hæð, áður en malarburður Fjarð-
árár náði svo langt út í dalinn.
Þessu til frekari athugunar gerði ég hallamælingu
af eyrunum með fram ánni allt frá sjó og rösklega
tvo kílómetra inn í dalinn. (Sjá 4. mynd).
Á fyrstu 700 metrunum verður landið að teljast
nær hallalaust. Malar og sandeyrar eru hér engar,
og möl og sandur í botni árfarvegsins svo lítill, að vel
mætti ætla, að minnsta kosti um neðrihlutann, að
hér væri einvörðungu um að ræða efni þvegið úr
árbökkunum. Þetta svæði nær inn á móts við skriðu-