Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Qupperneq 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Qupperneq 13
TlMARIT V.P.I. 1949 39 Sements sam'oönd Fyrstu stig hydrationar Efni I harönaðri steinsteypu 3CaOSiO_ (29-15 %> 2Ca0Si024H20+Ca(OH)2 (+3Ca0Si02) P -2Ca0Si02 - (15 - 429Í) 3Ca0Al20^ (7- 18 2Ca0Si02+(2Ca0Si02iH20+Ca(0H)2) 3Ca0Al203xH20 Í2Ca0Si02xH20 < sío2xh2o 3Ca02Si02xH20 Ca(OH)2 3CaOAl2036H20 (4CaOAl203xH20) 4Ca0Al20^Fe20^—►SCaOAlgO^xH^O+CaOFe^O^xH^O (2 -lo*) f j CaSO 2H20 ----3Ca0Al203(l-3)CaS04(12-31.5)H20 ( %) hydreruö sulpho- aluminöt. fljótt, en með því að bæta gipsi við sementið er kom- ið í veg fyrir það. Gipsið verður þess valdandi, að hydreruð sulfo-aluminöt myndast og halda hydration aluminatanna niðri, sennilega með því, að þau falla út á yfirborði aluminat-kristallanna. 2Ca0Si024H20 er hið raunverulega sementslím. Það fellur út sem amorft hlaup úr yfirmettuðu upp- lausninni, sem myndast þegar nægu sementi er bland- að í vatn til þess að mynda efju.2) Upplausn se- mentssambandanna er tafin með því, að kalkrík himna af aluminötum umlykur nærri strax sements- kornin. Trikalsiumsilikat, sem aðallega myndar þetta hydrat, myndar einnig kalsíumhydroxid, sem kristal- iserast í massanum. Önnur hydreruð sambönd, svo sem tvísölt af kalsiumaluminati o. fl., hafa minni áhrif á byggingu steypunnar, og mun því ekki rætt frekar um þau hér. Ekki er enn ljóst, hvernig útfellingin á 2CaOSi02 4HaO fer fram. Sambandið virðist vera amorft, en getur þó innihaldið örfína kristalla. Hugsanlegt er, að útfellingin geti farið fram á a. m. k. þrennan hátt:i). í fyrsta lagi má hugsa sér, að útfellingin fari fram við yfirborð sementskornanna, að vatn smjúgi hydrat- himnuna og að ný hydratmyndun að innan ryðji fyrstu hydratmyndununum á undan sér. I öðru lagi má hugsa sér, að silikatupplausnin smjúgi í gegnum hydrötin, sem áður hafa fallið út, og að útfellingin byggist þannig upp utan frá. I þriðja lagi getur það verið, að þessi kolloidal yfirmettaða upplausn myndi hlaup og að hydrationin fari síðan fram innan þessa hlaups. Sennilegt er, að allar þessar útfellingar eigi sér stað, ýmist samtímis eða á mismunandi hörku- stigum og eftir öðrum aðstæðum. Árangurinn af öll- um þessum tegundum af útfellingum hlýtur þó alltaf að verða sá sami. Massinn heldur áfram að þykkna kringum sementskornin, þangað til annaðhvort, að öllu sementskorninu er breytt í sementshydröt eða að frekari hydration sementskornsins verði ómögu- leg vegna þéttleika massans, sem lykur utan um það. Jafnframt þessari hydration og í áframhaldi af henni fer svo fram geo-kemisk umkristaliserun i steypunni, og eru henni víst engin tímatakmörk sett. Mynd sú, sem hér hefur verið brugðið upp af þeim efnabreytingum, er eiga sér stað við uppbyggingu á ,,struktur“ hydreraðs portlandssements, fer ekki í bága við þær höfuðkenningar, sem settar hafa ver- ið fram um hörðnun á sementi. Bæði kenning Le Chateier um það, að styrkleiki sementsins sé kom- inn fram við myndun á samtvinnuðu kristalneti, og eins kenning Michaélis um það, að styrkleikinn sé kominn fram fyrir „innere Ausbáugung“ í kolloidal hlaupi, virðast vera réttar, því að hvort tveggja kem- ur fyrir við storknun og hörðnun sementsins. Til eru líka sement, sem ekki virðast mynda neitt hlaup, en ná samt háum styrkleika, og önnur efni, sem ekki mynda neina kristalla, en ná þó háum styrkleika. Þótt hér hafi verið rætt um efnabreytingar í sem- entsefju og sementi, þá gildir það vissulega einnig, þótt saman við þessa efju sé bætt óvirkum steinefn- um, þ. e. a. s. þessar sömu efnabreytingar eiga sér stað í steinsteypu. Áhrif of mikils vatns á styrkleika steypunnar eru því fyrst og fremst þau, að hydreruðu efnin, er se- mentið myndar, nægja ekki til þess að þétta allt hlaupið, sem myndast við storknun ef junnar. Hlaup- ið verður því gljúpt og steypan veik. Vatnið, sem ekki bindst sementinu, verður eftir sem fylling í hlaupinu og innilykst af því. I hæfilega blautri steinsteypu má gera ráð fyrir, að um helmingur blöndunarvatnsins bindist sem- entinu, en afgangurinn verður eftir sem fylling í hlaupinu. Það vatn, sem ekki bindst sementinu, má

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.