Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Page 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1949, Page 14
40 TlMARIT V.F.l. 1949 Samanburður á brotþoli sementssambandanna. aftur flokka niður í tvo flokka, þ. e. holufyllingar- vatn og hlaupfyllingarvatn4). 1 harðnaðri steinsteypu er allt þetta vatn hárpípufylling, og fer þá skipting- in eftir því, hvort um er að ræða æðar í hlaupinu eða raunverulegar hárpípur. Áður en hydration hefst er augljóst, að rúmmál hárpípnanna er jafnt og rúmmál þess vatns, sem hrært er saman við steypuna. hP = v0 þar sem hp = rúmmál hárpípnanna (holrýmd) og V0 = rúmmál vatnsins Þegar hydrationin fer fram, eykst rúmmál fasta efnisins og hp minnkar að sama skapi. Líkinguna má þá skrifa: hP = V0 - (Ft - F0) Ft = rúmmál föstu efnanna að viðbættu rúmmáli hydreruðu efnanna og hlaupæðanna, og F0 = upprunalegt rúmmál föstu efnanna. Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar voru við The Portland Cement Association, Chicago, hefur verið hægt að setja upp formúlu fyrir þessum mismun. Það hefur fundist að Ft - F0 = 0,86 (l + 4k) Vb. þar sem Vb = þungi á vatni, óuppgufanlegu við 105°C og k = ákveðinn konstant fyrir hverja teg- und af sementi. Þessi konstant breytist frá 0,24—0,28 fyrir mismun- andi sement, og meðalgildi hans er 0,255. Miðað við þennan konstant má skrifa hárpípurúmmál steyp- unnar á hvaða tíma sem er: ho = V0 - 1,74 V5 % af vatni, bundið hreinum sementssamböndum. Fyrir meðalsement eiga því hárpípurnar að lok- ast, þegar l,74Vb = V0. Út frá þessu má svo reikna möguleikana fyrir þéttri steypu. T. d. ef V5 : S = 0,2 verður hp = 0, ef V : S er jafnt eða minna en 0,2 X 1,74 = 0,35. Hæsta V : S tala, sem getur gefið hp = 0, er þannig háð hydrationshæfileikum sements- ins (Vb og k eru mismunandi fyrir mismunandi sement), en fyrir meðal portlandsement fæst þessi þéttleiki aðeins með því, að V : S-talan sé lægri en 0,44 eftir vigt. Rúmmál hlaupæðanna virðist standa í beinu hlut- falli við magnið af bundnu vatni, þannig að: hh = 0,92 Vb. 1 þéttri steypu má því gera ráð fyrir, að hlaupið 0,92 drekki upp -p— V0 eða 53% af blöndunarvatninu, en afgangurinn verður kristalbundinn. Þegar steypa er blönduð með meira vatni, en svar- ar V : S tölunni 0,44 eftir vigt, er óhjákvæmilegt, að steypan verði porös, og því meira porös sem V : S- talan fer meira fram úr þessu gildi. Styrkleiki steypunnar stendur í öfugu hlutfalli við þessa holrýmd, og er þar fundin skýringín fyrir V : S-tölu lögmálinu um burðarþol steinsteypu. Ég skal svo ekki ræða þessi efni frekar að sinni, en því vildi ég gera þessi mál hér að umtalsefni, að ég þykist hafa rekið mig á það, að þetta litla lögmál vatnssementstölunnar hefur ekki notið þeirrar við- urkenningar í ísl. steyputækni, sem því ber. 1) Bouge & Lerch, The Hydration of Portland Cement (bls 9). 2) L. Forsén, Symposium on the Chemistry of Cement, Stockholm 1937 (bls. 299). 3) S. Giertz-Hedström, Symposium on the Chemistry of Cement, Stockholm 1939 (bls. 507). 4) T. C. Powers & T. L. Brownyard, Journal of the Ameri- can Concrete Industry, Vol. 18, (bls. 973). Steindórsprent h.f.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.