Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Page 3
Tím. V.F.Í. 1950.
3. hefti.
t
GUÐJÓIM SAMÚELSSON
húsameistari ríkisins.
Fæíldur 16. apríl 1887. Ðáinn 25. apríl 1950.
1 30 ár átti Guðjón Samúelsson því láni að fagna að
starfa hér að húsbyggingamálum ríkisins, og var hann
allan þann tíma mestu ráðandi um flestar framkvæmd-
ir. Með haldgóðri
þekkingu, listrænum
smekk og framúr-
skarandi elju tókst
honum að leysa af
hendi hin margvís-
legustu verkefni með
miklum sóma.
Öll þessi ár höfð-
um við meiri eða
minni samvinnu á
mörgum sviðum, sér-
staklega I skipulags-
málum, en við sátum
i skipulagsnefnd öll
þessi ár. Fyrir þeim
málum hafði Guðjón
sérstakan áhuga. Þar
var og með lengst af
Guðmundur prófessor
Hannesson, báðir sér-
iega samvaldir, sam-
huga og afkastamikl-
m við skipulagsgerð
fjölda bæja. Áttum
við margar ánægju-
stundir á ferðum okk-
ar víðsvegar um land
í þeim erindum, er
dvalið var i bæjunum
°g gerðir frumdrættir
að skipulagi, en þeir
voru báðir óþreytandi
á göngum um bæina
til kynningar á stað-
háttum og í viðræð-
um við beztu menn
um ný viðhorf til framtíðar atvinnurekstrar og bættra
hollustuhátta í tilhögun bygginga. Báðir hugsjónamenn,
eh héldu sig þó við jörðina og veruleikann. Var þá
°ft mikið verk og þarft rösklega af hendi leyst.
Báðir höfðu þeir mikinn áhuga á bættum húsakosti
almennings og fengust við margar nýjar hugmyndir á
Þvi sviði, sem sumar hafa komið til framkvæmda og
gefizt vel.
Á öðrum sviðum hafði bæði ég og aðrir verkfræðingar
samvinnu við Guðjón og lærði að virða hann og meta
ágæta hæfileika hans og drengskap í hvívetna, og hygg
ég, að sama muni aðrir starfsbræður okkar bera.
Að uppiagi var hann listamaður, sem hafði ánægju
af því, sem fagurt
var og göfgandi.
Hann fékk tækifæri
til þess að ferðastvíða
um lönd og notaði þau
vel til þess að auka
þekkingu sina og
menntun, en jafnan
hafði hann í huga,
hvað hér heima mætti
að gagni verða, enda
varð það honum að
miklum notum í víð-
þættu starfi, er heim
kom. Jafnframt gerði
hann sér mjög far
um, og með góðum
árangri, að gera list
sína þjóðlega, svo
sem margar, bygging-
ar þær, er hann gerði
uppdrætti af, bera
honum vott. En hann
var einnig listfengur
verkmaður, enda hafði
hann í æsku lært tré-
smíði hjá föður sin-
um. Hann gerði oft
tiiraunir með ýmsar
nýjungar í smíði
húsa, sérstaklega er
snerti meðferð flata,
bæði utan húss og
innan, og lagði i það
mikla hugkvæmni og
alúð. Má þar nefna
t. d. múrhúðun utan-
húss með innlendum, muldum steintegundum, er hann
einna fyrstur manna notaði hér og nú hefur svo mjög
sett nýjan svip á steinsteypu húsin hér á landi til mik-
illar prýði og tilbreytingar.
Guðjón lét sér og mjög annt um hagsýni í framkvæmd
verka þeirra, er hann sá um, og hafði, að því er ég bezt
veit, ágæta samvinnu við þá mörgu iðnaðarmenn, sem
störfuðu með honum að húsbyggingum.
Mesti fjöidi opinberra bygginga hefur risið upp á þeim
3 áratugum, er Guðjón Samúelsson var húsameistari