Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Blaðsíða 13
TlMARIT V. F. I. 1950 35 Frá Alþingi. Fjárlög. Fjárlag'afrumvarpið var að þessu sinni lagt fram þegar í byrjun þings. Samkvæmt frumvarpinu verður fjárfest- ing rikisins á næsta ári rúmlega 90 millj. kr. og er það mjög svipað og á þessu ári. Tímaritið mun eins og áður birta yfirlit um framlög ríkisins til verklegra fralm- kvæmda, þegar þingið hefur samþykkt fjárlögin. Vegalög. Margar breytingatillögur við vegalögin hafa verið bornar fram á þessu þingi eins og jafnan áður. Um miðjan nóvember voru þær orðnar alls 118. Svo virðist, sem þingmenn álíti slíkar tillögur auðveldustu leiðina til að ná og halda hylli kjósendanna. Rikið hefur hóp af dugandi vegaverkfræðingum í sinni þjónustu, en þeir fá engu að ráða um það, hvar vegir skuli lagðir hverju sinni. Viðhaldskostnaður þjóðveganna er nú orðinn 13 millj. kr. á ári, sem er nær tvöfalt á við framlög til nýrra þjóðvega og um V, hluti af öllum fjárfestingar- útgjöldum ríkisins. í)r.Vggisráðstafanir á vinnustöðum. Emil Jónsson flytur frv. um öryggisráðstafanir á vinnu- I ritgerðunum eru margvíslegar upplýsingar og fróð- ieikur, sem ekki er birt annarsstaðar, og þar sem ís- lenzka landsnefndin hefur i sínum vörzlum 4 sérprent- uð eintök af hverri ritgerð, telur hún sjálfsagt að gefa mönnum kost á að fá þessi eintök að láni. 1 næsta hefti Tímaritsins verður birt skrá yfir allar ritgerð- trnar. Þeir, sem kynnu að óska eftir að fá þær að láni, eru beðnir að snúa sér til raforkumálaskrifstofunnar, Laugaveg 118, sími 7400. Skýrsla Fjórðu Alþjóðaorkumálaráðstefnunnar (Trans- actions of the Fourth World Power Conference) er nú í prentun og mun koma út um mitt ár 1951. Þetta verður umfangsmikið rit i 5 bindum, þar sem birtar verða allar ritgerðir og skýrslur, sem lagðar voru fram á ráðstefn- unni, gerðabækur yfir umræður o. s. frv. Það mun kosta £ 18, eða rúmar 800 kr. íslenzkar. Aukaráðstefna í New Delili í janúar 1951. Eins og áður er drepið á, efnir A.O.R. til ráðstefnu i New Dehli í janúar næstkomandi í boði indversku lands- hefndarinnar. Á aðalráðstefnunni í London var fjallað u® orkuvinnslu, en hagnýting orku ekki tekin til at- hugunar. Viðfangsefnið í New Dehli verður hinsvegar hagnýting orku og megin umræðuefni þessi: (1) Notkun raforku í landbúnaði (2) Samræming á þróun iðnaðar og byggingu orku- vera. Segja má, að bæði þessi viðfangsefni séu ofarlega á ^augi i raforkumálum hér á landi, og þvi æskilegt að unnt hefði verið að senda héðan fulltrúa á ráðstefnuna. ^egna kostnaðar þótti það þó ekki fært, en íslenzka landsnefndin mun gera sér far um að fá upplýsingar af ráðstefnunni og koma þeim á framfæri eftir því sem tök eru á. stöðum. I frv. er gert ráð fyrir að stofnuð verði em- bætti öryggismálastjóra og öryggiseftirlitsmanns, og skulu þeir vera véla- eða efnafræðingar. Þá skal og skipa 5 manna öryggismálaráð. Iðnaðarmálastjóri. Gísli Jónsson flytur frv. um stjórn iðnaðarmála. Sam- kvæmt frv. skal skipa iðnaðarmálastjóra, og sé hann vélaverkfræðingur. Ennfremur skal skipa 3 manna fram- leiðsluráð, iðnaðarmálastjóranum til aðstoðar. Stjórn flugmála. Rikisstjórnin flytur frv. um stjórn flugmála. Samkvæmt frv. er stjórn flugmála i höndum 5 manna flugráðs, en flugvallastjóri rikisins annast rekstur, viðhald og ný- byggingar flugvalla o. fl. Embætti flugmálastjóra er lagt niður. Þurrkví á Patreksfirði. Gísli Jónsson flytur svohljóðandi tillögu til þingsá- lyktunar: „Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að láta gera fullkomna kostnaðaráætlun um byggingu þurrkví- ar innan Patreksfjarðarhafnar, er taki allt að 18 þús. smálesta skip til hreinsunar og viðgerðar. Skal áætlun- inni lokið svo fljótt sem verða má og hún siðan send sjávarútvegsnefndum Alþingis. Kostnaðurinn greiðist úr rikissjóði." BÆKUR. Series of books on Electronic Valves. Book I: Fundamentals of Radio- Valve Technique by J. Deketh. 1949. Book II: Data and Circuits of Modern Receiver and Amplifier Valves. 1949. Book III: Data and Circuits of Modern Receiver and Amplifier Valves (lst Supplement) 1949. Book IV: Application of the Electronic Valve in Radio Receivers and Amplifiers by Dr. B. G. Damm- ers, J. Haantjes, J. Otte and H. van Suchtelen. 1950. Otgefandi: N.V. Philip’s Gloeilampenfabrieken, Eindhov- en, Holland. Tímariti V.F.l. hafa borizt ofantaldar dækur, sem gefn- ar eru út af hinni heimsþekktu verksmiðju Philips Gloei- lampenfabriek í Eindhoven í Hollandi. Hafa Philips verk- smiðjurnar gefið út bókaflokk undir nafninu: „Philips Technical Library" um ýmiskonar tæknileg efni. Eru ofangreindar bækur einn liður í þessum bókaflokki og fjalla um radiolampa. Eru þær gefnar út á fimm tungu- inálum og í ráði er að gefa þær út á enn fleiri málum. 1. hefti þessa flokks fjallar um radiolampa almennt. Er þar lýst hinum mismunandi gerðum þeirra og hvernig þeir starfa. Er þetta hefti 547 bls. með 384 myndum, linuritum og tengimyndum. 2. hefti lýsir öllum tegundum radiolampa, sem Philips- verksmiðjurnar hafa framleitt á árunum 1933 — 39. Eru sýndar kennilinur lampanna og lýst hinum mismunandi eiginleikum þeirra. Ennfremur eru birtar 24 tengimynd- ir af tækjum með þessum lömpum. Er heftið 424 bls. með 531 myndum og línuritum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.