Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1950, Blaðsíða 12
34 TlMARIT V.F.I. 1950 skrifstofa A.O.R. í London upplýsingar varðandi Island frá Hagstofu Islands. 1 bréfaskiptum við Hagstofuna vet- urinn 1947—1948, varðandi 4. árbókina, lét aðalskrif- stofan í ljós ósk um það, að mynduð yrði landsnefnd A.O.R. hér á landi. Hagstofan vísaði þá til raforkumála- stjóra og í apríl 1948 barst raforkumálastjóra bréf frá aðalskrifstofunni, þar sem spurzt er fyrir um, hvort hann muni fús að beita sér fyrir myndun íslenzkrar landsnefndar. Þessu bréfi fylgdu ýms gögn um A.O.R., og upplýst var, að einu skyldur íslenzkrar landsnefndar myndu verða: (a) að leita viðurkenningar alþjóðaráðs- ins og (b) að greiða árgjald til reksturssjóðs aðalskrif- stofunnar, sem að líkindum yrði £15. Þess má geta, að þetta bréf aðalskrifstofunnar á ef til vill rót sína að rekja til umræðna á fundi alþjóða- ráðsins í París sumarið 1946. Þar var rætt um þátttöku- skilyrði og lagt til, að eftirfarandi ríkjum skyldi heimil þátttaka í A.O.R.: (a) þáverandi meðlimum Sameinuðu þjóðanna; (b) Irlandi, Portúgal, Svíþjóð og Svisslandi, hvort sem þau yrðu meðlimir Sameinuðu þjóðanna eða ekki; og (c) öðrum rikjum, strax og þeim yrði veitt inn- taka meðal Sameinuðu þjóðanna. Við umræður um þessi skilyrði tók fulltrúi Danmerkur, direktör O. V. Mörch til máls og æskti þess, að Islandi yrði heimiluð þátt- taka. Hann sagði, að danska landsnefndin hefði sinnt Islandi („looked after Iceland") fyrir stríð og t. d. selt eintök af árbókinni þangað. Danmörk og Island hefðu þá verið i konungssambandi, en Island væri nú sjálfstætt lýðveldi. Það stæði fyrir dyrum, að Island yrði meðlim- ur Sameinuðu þjóðanna, eða væri það jafnvel þegar. Ritari alþjóðaráðsins svaraði, að væri Island meðlimur Sameinuðu þjóðanna, félli það undir lið (a); ef svo væri ekki, félli það undir lið (c) strax og það yrði meðlimur. Ráðið samþykkti þátttökuskilyrðin án tillits til athuga- semdar danska fulltrúans. Raforkumálastjóri svaraði aðalskrifstofunni þá i apríl 1948, að hann væri því hlynntur, að Island gerðist aðili að A.O.R., og myndi leita undirtekta annarra stofnana, sem hlut ættu að máli, um stofnun íslenzkrar lands- nefndar. Síðan átti raforkumálastjóri bréfaskipti og við- ræður við ýmsa aðila um þetta mál, með þeim mála- lokum, að „Hin íslenzka landsnefnd Alþjóðaorkumála- ráðstefnunnar" var stofnsett í desember 1949, og hlaut formlega inntöku í A.O.R. á fundi alþjóðaráðsins í Lon- don í júlí 1950. Lög íslenzku nefndarinnar, sem samþykkt voru á stofnfundinum í desember, eru aðallega sniðin eftir lög- um brezku og norsku landsnefndanna, og svo sem venja er til stóðu ríkisstofnanir og félagssamtök, sem starfa á sviði orkumála, að stofnun hennar. Samkvæmt lögun- um tilnefna stofnendurnir hver sinn fulltrúa, ásamt vara- fulltrúa, i nefndina til þriggja ára í senn. Stofnendurnir og fulltrúar þeirra eru sem hér segir: Rafmagnsveitur ríkisins, fulltrúi: Eirikur Briem. Raforkumálastjórn ríkisins, fulltrúi: Jakob Gíslason. Rannsóknaráð ríkisins, fulltrúi: Þorbjörn Sigurgeirsson. Samband íslenzkra rafveitna, fulltrúi: Steingrímur Jóns- son. Verkfræðideild Háskóla Islands, fulltrúi: Finnbogi R. Þorvaldsson. Verkfræðingafélag Islands, fulltrúi: Guðmundur Mar- teinsson. Gert er ráð fyrir, að aðrar hliðstæðar stofnanir og félagssamtök geti orðið aðilar að nefndinni og tilnefnt fulltrúa í hana. Nefndin getur ennfremur kosið allt að 5 aðra meðlimi, hvern um sig til þriggja ára, og er til- gangurinn sá, að nefndin geti kvatt í sinn hóp sérfræð- inga, sem yrðu fulltrúar hennar á alþjóðaráðstefnum eða tækju að sér samningu skýrslna og ritgerða um íslenzk orkumál. 1 stjórn nefndarinnar eiga sæti formaður, varafor- maður, ritari og gjaldkeri. Stjórnin er nú þannig skipuð: Formaður, Jakob Gíslason; varaformaður, Steingrímur Jónsson; ritari, Eiríkur Briem; og gjaldkeri, Guðmund- ur Marteinsson. Stjórnin er kosin til þriggja ára í senn. Verkefni landsnefndarinnar er fyrst og fremst að ann- ast þátttöku Islands i ráðstefnum og annarri starfsemi A.O.R.; að láta i té upplýsingar um islenzk orkumál og að miðla hingað upplýsingum og gögnum frá aðalskrif- stofunni í London og frá öðrum landsnefndum A.O.R. Islenzku landsnefndinni var boðið að senda fulltrúa á Fjórðu Alþjóðaorkumálaráðstefnuna í London í júlí s.l., og brezka ríkisstjórnin bauð islenzku ríkisstjórninni að senda þangað fulltrúa. Ætlunin var að þiggja bæði þessi boð. Landsnefndin kaus Steingrím Jónsson sem full- trúa sinn og rikisstjórnin tilnefndi Jakob Gíslason. En sökum annrikis gat Steingrimur Jónsson ekki farið til London, og mætti Jakob Gíslason þvi einn fyrir hönd Islands. Þá hefur landsnefndinni borizt boð frá landsnefnd A.O.R. í Indlandi um að senda fulltrúa á aukaráðstefnu, sem haldin verður í New Delhi í janúar næstkomandi. Þetta boð hefur þvi miður orðið að afþakka, en að lok- um skal hér skýrt frá þessari ráðstefnu og frá aðal- ráðstefnunni i London. Aðalráðstefnan í London 1950. Ráðstefnan var sett í the Central Hall, Westminster, mánudaginn 10. júlí og slitið í byggingu Institute of Civil Engineers, laugardaginn 15. júlí. Setning ráðstefn- unnar fór fram með miklum hátíðabrag og hófst með þvi, að Sir Harold Hartley flutti ávarp frá Elísabetu prinsessu, sem ásamt manni sínum, hertoganum af Edin- borg, var verndari ráðstefnunnar. Að lokinni setningar- athöfninni hélt brezka ríkisstjórnin þátttakendum boð inni að The Science Museum, og að kvöldi næsta dags, þriðjudags, var setið boð borgarstjóra Lundúna að Guild- hall. Brezka landsnefndin efndi til veizlu (Official Ban- quet) að Grosvenor House á fimmtudag og loks tóku The Institution of Electrical Engineers og The British Elec- trical Development Association á móti gestum á mið- vikudag og föstudag. Þriðjudaginn 11. júlí til föstudagsins 14. júlí stóðu yfir umræðufundir frá kl. 10 árdegis til kl. 5 síðdegis með 2 klst. hléi hvern dag. Fundarstaðir voru fjórir og stóðu vanalega þrír fundir yfir samtímis. Á fundunum voru engin erindi flutt, heldur eingöngu teknar til um- ræðna prentaðar ritgerðir, sem útbýtt hafði verið til þátttakenda áður en ráðstefnan hófst. Á ráðstefnunni mættu um 1600 fulltrúar frá 52 löndum og lagðar voru fram 156 ritgerðir ásamt 19 yfirlitsskýrslum. Engin rit- gerðanna hafði verið birt annarsstaðar fyrir ráðstefnuna. Ritgerðunum var skipt niður i 9 flokka (divisions), A til K, og þeim aftur í 19 deildir (sections). Yfirlits- skýrslur (General Reports) voru samdar fyrir hverja deild og deildirnar teknar til umræðna hver í sínu lagi. Umræðutíminn var 2% klst. í hverri deild. Hér eru ekki tök á að greina frá efni ritgerðanna eða umræðunum um þær á ráðstefnunni, en íslenzka landsnefndin mun ef til vill birta slíka greinargerð síðar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.