Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 3
DfV Fréttir FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 3 Má Hannes ekki skrifar vondar bækur? Það er satt sem sagt er. Sumt fólk má ekki hugsa um Hannes Hólm- stein án þess að verða alveg tauga- bilað. Hann hefur einkennilegt lag á að reita fólk til reiði. Kannski er það hin ögrandi, vígreifa sjálfumgleði í fari hans. Og kannski er eitthvað hæft í því sem Stefán Snævarr sagði í viðtali við mig um daginn: Hannes hefur leikið vinstra fólk afar grátt. Inn í heim vinstrimennskunnar, fullan af skáldabulli og gömlum tuggum, kom Hannes með grjót- harðar kenningar sem feyktu öllu draslinu burt. Núorðið hafa hug- myndirnar sem Hannes hóf að boða kringum 1975 meira að segja lagt undir sig Samfylkinguna, flokkinn sem flestir vinstri sinnaðir mennta- menn finna til samkenndar með. Svo fer hann að kássast utan í sjálfan Kiljan. Andstæðingar hans urðu svo æstir að þeir reyndu að koma í veg fyrir að gæti skrifað bók- ina. Þeir reyndu líka að koma í veg fyrir að hann fengi útgefanda. Vertu úti, sögðu þeir. Það var talað um að hann væri „boðflenna". Raunar er dálítið til í því. Rétt fyrir jólin var haldin veisla til að fagna útgáfu bók- ar Hannesar. Hún fór fram í sjálfri Rúblunni, gamla höfuðvígi Máls & menningar, reistu af Kristni E. fyrir rússagull. Þangað mættu eins og uppstrílað hernámslið í jakkafötum Björn Bjarnason, Kjartan, Gísli Marteinn og allir hinir úr Flokknum. Á ljósmyndum brostu sjálfstæðis- broddarnir glaðbeittir framan í þjóðina; spæling vinstri intelligensí- unnar virtist algjör. Á endanum var það meira að segja forleggjari nóbelskáldsins sem gaf út bókina. Boðflennurnar höfðu tekið yfir boð- ið - eða að minnsta kosti hafði það þurft að færa sig í lakari húsaskynni. Uppi á Gljúfrasteini sitja konur flokksmanna og raða skjölum skáldsins. Móðursýkisleg og þráhyggju- kennd viðbrögð Viðtökurnar við bókinni eru eftir þessu. Móðursýkislegar og þrá- Kjallari Egill Helgason lætur til sín taka í „stóra Hannesar- málinu" hyggjukenndar. Og það er ekki næstum búið. Það er óskaplegt að heyra menn tala um ritþjófnað, lög- brot, dómstóla og rannsóknar- nefndir (líklega í beinni útsendingu í Víðsjá). Nú á rektor helst að áminna Hannes - eða hreinlega reka hann! Fræðimannsheiður hans er sagður ónýtur. Erfmgjar skáldsins hóta að fara burt frá Eddu. Þetta eru ofboðs- leg viðbrögð og langt umfram það sem bókin gefur tilefni til. Einu sinni skrifaði Hannes sprenghlægilega grein sem hét „Má Þorsteinn Thorarensen ekki gefa út vondar bækur?“ Jú, auðvitað mátti hann það. Ég er ekki að segja að Hannes hafi sett saman svo afskap- lega slæma bók en hún er gölluð. Hún verðskuldar ekki rannsóknar- rétt en hann verður að taka til sín þá gagnrýni sem hann á skilið. Víða í bókinni fer hann alltof nálægt text- um Halldórs; það er á engan hátt refsivert en ekki áhugavert. Hann gerist sekur um missagnir sem hefði verið auðvelt að komast hjá. Að sumu leyti má segja að bókin sé ekki fullkláruð; það er búið að draga saman mikið efni en á köflum á eftir að skrifa hana. Prófraun í næsta bindi Sagan sem mig langar að heyra Hannes segja hefst í reynd ekki fyrr en í næsta bindi. Margt í fræðunum um Laxness er skelfing margtuggið. Ég er ekki viss um að hann hafi margt að segja um skáldskapinn sem bætir einhverju við. Kvennafarssögur sem slaga upp í að vera hundrað ára eru mátulega spennandi. Hnyttin tilsvör og sögur af skrítnum körlum og kerl- ingum held ég að Hannes ofmeú sem skemmtiefni. Ef til vill hefði Hannes einfaldlega mátt láta vera að rekja bernsku og mótunarár Kiljans, heldur einbeita sér að því að setja saman einhvers konar pólitíska ævisögu hans - HKL með öld öfganna að baksviði. Til þess hefur hann menntunina og sinn einbeitta vilja. Næsta bindi verður prófraun. Það er tími Búk- harínréttarhaldanna, finnagaldurs- ins, griðasáttmálans, gúlagsins, Ungó, atómsprengjunnar, hersins og Nató. Sá hluti bókarinnar verður að standast ítrustu kröfur; það verð- ur farið fram á túlkanir og grimma analýsu - það verður ekki tekið gilt að segja að lesandinn muni túlka sjálfur. Þarna verður líka að koma fram eitthvað nýtt. Vonandi verður þá efni bókarinnar til umræðu en ekki að Hannes skrifaði hana. Kapphlaupið við Halldór Guðmundsson Ég er ekki viss um að Hannes eigi að flýta sér að skrifa þessa bók. Hug- myndin um að vera í kapphlaupi við Halldór Guðmundsson, helsta bók- menntapáfa vinstri manna, hafði visst skemmtanagildi þegar hún kom fram í sumar en hún er barna- leg. Að vera á undan er lítill sigur þegar svo mikið viðfangsefni er ann- ars vegar. Hafi Hannes álitið í sjálfs- ánægju sinni - sem er oft svo rífandi skemmtileg - að þetta yrði létt verk, þá er það misskilningur. Það er hægt að sökkva með þessu. Og margir vildu svosem sjá hann fara þá leið. Spurning dagsins Heilbrigðiskerfið í kreppu? Alvarlegar brotalamir „Við þurfum framtíðarlausn íheilbrigð- ismálum þjóðarinnar. Núgildandi kerfí með stökum tímabundnum plástrum gengur ekki upp. Þrátt fyrir mikið fé í heilbrigðiskerfínu eru alvarlegar brotalamir þar s.s. í máiefnum geðfatl- aðra og varðandi fjölda hjúkrunar- rýma. Það þarfm.a. að breyta for- gangsröðun, skilgreina hlutverk stofn- ana, skoða ný rekstrarform og fjár- mögnunarieiðir, gera stjórnkerfísbreyt- ingar og láta fjármagnið fylgja sjúk- lingum í mun meiri mæli." Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingsmaður Samfylkingar. „Kerfinu er handstýrti kreppu, svo sem með því að leggja ekki til fjármuni sem þarf.Á vegum heiibrigðisráðu- neytis starfar nefnd sem er að endurskoða allt kerfíð,. en í niðurskurði á Landsspítala er ekki beðið eftir niðurstöðum hennar heldur vaðið í málið og afleiðingar eru ófyrirséð- ar." Kristín Á. Guðmundóttir, formaður Sjúkraliðafélags Islands. „Við verjum meiri fíjármun- um í þennan málaflokk en flestir og eigum framúrskarandi starfsfólk á þessu sviði. Eig- um þó í erfíð- leikum með að uppfylla kröfur um marg- vísiega þjónustu. Því eigum við að vera opin fyrir hugmyndum um kerfísbreyt- ingar, samkeppni og einkarekstur til að nýta betur krafta og fjármuni." Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks." „Mikið skortir á að horft sé á mál heildstætt og niðurskurð- ur á Landsspít- ala þýðir út- gjöld annars staðar. Meintur sparnaður í málaflokknum er oft handahófskenndur. Hvað varðar málefni geðsjúkra þarfað auka sam- starf heilbrigisþjónustu og félagmálayf- irvalda, því þetta eru óaðskiljanlegir þættir." Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar. „Kerfíð er hvorki í öng- stræti né mol- um, en alltaf má beturgera. Við verjum miklum fjár- munum til málaflokksins og lífaldur er óvíða hærri en hér - og ungbarnadauði hvergi minni. Hinsvegar þarfalmenn- ingur að fá skýrari tilfínningu fyrirgæð- um þessarar þjónustu." Jórunn Frímannsdóttir, ritstjóri Doktor.is Guðmundur Páll og sannleikurinn Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður Landsvirkjuna I grein í DV 13. þessa mánaðar heldur Guðmundur Páll Ólafsson því enn fram að ég hafi sagt að virkja beri Jökulsá á Fjöllum. Nú tilgreinir hann hvar það hafi verið og nefnir í því samhengi samráðsfund Lands- virkjunar sem var 4. aprfl síðastliðinn (ekki „nákvæmlega 18 maí“ eins og Guðmundur Páll segir). Nú vili þannig til að allt sem ég sagði þar er skráð í ræðu minni sem var dreift á fundinum. Hana er einnig að finna á heimasíðu Landsvirkjunar, lv.is. Um þetta mál- efni sagði ég eftirfarandi eftir að hafa fjallað um kynni mín af þjóðgörðum og landnýtingarstefnu í Bandaríkjun- um: „Það hefur verið sagt að miklar samlfkingar séu á milli Grand Canyon þjóðgarðsins og Colorado árinnar og Kárahnjúkasvæðisins. Að mínu mati þarf mikið hugmyndaflug til þess að bera Hafrahvammagljúfur saman við Grand Canyon. Eftir að hafa kynnt mér staðhætti þar vestra finnst mér miklu nær að segja að við stæðum í sömu spomm og þeir efvið værum í dag búin að virkja Jökulsá á Fjöllum bæði ofan og neðan við Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Enda er mun nær lagi að segja að þau séu „örútgáfa" af Grand Canyon. Eins og kunnugt er þá em engin áform uppi um virkjanir í Jökulsá á Fjöllum." Þetta er það eina sem ég sagði um Jökulsá á Fjöllum á þessum fundi og var gert til þess að draga fram að við ættum okkar „örútgáfu" af Grand Canyon algjörlega óskerta, andstætt „fmmútgáfunni" og að það væru engin áform uppi um breytingu þar á. Sannleikurinn er nefnilega sá að hvorki í rituðu eða mæltu máli er hægt að hafa eftir mér þær skoðanir sem Guðmundur Páll gerir mér upp í sínum málflutningi. Þessar skoðanir áréttaði ég síðan í grein í Morgunblaðinu þann 24. maí síðastliðinn og einnig í grein í sama blaði 11. desember nú í vetur. Þar tók ég undir sjónarmið sem Roger Crofts, stjórnarmaður í Alþjóðlegu náttúm- verndarsamtökunum og fyrrverandi framkvæmdastjóra Náttúmverndar- stofnunar Skotlands, hafði sett fram Lesendur um Vatnajökulsþjóðgarð og verndun Jökulsár á Fjölum. Ég hvet þá sem vilja vita sannleikann í þessu máli að kynna sér þessar greinar. Það er ekki þess vert að elta ólar við annað í grein Guðmundar Páls. Þar er annarsvegar um að ræða ára- tuga gamlar hugleiðingar sem em ekki í umræðunni í dag og hins vegar skyldu Orkustofnunar að draga fram alla hugsanlega virkjunarkosti á við- komandi svæði til samanburðar í umhverfismati vegna orkumann- virkja. Hann hefði alveg eins getað tínt til að í vinnu rammaáæúunar um orkunýtingu er virkjun Jökulsár á Fjöllum á öllum sviðum tekin til sam- anburðar. Ekki reikna ég með því að hann telji að með því séu þeir sem unnu þá vinnu að leggja til virkjun ár- innar. Þess ber að geta að í vinnu rammaáæúunarinnar kemur fram að erfitt sé um vik vegna takmarkaðra gagna um virkjun árinnar, sem er enn ein staðfestingin á að það er ekki verið að vinna að málinu. Það er væntanlega að bera í bakkafullan lækinn að æflast til þess að Guðmundur Páll dragi orð sín til baka. Hitt hlýt ég að vona að fram- vegis skoði hann þau gögn sem fyrir liggja áður en hann fer með hluti í fjölmiðla sem síðan reynist enginn stafur fyrir. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mikill niðurskurður er framundan á Landsspítala, deilt var við sér- fræðilækna og álögur á sjúklinga aukast stöðugt. Siálfsvarnarskóli íslands Alvöru sjálfsvörn. Sjálfsvarnarskóli íslands býður upp á námskeið í sjálfsvörn fyrir alla aldurshópa. Við erum með sérstaka tíma fyrir börn og unglinga. Byrjendur eldri en 16 ára hafa fjölda tíma til þess að æfa alvöru sjálfsvörn. Jiu Jitsu eykur sjálfstraust og aga. Byggir á tækni, tökum og lásum.og er sjálfsvörn ekki keppnisíþrótt. Jiu Jitsu hentar jafn ungum sem öldnum. Það er alltaf hægt að byrja að æfa. Kennslustaður 820-3453 almennar upplýsingar. 863-2804 þjálfari barna og unglinga. I___________ www.sjalfsvorn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.