Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 20
 20 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 Fókus DV Heima í stofu að horfa á Ómar „Ég var bara í stofunni heima. Það sem var eftirminnilegt var að dagskráin var rofln og Ómar Ragn- arsson birtist með fréttirnar. Mig minnir að það hafi verið einhver bíómynd í gangi. Ómar sagði mér Hvar varstu 28. febrúar 1986? síðar að hann hefði verið staddur í veislu, og fengið hringingu, en fyrstu farsímarnir voru þá komnir á markað. Þar fékk hann að frétta frá systur sinni sem var stödd í Svíþjóð að Palme hafi verið myrtur. Hann rauk svo upp á fréttastofu og fór með fréttina í loftið, líklega á undan kollegum sínum í Svfþjóð. Þessi frétt fékk á mann, eins og fréttirnar um morðið á Kennedy Bandaríkja- forseta, dauði Bjarna Ben og gosið í Eyjum hafði gert áður. Maður gleymir ekkert þeim atburðum né hvar maður var þegar maður frétti af þeim. En Svíar eru dugleg- ir í að drepa fyrir- menn sína. Fyrst var það Gústaf III (kon- ungur Sví- þjóðar 1772- 1792)., svo Olof og nú síðast Anna Lindh. Þeir erueina Norðurlandaþjóðin sem hefur stundað þetta eitthvað. Það er ómögulegt að segja til um hver drap Palme. Það var mikið hatur gagn- vart honum þó hann hafi verið vin- sæll af mörgum. Hann var yfir- burðamaður og hæðin þannig að jaðraði við hroka. En morðið var ekki endilega pólitískt. Þetta hatur hefur einnig getað náð til vitfirrts manns. Það er skondið í sambandi um- ræðu um öryggismál að það er hæpið að við verðum fyrir árás ut- anaðfrá eða hryðjuverkum eða ein- hverju slíku, en þó er verið að eyða tugum milljóna í að vernda okkur frá þessum hættum. En það er hugsanlegt að einhver verði fyrir árás geðveiks manns, en samt eru vistunarmál hérna í molum. Er ekki nú verið að loka Sogni þó þar sé yf- irfullt? Þó eru til fyrirbyggjandi að- gerðir til að bæta ástand geð- sjúkra." Forsætisráðherra Svíþjóöar og leiðtogi Sósíal Demókrataflokksins, OlofPalme, var drepinn í miðborg Stokkhólms árið 1986. Flestir héldu að slíktgæti ekkigerst á Norður- löndunum ogfréttin kom þvísem áfall. Lógreglan klúðraði rannsókn- inni og morðinginn hefur aldrei náðst, en margar samsæriskenning- arhafa farið á kreik. Morðið á Önnu Lindh ífyrra varsíðan annað áfall fyrir Svía en þar virðast opinberir starfsmenn vera í mestri hættu á Norðurlöndum. Vigfús Geirdal sagnfræð- ingur Ragnheiður Gröndal Bjartasta vonin í islensku tónlistarlifi og söng að auki lag ársins. . - íslensku ÉlistarveriUaiiiin llngu stelpurnar stálu senunni íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2003 voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld. Tónlistarfólk og önnur fyrirmenni fjöl- menntu á athöfnina sem var send út beint í Sjón- varpinu, á Rás 2 og á Tónlist.is. Hátíðin heppnað- ist prýðilega að þessu sinni en fjölmargir lista- menn skemmtu og kynnarnir Eva María Jónsdótt- ir og Gísli Marteinn Baldursson stóðu sig með prýði. Einungis ein verðlaun hjá Mínus Nokkuð var um óvænt tíðindi í flokki popptón- listar. Rokkhljómsveitinni Mínus hafði verið spáð afar góðu gengi en þeir drengir fóru einungis heim með ein verðlaun. Þau voru fyrir plötu árs- ins, Halldór Laxness, og er óhætt að segja að Mínusmenn hafi verið vel að verðlaununum komnir. Flestir spáðu rétt fyrir um lag ársins. Það var valið Ást, eftir Magnús Þór Sigmundsson, texti eft- ir Sigurð Norðdal, í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Óhætt er að segja að frægðarsól Ragnheiðar hafi skinið skært á síðasta ári þrátt fyrir ungan aldur hennar og kom það því fáum á óvart að hún var einnig valin nýliði ársins. önnur ung stúlka sem verið hefur afar áber- andi síðustu misserin heitir Eivör Pálsdóttir. Þrátt fyrir færeyskan uppruna hennar vilja margir ís- lendingar orðið eigna sér hana enda orðin ein af bestu söngkonum landsins. Eivör gerði sér lítið fyrir og sló mörgum eldri og reyndari söngkonum við þegar hún var valin söngkona ársins í gær. Glæsilegur árangur það en stúlkan var ekki hætt þar heldur nældi sér líka í titilinn flytjandi ársins ásamt hljómsveit sinni, Krákunni. Það kom nokkuð á óvart að Stefán Hilmarsson var valinn söngvari ársins, en það breytir því ekki að Stefán er vel að titlinum kominn, einn af okkar bestu söngvurum. Síðustu verðlaunin í flokki popptónlistar fóru svo til Sigur Rósar fyrir mynd- band ársins, við fyrsta lagið af plötunni (). Leik- stjóri myndbandsins var Floria Sigmundi. Tómas R. aðaldjassarinn I flokknum ýmis tónlist var hljómplata ársins valin Óður til Ellýjar en flytjandi er söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir. Hljómplata ársins í flokknum sígild tónlist var valin Brandenborgar- konsertar eftir Jóhann Sebastían Bach í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur, tónverk ársins var Konsert fyrir klarínettu og blásarasveit eftir Tryggva M. Baldvinsson. Flytjendur: Sveinhildur Torfadóttir og Blásarasveit Reykjavíkur, stjórn- andi: Kjartan Óskarsson. Flytjandi ársins í sígilda flokknum var valinn Sinfóníuhljómsveit íslands og konsertmeistararnir Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Eðvaldsdóttir. Plata ársins í flokki djasstónlistar var valin Havana eftir Tómas R. Einarsson og kom það fáum á óvart. Björn Thoroddsen var útnefndur flytjandi ársins og lag ársins var valið Bros eftir Tómas R. Einarsson. Tómas R. Einarsson Adcilmaður- inn i djass- heiminum átti bæði plotu og lag ársins. íslenska óperan tekur aftur til starfa Sjálfsmorðshetja Sýningar eru aftur að hefjast á óperunni Werther eftir Jules Massenet. Hún var fyrst sett á svið árið 1887, en var sýnd í fyrsta sinn hérlendis seint á síðasta ári í ís- lensku óperunni. Tvær sýningar eru eftir, laugardagana 17. og 24 janúar. Óperan er byggð á skáldsögu Goethes, Raunir Werthers unga, sem kom út rúmum hundrað árum áður og hafði mikil áhrif á róman- tíkera síns tíma. Bóhemar um alla Evrópu kepptust um að klæða sig eins og sögupersónan og gengu í sumum tilfellum jafnvel svo langt að fremja sjálfsmorð að fyrirmynd hans. Má þannig segja að hann hafi verið nokkurskonar Kurt Cobain sinnar kynslóðar. í stað rif- inna gallabuxna og ógirtra skyrtna klæddust menn bláum kjólfrökk- um og gulum vestum að fyrirmynd goðsins, og í stað þunglyndisþjóð- laga eins og „AIl Apologies" og „Smells Like Teen Spirit" skrifuðu menn ástarbréf til kvenna sem vildu ekkert með þá hafa En helsti munurinn var þó sá að Werther ungi var einungis til í skáldsögu. Werther var þó engu síður tals- maður sinnar kynslóðar og fann til dæmis upp hugtakið Weltschmerz, sem enn þann dag í dag er notað til að lýsa hugarástandi djúpþenkj- 18. aldar andi og dapurra manna. Þetta er þó í fyrsta sinn sem óperan er sett upp hérlendis en sýningin er stytt útgáfa af verkinu. Hér þarf Werther ekki að þjást nema í rétt rúman einn og hálfan tíma sem er talsvert styttri tími en raunir hans standa yfirleitt yfir. Fyrir þá sem vilja óperur í litlum skömmtum má benda á að hádeg- isóperan er einnig að fara að hefjast aftur en fyrsta sýning verður þriðju- daginn 20. janúar. Þá munu Hulda Björk Sigurðardóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kurt Kopecky flytja lög eftir George Gershwin undir yfir- skriftinni Bla bla bla. Werther Sýningar hefjast aftur á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.