Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus r FIMMTUDAGUR 15.JANÚAR 2004 29 Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, fyrrum fegurðardrottning íslands, er á leiðinni í sjónvarpið. Hún er að fara af stað með þátt á PoppTíví þar sem hún ætlar að fjalla um allt milli himins og jarðar sem varðar fólk á aldrinum 13-19 ára. Upprennandi stjama Ragnheiður lætur sérekki nægja að vera fegurðar- drottning heldur er hún á leiðinni að verða sjónvarps- stjarna, enda hörku- kona þarna á ferð. „Við erum ekki alveg búin að móta þáttinn ennþá, en erum að vinna því,“ segir Ragnheiður Guð- finna Guðnadóttir, íyrrum fegurðar- drottning í samtali við DV. Á næst- unni hefjast sýningar á nýjum sjón- varpsþætti á Popptíví sem Ragn- heiður stjórnar og er þetta frumraun hennar í sjónvarpi. „Mér flnnst mjög spennandi að vera að fara í sjónvarpið og gaman þegar manni býðst tækifæri til þess. Ég get ekki sagt að ég hafl mikið vilj- að vera í sjónvarpinu og sviðsljósinu og í raun aldrei hugsað mér að fara út í eitthvað sem tengist sjónvarpinu fyrr en núna,“ heldur hún áfram. Sjónvarp, af hverju? Ragnheiður vinnur að nýja þætt- inum ásamt framleiðandanum Halldóri Kolbeins, sem meðal ann- ars hefur séð um Lúkkið á Popptíví. Hún segist hafa tekið sér langan umhugsunarfrest áður en hún sló til. „Þetta er samt búið að vera mjög skemmtilegt. Sérstaklega þar sem ég kem sjálf með hugmyndir að efninu sem er í þættinum. Eg legg meginá- herslu á að koma með eitthvað í þáttinn sem er áhugavert og fræð- andi fyrir ungmenni um sjálfsmynd og allt sem tengist útliti og fleiru sem er að gerast hverju sinni. Svo líka að kíkja bak við tjöldin hjá hinum og þessum og margt fleira.“ Þátturinn verður sýndur einu sinni í viku á PoppTíví og markhóp- urinn er ungt fólk á aldrinum 13-19 ára, stelpur og strákar, og svo eldri hópur sem yrði þá konur þar sem hún fjallar um málefni tengd þeim. Ragnheiður verður með ráð tengd „Þetta verður ábyggi- lega voða spennandi og það leggst bara vel í mig að vera í sjónvarpinu." umhirðu húðarinnar og annað tengt útliti og förðun. „Til að byrja með ætla ég með þættinum að reyna að ná til menntaskólakrakk- anna, kíkja jafnvel í skólana og sjá hvað er að gerast í þeim. Svo er aldrei að vita hvort markhópurinn breytist eftir því sem líður á en það er mjög erfitt að segja að svo stöddu," segir Ragnheiður og er greinilega uppfull af skemmtileg- um hugmyndum. Áhorfandinn númer eitt „Þetta verður ábyggilega voða spennandi og það leggst bara vel í mig að vera í sjónvarpinu. Ég veit að ég á eftir að mæta mikilli gagn- rýni og vil þá endilega að fólk segi mér hvað megi betur fara. Svo er kannski efni í þættinum sem sumir hafa engan áhuga á og þá verður maður bara að halda vel utan um þá sem hafa áhuga og sinna þeim áhorfendum," segir hún. „Maður er nú vanur umtali og gagnrýni og ég held að ég sé búin að brynja mig vel fyrir því. En auðvitað veit ég að þátturinn á ekki eftir að verða jafn vinsæll hjá öllum en ég vona samt, þegar fram líða stundir, að ég eigi eftir að ná til fólksins í landinu og allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Ragnheiður að lokum um nýja sjónvarpsþáttinn sinn. Breytingar á vinsælasta þætti meðal yngstu kynslóðarinnar á Popptíví Pétur Jóhann í 70 mínútur Hinir vinsælu Sveppi og Auddi hafa boðað breytingar á þætti sín- um 70 mínútum á Popptíví. „Þetta verður alger sprengja hjá okkur," hefur verið haft eftir sjálfum Sveppa. Legið hefur í loftinu að þriðji stjórnandinn verði kynntur til sögunnar áður en langt um líður og hafa menn verið að velta því fyrir sér hver verði fyrir valinu. Sam- kvæmt heimildum DV munu þeir félagar ekki leita langt yfir skammt. Félagi þeirra úr sjónvarpsgríninu Svínasúpunni, útvarpsmaðurinn Pétur Jóhann Sigfússon, mun verða þriðja hjól undir vagni. Grínið verð- ur því í fyrirrúmi eftir sem áður en Pétur Jóhann var fyrir nokkrum árum kjörinn fyndnasti maður ís- lands í þar til gerðri keppni en Auddi, eða Auðunn Blöndal, varð í 2. sæti í hliðstæðri keppni. Pétur Jó- hann hefur að undanförnu stjórnað útvarpsþættinum Ding Dong á FM en mun að öllum líkindum hverfa frá hljóðnemanum í kjölfar þessar- ar upphefðar. Þröstur Gestsson, dagskrárstjóri FM957, staðfesti í samtali við DV að Ding Dong hyrfi af dagskrá stöðvarinnar á morgun og von væri á nýjum dagskrárlið í staðinn. Þetta þykir gefa sterkar vís- Pétur Jóhann Þrítugur grínarinn færir sig úr útvarpinu yfír isjónvarpið tilþeirra Sveppa ogAudda. bendingar um að Pétur Jóhann ætli sér að söðla um. „Ég hef ekki hug- mynd um hvað ég er að fara að gera en ég veit að það verður eitthvað al- veg rosalega spennandi," segir Doddi litli, félagi Péturs í Ding Dong, sem vill ekki tjá sig frekar um þetta mál, frekar en Pétur sjálfur. Stjörnuspá Ragnheiður Gyða Jónsdóttir útvarpsmaður ..er 47 ára í dag. „Hér helgarhúnsig kær- leika og meðaukinni sjáifsvitund gerir hún , sér Ijóst að ást og náin kynni þarfnast meira sjálfstrausts af hennar hálfu," segir í stjörnuspá hennar. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir v\ Vatnsberinn (20.jan.-i8. tebrj H Þú birtist hér dugmikil/l, markviss og vinnufús eins og vatnsberanum einum er lagið. Þérvirðist líða iiia meðal þeirra sem eru óagaðir og frjálslegir en þú ættir að minna sjálfið á nauðsyn þess að slaka betur á og losa um höft þín sem birtast hérna. Fiskarnir/19. feftr.-20. marsj Þér gengur án efa allt í haginn næstu mánuði því þú virðist kunna lagið á nánast öllu og ert vissulega ábyrg/ur fyrir eigin láni meðvitað. Gleymdu ekki að næra sálu þína í stað þess að helga þig félags- skap sem er þér eigi að skapi. Hrúturinn (21.mars-19.apriy Skynfæri þín eru háþróuð og þú þráir að upplifa tilveruna af alhug þessa dag- ana og ættir að leyfa þér að njóta en á sama tíma ert þú minnt/ur á að girnast ekki valdið því ráðríki og eigingirni eyðileggur einungis fyrir fólki fætt undir stjörnu hrútsins þegar mannleg samskipti eru annars vegar. T ö Nautið (20. apríl-20. maí) D Félagar þínir og fjölskylda treysta þér því þú ert fær um að vernda fólkið sem þú elskar og leiðbeinir því af sama krafti og ímyndunarafli og ungt barn. Gerðu þérekki of miklar grillur út af smámunum þegar umtöluðu verkefni lýkur. Tvíburarnir (21.mai-21.jm Gott hjartalag einkennir fólk eins og þig. Þér líkar vel að hafa peninga á milli handanna en ættir ekki að gieyma að beina athygli þinni að hjartanu. Staldraðu við og sjá að bókhald alheimsins er villulaust þeg- ar mannleg góðverk eru annars vegar. Kldibbm (22.júnl-22.júlí) Ef þú átt það til að nota mikla vinnu sem flóttaleið eða sárabætur þegar líðan þin er ekki íjafnvægi ættir þú að efla þig í aðra átt i þeim málum. Reyndu að brjóta af þér tilfinningalegar hömlur og treystu betur á undirmeðvitund þína. Ljóniðpj .júli-22.ágúst) Leyfðu þér að fara eftir hugboð- um þínum þessa dagana. Þú stefnir án efa hátt og ert fær um að lagfæra áhugaleysi þitt með því að gerast þátttakandi fremur en áhorfandi. Settu þér raunsæ markmið til skamms tíma og ekki síður langframa. nj Meyja n (23. ágást-22. sept.) Ekki hika við að hiúa að við- kvæmni þinni sem er sannarlega til staðar en hér er á ferðinni jákvæður eiginleiki í fari meyju. Horfðu inn á við og sjáðu að það sem liggur á bakvið kröfur þínar er óttinn við að hleypa öðrum inn, óttinn við að gefa tilfinningunum lausan tauminn. o Vogin (23.sept.-23.okt.) Hvatvísi einkennir stjörnu vogar um þessar mundir en hér ert þú minnt/ur á að leyfa þeim sem þú elskar að hlúa að þér og meðtaka gefna ást. HL Sporðdrekinn (24.okt.-21.nóv.) Ekki láta óþolinmæði þína varpa draumum þínum fyrir róða. Stöðugleiki er einkunnarorð þitt um þessar mundir. / Bogmaðurinn/22.ndi'.-2!.fe.j Hérna gengur þú langt í því að uppfylla þarfir þínar en á sama tíma ert þú fær um að annast þjáða af alhug og ættir ekki að hika við að veita náunganum hjálp- arhönd þína. Gættu þess að hrinda ekki þeim sem þú unnir frá þér ómeðvitað næstu misseri. Gæfan blasir við fólki eins og þér. Steingeitin (22.des.-19.janj Ef þú nýtur þess að slúðra er þér ráðlagt að snúa við blaðinu i þeim efnum. Stjarna steingeitar þarf af einhverjum ástæðum að átta sig á valdi ástarinnar og getu sinni til að elska um þessar mundir. Þér tekst án efa vel upp í starfi og leik en þegar þú hlustar gaumgæfilega á eigin til- finningar tekst þér að finna það sem þú leitar að. z SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.