Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2004, Side 13
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2004 13 Lækna- miðstöð brunagildra Beita á Domus Medica dagsektum vegna þess að eigendur hússins hafa ekki sinnt ítrekuðum tilmælum um úrbætur á brunavörn- um í húsinu. Fornarvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins segir að í Domus Medica vanti nauðsynlegt vatnsúðakerfi á 6. hæð og brunaviðvörunarkerfi á 1. og 2. hæð. Húsfélagið hefur ekkert gert þrátt fyrir að hafa fengið endurtekna fresti síðan byggingin var skoðuð fyrir einu og hálfu ári. Borgarráð samþykkti beiðni Slökkviliðsins um að sektirnar verði 8.900 krónur fyrir hvern virkan dag sem líður þar til eigendur Dom- us Medica kippa málunum í lag. Samkeppni lýkur í dag I dag er síðasti mögu- leikinn á að skila tillögum að heiti nýs náttúrufræði- húss Háskóla íslands. Eyðublað fyrir þátttöku er að flnna á vef háskólans. Háskólaráð mun velja úr tillögunum og veita hund- rað þúsund króna viður- kenningu. Sendi fleiri en einn inn tillögu um það heiti sem verður valið, verður dregið úr nöfnum þeirra. Húsinu verður gefíð nafn þegar vígsla þess fer fram föstudaginn 27. febrú- ar 2004. Hamas-samtökin beita konu í fyrsta skipti í sjálfmorðsárás. Samtökin hóta hertum aðgerðum. Fjórir ísraelsmenn létust í árásinni og að minnsta kosti sjö særðust. Palestínsk kona tók í fyrsta skipti þátt í sjálfs- morðsárás á vegum íslömsku samtakanna Ham- as í gær. Konan, Reem Al-Reyashi, lét til skarar skríða í öryggisbyggingu þar sem Palestínu- menn, sem starfa á Eraz-iðnaðarsvæðinu í ísra- el, fara í gegnum vegabréfsskoðun. Konan haltr- aði inn í bygginguna og þegar málmleitartæki tóku að pípa, sagðist hún vera með nagla í fæti. Öryggisverðir tóku þetta trúanlegt og hleyptu konunni í gegn. Hún lét þá til skarar skríða og sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að fjórir ísraelsmenn biðu bana og að minnsta kosti sjö særðust. „Glerbrot og svartur reykur umlukti allt og fólk stóð öskrandi,“ sagði einn sjónarvotta að tilræðinu. Heimildir herma að einn hinna látnu hafi verið ísraelskur hermaður og fjórir hinna slösuðu hafi verið palestínskir verkamenn. Ætt- ingjar konunnar segja hana hafa átt tvö börn, þriggja ára son og eins árs dóttur. Auk Hamas-samtakanna lýstu Píslarvottar Al-Agsa tilræðinu einnig á hendur sér. Sjálfs- morðsárásin í gær var sú fyrsta síðan á jóladag en þá létust fjórir ísraelsmenn í árás nærri Tel Aviv. Yfirvöld í ísrael brugðust við árásinni í gær með því meðal annars að loka Eraz-iðnaðar- svæðinu en þar vinna um þrjú þúsund verka- menn. Forsmekkur þess sem koma skal Forvígismaður Hamas, Sheikh Ahemd Yassin, var stóryrtur í gær og sagði samtökin myndu herða enn frekar á aðgerðum. Yassin sagði það „Glerbrot og svartur reykur umlukti allt og fólk stóð öskrandi" Forvígismaður Hamas SheikAhmed Yassin sagði Hamas samtökin í fyrsta skipti hafa beitt konu isjálfsmorðsárás. Það væri ný aðferð samtakanna sem nú myndu herða sóknina gegn israetsmönnum. nýmæli að beita konu í sjálfsmorðsárás. Það væri gert til að efla árásarmátt samtakanna enda ættu karlar erfiðara með að komast framhjá öryggis- gæslu ísraelsmanna. „Þessi árás markar tímamót í baráttu okkar við óvininn. Andspyrnan mun aukast jafnt og þétt þar til ísraelsmenn yfirgefa föðurland okkar,“ sagði Yassin meðal annars. Það hefur færst í vöxt að konur taka þátt í sjálfsmorðsárásum hryðjuverkasamtaka, jafnt í ísrael sem annars staðar. Hamas samtökin hafa þó ekki áður beitt fyrir sig konum með þessum hætti. Tveggja barna mnðir sprengdi sig upp Þrátt fyrir mikinn árangur undanfarin ár vantar enn tilfinn- anlega geðlækna á landsbyggðina Geðlæknisþjónustu ábóta- vant á landsbyggðinni Átakið Þjóð gegn þunglyndi berstgegn vanliðan og depurð 15 þúsund Islendinga. „Fólk sem þjáist af þunglyndi eða depurð í Keflavík eða á Akranesi verður að sækja geðlæknisþjónustu til Reykjavíkur þar sem slík þjónusta er ekki í boði á viðkomandi stöð- um,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Þjóðar gegn þung- lyndi, en það eru regnhlífarsamtök ýmissa aðila sem berjast gegn sjálfs- vígum á íslandi. Salbjörg telur þó í heildina að aðgengi hafi batnað víða og heilbrigðisþjónustan sé ágætlega í stakk búin að taka við einstakling- um sem óska aðstoðar. „Við höfum farið víða um land undanfarna mánuði og haldið nám- skeið með starfsfólki heilbrigðis- stofnana og öðrum opinberum aðil- um eins og skólayfirvöldum og lög- reglu. Þar kynnum við sjúkdóminn og hvernig bregðast skal við honum og þeim sjúklingum sem mögulega þjást af þunglyndi eða vanlíðan. Það starf hefttr þegar skilað árangri enda margir sótt námskeiðin. Með þessu móti ætti að vera hægt að veita að- stoð þegar og ef eftir henni er leit- að." Átaki Þjóðar gegn þunglyndi var hrundið af stað síðasta sumar af gefnu tilefni en talið er að allt að 15 þúsund íslendingar þjáist af dep- urð og þunglyndi á hverjum tíma í senn. Engar opinberar tölur eru til um fjölda sjálfsvíga á síðasta ári. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farió fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 41. útdráttur 4. flokki 1994 - 34. útdráttur 2. flokki 1995 - 32. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 2004. Öll númerin verða birt i Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 | 105 Reykjavik | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 I www.ils.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.