Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Side 21
TIMARST
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
GEFIÐ ÚT AF STJGRN FÉLAGSINS
1. hefti 19 54 39. árg.
LAUGARHITUN
Eftir Gunnar
OG RAFHITUN
Böðvarsson
Domestic Heating by the Means of Natural Hot Water and Electricity
ABSTRACT: One of the major problems encountered in the design of district natural hot water heat-
ing systems is the computation of the peak demand, especially when the hot water is available in a limited
quantity only. The way of piping the hot water througli the central systems of the individual liouses and
the most suitable way of running the systems present further problems.
This paper presents an analysis of the climatic conditions in Reykjavík and Akureyri, and concludes that
due to the pronounced instability of the outside temperature and the great heat capacity of modern houses
in Iceland, it should in Reykjavík be sufficient to base the computation of the peak demand on a steady out-
side temperature of —5°C by an inside temperature of 20°C, although considerably lower outside temperature
now and then occurs during short periods of time. The cold waves are in general so short that they have
only a minor influence on the inside temperature. Similar conditions are met in the heating by electricity,
but the peak demand should in Reykjavík in this case be based on an outside temperature of —6°C. The fig-
ures for Akureyri are —8° for natural hot water heating and —9°C for electrical heating.
An analysis of the flow and heat transmission conditions in the central heating systems shows that the
hot water should in general be piped directly through the radiators, i.e. without any gravity circulation in
the systems, as any circulation decreases the lieating efficiency. It is furthermore concluded that the maxi-
mum efficiency is obtained by a steady heating during day and night. Daytime heating by the means of hot
water storage during the night is less efficient. The heating efficiency can furthermore be improved by the
means of peak load heating in special coal- or oilfired centrals.
The last section of the paper treats in a theoretical way the response of the inside temparature in liouses
to variations of the outside temperature.
Þegar gerð eru hitunartæki fyrir hús með kola- eða
olíuhitun eru hámarksafköst tækjanna miðuð við ákveðið
hámarksálag, sem hér á landi mun venjulega vera reikn-
að við 20 °C innihita, —15 °C útihita og hæfilega veðurhæð
ailt eftir staðsetningu húsanna. En slíkt veðurfar er sem
kunnugt mjög fátitt, einkum hér á Suðurlandi, og tækin
vinna því jafnan langt undir hámarksálagi. Nýting elds-
neytis við hámarksálagið er því ekki veigamikið atriði
fyrir fjárhagslega afkomu hitunarinnar, þar sem mestu
máli skiptir, að árseyðsla sé minnst.
Við samhitun húsa með laugarvatni eða raforku eru
aðrar aðstæður, ef litið er á málið frá þjóðhagslegu
sjónarmiði. Þá er mest um vert, að sem flestir geti haft
afnot af ákveðnu vatnsrennsli eða afli, þ. e. halda verður
hámarksálagi eins lágu og mögulegt er, og gæta einnig
þess, að nýting varmans við hámarksálag sé sem bezt.
Hinsvegar skipta meðalnýting og árseyðsla minna máli.
Af þessum ástæðum verður að gera samhitunartæki út
frá öðrum sjónarmiðum en hitunartæki fyrir kola- eða
oliuhitun, og eru það einkum 3 atriði, sem koma til at-
hugunar.
1 fyrsta lagi er ákvörðun hámarksálags, þ. e. ákvörð-
un mesta vatnsrennslis eða afls, sem þarf til hitunar
ákveðins fjölda húsa. Það mun yfirleitt hafa verið venja
að ákvarða hámarksálagið út frá lágmarksútihita og taka
raunverulega ekkert tillit til veðurfars almennt, þ. e. til
hitabreytinga. Nú er það mikill massi í húsum hér á
landi, að þau hafa verulega varmatregðu, og eru við-
brögð innihita við breytingar útihita því mjög hæg.
Þannig skiptir nær engu máli fyrir hitunina þótt snörp
kuldaköst, t. d. —15 °C komi fyrir eina nótt eða svo,
enda þótt hámarksálag hitunartækjanna sé aðeins mið-
að við — 5°C. Það er þvi réttara og nauðsynlegt að hafa
hliðsjón af hitabreytingum þegar hámarksálag er reiknað.
Þegar um laugarhitun er að ræða þarf I öðru lagi að
athuga tengingu kerfanna, þ. e. hvort hafa skuli hring-
rás (svonefnda „uppblöndun") i húskerfum eða ekki, en
þessi tenging er meðal annars notuð mikið hér I Reykja-
vík. Hér verða færð rök fyrir þvi, að hringtenging er
yfirleitt óheppileg við raunverulegt hámarksálag.
1 þriðja lagi kemur til athugunar, hvort nota skuli
dægurmiðlun, eins og gert er hér í Reykjavík og á Sel-
fossi, en nánari athugun, sem fer hér á eftir sýnir, að
dægurmiðlun er í alla staði óheppileg.