Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Qupperneq 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Qupperneq 24
4 TlMARIT V.F.I. 1954 + £°C. 0 Æ’ez-A í//-/-?c/ Atj/cAoAósf- A f-‘/-/‘A>L/ /~/7cf A c//cfc/Á: ó sf i \3 a A+'*' • 0*f/t b E G J-r^O _ [ {£\+s.e L T A^* A+zo A-?3 1 * \-~s 0+7‘9 / r‘M'J [ O SZ34S&7 0 /.e/7jp’cf í//'3 0/'iS/7/7A/TC7/ c/ocpo/: Mynd 2. Kuldaköst í Reykjavik miðuð við grunnhita —5°C. Tölurnar merkja lágmark meðalhita sólarhrings i hverju kuldakasti. Varmaleiðni steinsteypu er reiknuð 1,0 kg°/m, °C,st og gengið skal út frá því, að einangrun sé sæmileg og kælistuðull hennar sjálfrar 1,25 kg°/mí,°C,s,t. Sem kunn- ugt eru notaðar mismunandi gerðir einangrunar, og eru sumar talsvert betri en hér hefur verið gengið út frá. Með þessu verður kælistuðull útveggsins alls 0,8 kg°/m:, °C,st, og hefur þá verið tekið tillit til varmaskipta milli andrúmslofts og veggs, og venjulegrar þykktar útveggs. Við þessa tölu skal síðan bætt 0,25 kg°/m2,°C,st til þess að taka tillit til varmatapa við mót útveggs, inn- veggja og gólfs, þ. e. heildarkælistuðull útveggsins er reiknaður 1,05 kg°/m2,°C st. Kælistuðull einfaldra glugga skal reiknaður 6,0 kg°/m2,°C,st, en þessi tala gildir sem kunnugt fyrir bera glugga. Má því segja, að hér sé varlega reiknað, þar sem ætíð eru höfð nokkur gluggatjöld, einkum í skamm- deginu. Þá skal gengið út frá þvi, að gluggaflötur í hituðum herbergjum sé 1/6,5 eða 15% af fleti útveggs íbúðanna, þ. e. kælistuðull einfaldra glugga reiknaður á fermetra útveggs án gluggaflatar verður 1,09 kg°/m2, °C, st, en eins og áður er getið, skulu hér allar stærðir reiknaðar á fermetra útveggs án gluggaflatar. Kælistuð- ull útveggs og glugga er því alls 1,05 + 1,09 = 2,14 kg°/ m2,°C,st, en við þetta skal bætt 12% vegna loftslcipta, þ. e. heildarkælistuðull hússins reiknaður á fermetra út- veggs án gluggaflatar, verður kj = 2,4 kg°/m2,°C,st þeg- ar um einfalda glugga er að ræða. Þessi viðbót um 12% er valin með hliðsjón af því, að kuldaköstum fylgir yfirleitt stillt veður. Með 'tvöföldum gluggum minnkar varmatapið um gluggana niður í helming, og viðbótin vegna loftskipta minnkar einnig, þ. e. hér skal gengið út frá kx = 1,7 við þessar aðstæður. Samkvæmt upplýsingum, sem höfundur hefur aflað hjá byggingarverkfræðingum, má reikna með því, að þyngd steypu í innveggjum, gólfplötiun o. s. frv. sé um 800 kg reiknað á fermetra útveggs, þ. e. varma- tregða hússins reiknuð á fermetra útveggs án glugga- flatar verður m = 200 kg°/m!,°C þegar einangrun er á innhlið útveggs, og eðlisvarmi steypunnar er reikn- aður 0,21 kg°/kg,°C. Sé einangrun hinsvegar höfð á úthlið útveggs ber að reikna mikinn hluta massa hans til m, og þá verður m = 300. Loks skal, þegar um laugarhitun er að ræða, reiknað með því, að ofnflötur sé gerður fyrir 270 til 280 kg°/m2,st álag við —15°C útihita og 20°C innihita, þ. e. fyrir um 40°C meðalhita innfram innihita. Vermistuðull ofn- anna reiknaður á fermetra útveggs án gluggaflatar verð- ur þá kc = 2,4-35/40 = 2,1 kg°/m2,°C,st, ef notaðir eru einfaldir gluggar, en 1,49, ef notaðir eru tvöfaldir giugg- ar. Þegar um rafhitun er að ræða, ber að reikna k0 = 0. IJtreikningana er hægt að gera í eitt skipti fyrir öll með þvi að draga upp handhæg línurit yfir lágmarks- hita samkvæmt jöfnunum 2) og 6). Þessi línurit eru sýnd á myndum 3) og 4) og eru þar mismunandi lág- hnit og lóðhnit fyrir hverja 'tilhögun glugga, einangr- unar og hitunaraðferð. Nú þarf aðeins að athuga lágmarksinnihita fyrir kuldaköstin, sem gefin eru á mynd 2, og er niðurstaðan fyrir Reykjavík í stuttu máli þessi. Erfiðustu kulda- köstin eru þau, sem merkt eru með a) og b) á mynd 2),

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.