Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Blaðsíða 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1954, Blaðsíða 26
6 TlMARIT V.F.l. 1954 þ. e. þríhyrnda kuldakastið efst á myndinni, en lengd þess er 3,5 dagar, meðaldýpt 4,3 °C og lágmarkshiti — 12,1°C, og ferhymda kuldakastið yzt á myndinni með 8 daga lengd, meðaldýpt 3,5°C og lágmarkshita — 10,2°C. Lögrrn kuldakastsins a er þannig, að þar verður að reikna Td=-—8°C. Línuritin á myndum 3) og 4) gefa eftir- farandi lágmark innihitans, ef miðað er við 20 °C inni- hita við ■—-5°C grunnútihita: TAFLA I Laugarhitun Rafhitun Einangrun inni úti inni úti Kuldakast a. einfaldir gluggar ... .. . 17,9 18,3 17,3 18,0 tvöfaldir gluggar . .. , .. . 18,3 18,7 17,9 18,5 Kuldakast b. einfaldir gluggar . .. .. . 18,1 18,2 16,8 17,3 'tvöfaldir gluggar ... .. . 18,2 18,4 17,2 17,7 Samkvæmt þessari töflu nægir við laugarhitun í Reykjavík yfirleitt fyrir venjuleg íbúðarhús að miða hámarksálagið við —5°C útihita og 20°C innihita, enda þótt aðeins séu notaðir einfaldir gluggar og einangrun húsa höfð á innvegg þeirra, og nánari athugun sýnir, að þau kuldaköst, sem máli skipta, eins og kuldaköstin a og b, eru það fátíð, að með þessu hámarksálagi ætti innihiti ekki að fara niður fyrir 19 °C nema að meðal- tali 2 til 3 daga á ári, og samanlögö lengd kuldakasta fyrir neðan —5°C grunnhita ér að meðaltali tæpar tvær vikur, þ. e. innihiti ætti ekki að fara niður fyrir 20 °C nema að meðaltali um tvær vikur á ári. Við rafhitun gætir hitasveiflnanna meir, og ætti því að miða hámarksálagið við — 6°C ú'tihita. Þó er 'svo, að full rafhitun húsa kemur af fjárhagslegum ást.æðum ekki 'til mála nema notaðir séu tvöfaldir gluggar, og gerðar aðrar ráðstafanir til varmasparnaðar, og getur því einnig þá komið til mála að miða hámarksálagið við — 5°C. Hliðstæð athugun fyrir Akureyri sýnir, að þar ber að miða hámarksálagið við —8°C útihita og 20°C innihita, og eru aðstæður þá þar mjög likar og í Reykjavík. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga það, sem áður er sagt, að hér hefur verið miðað við veðráttu undan- farin 25 ár, og einnig gengið út frá ákveðinni gerð húsa. Að óathuguðu máli má því ekki nota þessar nið- urstöður við tréhús, eða hús með óvenjulega stórum gluggafleti, en það er hinsvegar mjög auðvelt að gera tilsvarandi útreikninga fyrir slik hús, ef massi og kæli- stuðlar eru gefnir, en hér skal ekki rætt frekar um þetta. Þá ber einnig að gera sér ljóst, að Tj er meðalinnihiti og er því ekki tekið tillit til breytilegra aðstæðna inn- anhúss. Einnig má varpa fram þeirri spurningu, hvort hitinn Tj, sem er meðalhiti innra massa hússins, sé raunveru- lega sá hiti, sem menn verða varir við í híbýlum sinum. Við æstætt ástand hlýtur Tj að vera mjög nálægt þess- um hita, þó með þeim takmörkunum, sem ætíð eru fyr- ir hendi, þ. e. mjög nálægt gluggum og útveggjum ríkir yfirleitt lægri hiti, en hjá þessu verður ekki komizt. Ekki verður séð nein gild ástæða fyrir því, að samband- ið milli Tj og raunverulegs híbýlahita rofni við þær hægu breytingar Tj, sem hér um ræðir, en þetta er þó atriði, sem æskilegt væri að prófa með mælingum. Loks ber að gera sér ljóst, að framangreind niður- staða varðandi hámarksálagið nær aðeins til sjálfra húsanna, og tekur að sjálfsögðu ekki tillit til hinna ýmsu tapa við dreifingu vatnsins eða raforkunnar. Þetta er nauðsynlegt að hafa vel í huga, þegar reiknað er há- marksálag fyrir hitaveitur með einföldu pípukerfi eins og nú tíðkast hér á landi, því að dreifing vatnsins við hámarksálagið getur þá valdið nokkrum örðugleikum, eins og reynslan hefur sýnt. Við þessi einföldu pípukerfi verður vart hjá því komizt, að sum hús taki meira vatn, en þeim er ætlað, og getur þá komið fram vatnsskortur i öðrum húsum, einkum þeim, sem hátt liggja. Þetta hef- ur í för með sér, að raunverulega verður að dreifa nokkru meira vatni, en samanlögð þörf húsanna krefur. Höfundur hefur ekki möguleika til þess að gera neina ábyggilega áætlun um notagildi dreifingarinnar, en ekki er ósennilegt að reikna verði með 5% eða jafnvel 10% meira vatni en samanlögð þörf húsanna krefur, en þetta væri sama og reikna hámarksálagið fyrir —6°C eða jafnvel —7°C grunnútihita. Er hér um að ræða einn af veigameiri ókostum hins einfalda pípukerfis. Það, sem sagt hefur verið um rafhitun gildir að sjálfsögðu jafnt um beina rafhitun sem hitun með hitadælu, en í siðara tilfellinu er þó ekki einhlítt að ákvarða hámarksálag út frá veðurfari einu, þar sem einnig verður að taka tillit til varmagjafans. Tenging húskerfa við laugarhitun Vármagjöf miðstöðvarofna er venjulega reiknuð: Q — xFtm , 8 )* þar sem k er vermistuðull ofnsins, F flötur hans og tm meðalhitinn umfram innihita. Ef ofninn er gerður fyrir ákveðna varmagjöf Q0 við meðalhitann tmo og álagstuð- ull ofnsins skilgreindur x = Q/Q0 fæst með jöfnu 8) og föstu k: tm -- Xtmo , 9)’ þ. e. meðalhitinn er í beinu hlutfalli við álagsstuðulinn. Nú eru miðstöðvarofnar raunverulega mótstraumshit- arar með breytilegum vermistuðli, og jafna 8) er þess- vegna aðeins nálgun, sem verður því verri sem tm er lægra. Réttara er að nota jöfnuna: Q = kF (ti —t2)/ln (ti/t2) , 10) þar sem tj er aðrennslishiti og t2 afrennslishiti umfram innihi'ta. Breytingar vermistuðulsins k eru ekki miklar innan þeirra marka, sem venjulega koma fyrir, en þó verður að taka tillit til þeirra, og samkvæmt þýzkum heimild- um á DIN-blaði 4720 má fyrir venjulega miðstöðvar- ofna reikna með því, að k sé í beinu hlutfalli við þriðju rót meðalhitans tm, þ. e. rita má með nægilegri ná- kvæmni samkvæmt jöfnu 9): k = kox0’33 , 11) þar sem kQ er vermistuðullinn við meðalhitann tmo. Ef miðstöðvarofn gefur varmann Q0 við meðalhitann tmo umfram innihita og vermistuðullinn kG, en álags- stuðull er skilgreindur sem fyrr x = Q/Q0 og ritað: Ul = ti/t^^X0'67 , u2 = t2/tmox0'67 , fæst með jöfnum 10) og 11):

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.