Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 3

Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 3
AKRANES 3 Málað - Omálað Þeir sem víða fara hafa tækifæri til að taka eftir mörgu því, sem ýmisi fer vel eða illa. Stundum verða and- stæðurnar mjög áberandi. Við fjölfarinn veg er gamalt býli. Það eru þrír tugir ára síðan húsin voru byggð, og þau, eru ekki stór. — En frá veginum séð líta þau út eins og nýbyggð hús og sú hugsun brýsst fram hjá þeim, sem um veginn fer, að gaman væri að koma heim á þenn- an bæ, inn í stofu til húsfreyju, því sennilega heldur hún húsinu jafn snyrtilegu að innán og bóndinn að utan. Ég hefi farið um þennan sama veg 1 25 ár og hefi veitt því eftirtekt, að húsin eru máluð á nokkurra ára fresti. Veggirnir eru í ljósum lit, en þökm eru rauð og fara undur vel við hið græna tún. Sum útihúsin eru með vel grónu torfþaki og garðar eru hlaðnir úr grjóti og torfi upp á gamlan móð. En öll umgengni er þarna með þeim. snyrtibrag, að þessi þrítugu hús eru prýði fyrir landið og umhverfið. — Ekki er þessi maður, sem^þarna býr til stórbænda talinn, enda er jörðin ekki stór. En býlið vekur eftirtekt allra, sem um veginn fara vegna snyrtimennsku ábúandans. Svo er ekið stutta bæjarleið, að stærri og meiri jörð, þar.sem -efnaðri bóndi býr. Þar eru stærri hús, járn- Warin eins og á hinum bænum, en hvílíkur munur á útliti þessa býlis og hins! Þarna hefir aldrei verið málað, hvorki þak, veggir né gluggar, síðan húsin voru byggð. Húsin eru skjöldótt, og rauð af ryði og upp í tvo glugga, þar sem rúður hafa brotnað, er ein- hverju troðið, en kassafjölum neglt fyrir aðra tvo. Hvernig skyldi vera um- horfs inni í húsum, sem líta svona út utan frá? Ég hefi aldrei farið svo fram hjá þessum bæjum, í bíl, að ekki hafi einhverjir af farþegunum spurt um hvaða bæjir þetta væru vegna þ.ess að annar bærinn er prýði og sómi landsins, en hinn til vanvirðu og smán- ar. Enda þótt þetta dæmi sé óvenju glöggt, þar sem andstæðumar sjást hlið við hlið, þá má þó víðar fina þau á þessu landi, og allt of víða er bygg- ingum haldið of illa við hvað málningu snertir — og ekki síður í kaupstöðum heldur en í sveitum. — Allsstaðar má finna dæmin um snyrtimennsku og draslarahátt. Sumir kæra sig lítið um að kosta einhvers til „fyrir augað“, eða vegna fegurðarinnar. En hér fell- ur hið fagra og nytsama saman, því málningin hindrar að mikil verðmæti fari forgörðum og því skyldi enginn láta undir höfuð leggjast, að halda sínu húsi sem bezt við. Það er hverju orði sannara, sem stendur í auglýsingu þeirra, sem verzla með málningar- vörur: ,,Þó dýrt sé að mála, þá er enn þá dýrara að mála ekki“. Það er ekk- ert auglýsingaskrum. Það er dýrt að mála hús, einkum ef kaupa þarf menn til að gera það. — En margir þeirra, sem ekki eiga mjög stór hús gætu sparað sér drjúgan skild- ing, með því að kaupa sér pensil og mála svo sjálfir þegar þeir hafa tíma til, það verður meir en hálfu ódýrara. Fátt er ánægjulegra en að breyta eig- inbústað í betra horf og að vernda verðmæti frá eyðingu. 1 byrjun þessarar greinar tók ég dæmi frá einstökum bóndabæjum þessa lands, en alveg hið sama gildir þegar um er að ræða heil þorp eða stærri kaupstaði. Svipur þeirra getur verið mikið undir því kominn hvort íbúarnir halda húsum sínum vel eða illa við, hvort þeir mála þau, e^a mála þau ekki. Og þegar byggingarefni er komið í slíkt ofurverð sem nú, hefir það margfalda þýðingu fyrir hag eig- andanna, að eldri húsum sé vel haldið við. X)g þar við bætist þetta ,,fyrir aug- að“, sem hefir sína miklu þýðingu. R. Á. um Jón Guðmundsson skósmið, frá Laufási Jón /var fæddur í Götuhúsum á Akranesi 5. des. 1859, sonur Guð- mundar Guðmundssonar sjómanns þar og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur. Árið 1876 fór Jón til Reykjavíkur til þess að læra skósmíði hjá Sigurði Kristjánssyni skósmið. Með Jóni var þarna að námi Björn Kristjánsson, skóarasveinninn sem síðar varð ráð- herra. En upp frá þessu urðu þeir Jón og Björn aldavinir. Að námi loknu kom Jón heim aft- ur og settist að á Smiðjuvöllum. Hann tók þegar til við sinn ,,lest“, og skó- aði alla tíð síðan. Skömmu eftir 1880 giftist hann Gróu Jónsdóttur frá Hópi í Grindavík. Eignuðust þau 3 syni, Kristján. sem drukknaði af kútter Valtýr, hann var giftur Sylvíu Þor- láksdóttur Karl, skipstjóra í Reykja- vík, giftur Þorbjörgu Jónsdóttur og Axel verslunarstjóri í Sandgerði, gift- ur Þorbjörgu Einarsdóttur. Áður en Gróa giftist eignaðist hún 2 börn, Kristján Linnet fyrv. bæjar- fógeta og Hansínu konu Þórðar kaup- manns Bjarnasonar. Jón eignaðist og áður einn son, Geir, sem nú býr hjer á Bjargi. Árið 1901 færði Jón sig ofan á Skag- ann og byggði.hús sitt Laufás, og þar dvöldu þau hjón síðan til 1935 er þau fluttu alfarin til Reykjavíkur. Síðan flutti Jón til Sandgerðis 1938 og and- aðist þar á j.ónsmessudag 1942, eftir skamma legu. Jón var lítill vexti, en ekki að sama skapi lítill maður, þar stóð hann í heild sinni mörgum þeim á sporði sem hærri voru í loftinu. Iíann var snar í snún- ingum og fljótur til svars, fastmæltur og ákveðinn og vafði honum enginn um fingur sjer. Hann var vel greindur og fljótur að átta sig á hverju máli, hann sagði hverjum sem í hlut átti meiningu sína og gat stundum verið meinyrtur, en yfir höfuð var létt yfir honum og lék þá á alls oddi, og gafst ekki upp í kappræðum. Jón var og vel fróður og víðlesinn. Hann var vinnusamur, en notaði allar afgangs- stundir til að lesa og aflaði sér þann- ig allgóðrar menntunar. Hann skrif- aði og ágæta hönd. Bamgóður var hann og þótti gaman að tala við börn, hann var og dýravinur og átti lengst af einn eða tvo reiðhesta og fór afar- vel með þá. Hélt hann „þeim til“ næst- um eins og kvenfólk gerir nú, dag- lega þvegnir og strokknir. Fjárhagslega vildi Jón engum vera háður, og heldvur vildi hann svelta, en að skulda það sem hann æti. Aðeins annan mann hefi ég þekkt eins nost- ursþrifinn, en það var Vilhjálmur Þor- valdsson. Jón var eins og þetta kven- fólk sem altaf er að þurka skít sem ekki er til. Úti og inni varð allt að vera hreint og fágað, ekki aðeins í kringum húsið, heldur öll lóðin. Ef nagli eða lykkja bilaði í girðingunni, þá varð strax gert við það, í því efni gilti sama máli hvort vetur var eða sumar. Sparsemi og nýttni var honum runn- in í merg og bein, og er ekki efamál að það hefir hjálpað honum hálfa leið um afkomuna, því á þeim tímum „óðu menn ekki í peningum“. Þá var Gróa ekki síður þrifin, og hin myndarleg- asta húsmóðir. Jón var afbragðs smiður og vann sitt handverk svo vel sem best má verða. Mátti jafnvel villast á hvort hand- unnið var eða vélunnið. Hann hafði því alla tíð nóg verkefni, því vart leit- uðu þeir annað sem einu sinni höfðu fengið honum verk að vinna. Ég var nágranni Jóns í 34 ár, þeim smáfækkar Akurnesingunum sem um og eftir aldamótin voru á miðjum aldri, þetta voru um marga hluti merkilegir menn, drengir góðir og framúrskarandi skilamenn. Þeim var óhætt að lána hvað sem þeir báðu um. Jón var einn af þeim, og það eru ekki lélegir borgarar. Ó. B. B. BarnaUórinn „Sólsl<insdeildin“ fór nýlega söngför kringum land, og hóf hana með söng sínum í Báruhús- inu hér, fyrir troðfullu húsi. Það er gaman að heyra börn syngja. — Þau syngja svo hreint og hressandi, svo innilega og óþvingað. Söng- og fararstjóri var Guðjón Bjarnason. Þeir eiga þakkir skyldar, sem halda börnum saman til svo göfugra iðkana. Því það ungur nemur gamall temur. Og jafnvel þó eitthvað vanti á frá listrænu sjónarmiði getur maður samt heillast af hinum saklausa svell- andi söng, og áhuga og eldmóði þeirra sem offra tíma sínum og krötum fyrir slíkt slarf. Hvað lengi eiga að vera hér 7 kenn- arar en sönglaus skóli? V

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.