Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 6

Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 6
6 AKRAN ES ó L. B . BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness III., 1. Sjávarútvegurinn. 1. kafli. Meðan útgerðin var rekin að alda gömium hætti. Æðarfuglinn í hættu. Einn af þeim fuglum er setur mest- an svip á land og eyjar við strendur landsins er Æðurinn.. Þessi hánorræni fagri fugl er, eins og kunnugt er, víðar til en á voru landi, en hjer hefur meðferð hans verið allmjög á annan veg en í öðrum heimkynnum hans. I Danmörku, til dæmis, hefur hon- um verið því nær útrýmt með skotum og svo er um fleiri lönd. En hér hefur þessi fugl verið friðaður langan tíma með lögum og vegna friðunarinnar orðið einn mesti nytjafugl íslendinga. Sorgleg dæmi eru þó til hér um lög- brjóta, sem gert hafa sér það að at- vinnu að drepa æðarfugl og hafa þau dæmi gerst ekki síst í Faxaflóa og þó víst einkum í nánd höfuðstaðarins. — Hafa þeir menn jafnan þótt vargar í véum,;.er lagt hafa það starf fyrir sig. En nú sem stendur steðjar alveg sérstök hætta að æðarfuglinum, eink- um þó við Faxaflóa. Stafar hún frá því, að nú hafa skipakomur aukist meir en nokkurn mann hefði grunað að nokkurn tíma myndi eiga sér stað á þessúm slóðum, vegna heimsstyrj- aldarinnar. Skipafloti siglir á eftir skipaflota og alt eru þetta vélknúin skip, sem ýmist nota kol eða olíu til að knýja vélar sínar áfram. Ógrynni af olíu, víst einkum úrgangsolíu fer í sjóinn og hún flýtur á yfirborðinu og æðarfuglinn — og aðrir sjófuglar — fá hana í fiðrið. Þá getur fiðrið ekki lengur einangrað fuglinn gegn vætu og kulda, þeir veslast upp, krókna og deyja svo þúsundum skiptir. Einkum virðist þessi hætta verða æðarfuglin- um skæð. í vetur sem leið átti ég erindi vestur á Mýrar, en þar eru mikil varplönd og miklar ,,æðarhjarðir“. En mér brá í brún er ég fór þar um fjörurnar, þar sem dökk olíubrák var fyrir ofan allar fjörur. Og við annað hvort fótmál varð fyrir mér dauð æðarkolla eða bliki, alt útatað í olíu. Svona var þetta þar, við hana Faxabugt. Vonandi eru ekki eins miki) brögð að þessu annarsstaðar um landið, því skipakomur munu hjer tíð- astar og hjer fer því mest úrgangsolía í sjó. Ég sá fátt annað dauðra fugla en æðarfugl, t. d. enga veiðibjöllu. Lítur út fyrir að vargur sá kunni að varast þessa hættu. Hvernig þetta fer með lundann, fer nú að koma í ljós, því nú er hann kominn til sumarbústaða sinna. Það er átakanlegt að grjmmd mann- anna skuli koma hart niður á saklaus- um, fögrum og nytsömum fuglum, og hvað æðarfuglinum við kemur virðist hjer þurfa aðgerða við. Honum hlýtur að stórfækka hér við flóann. Þetta ástand kann að sýnast — eða vera — að mestu leyti óviðráðanlegt. — En tvennt er þó hægt að gera, í fyrsta lagi að þyngja að mun þá refsingu sem lögð er við drápi æðarfuglsins og í öðru lagi að með öllu verði Lekið fyrir að æðarhreiðrin verði rænd eggi. Þær kollur sem af lifa ættu ekki að eiga á hættu að missa afkvæmi sín fyrir beinar aðgerðir mannanna. En þetta er svo mikið hagsmunamál fyrir þá sem varplönd eiga hér við flóann, Alt hið stóra nes innfyrir Akrafjall hefir í öndverðu einu nafni verið kall- að Akranes. Fram úr þessu nesi yst o'g vestast skerst svo tangi út í sjóinn. Á þessum tanga er kaupstaðurinn byggð- ur. Snemma hefir tanginn fengið nafn- ið „Skagi“, því árið 1220 stendur í máldagabrjefi fyrir Garðakirkju. „Ekki fylgir Skagi Garðalandi“. Er það eftirtakanlegt að svo hefir það altaf verið til þessa dags. Sennilega hefir þá ekkert býli verið á Skaga, eða hafi það verið, hefir það sennileg- ast heitið „Skagi“. Það má sem sagt telja víst að upphaflega hafi verið hjer ein jörð, er hún talin að hafa heitið Skipskagi. Smátt og smátt greinist svo þessi jörð í fleiri smærri jarðir, sem og jafnóðum fá hundraða- tal, og minkar þá í réttu hlufalli v;ð það, hundraðatal hinnar upphaflegu jarðar. Tangi þessi eða skagi er umflotinn sjó á þrjá vegu, og er hann breiðast- ur þar sem hann tengist við upplandið. Suðaustanvert við skagann er Kross- vík. Takmarkast hún af Hólmunum — Þjótnum — og Suðurflös, sem er sker, og skagar lengst í sjó fram á þessum tanga. Inn í Skagann, Krossvíkurmeginn, skerast þessar varir: Ivarshúsavör, og er hún efst, Halakotssandur samhliða. Teigavör, Heimaskagasandur, Steins- vör og Skarfavör. Suðvestan á Skaganum er vík ein ekki all lítil, og heitir hún Lambhúsa- s.und. Sundið takmarkast af Suðurflös og hinc vegar af Vesturflösinni. Er það langur klettahryggur sem altaf stend- ur örlítið upp úr sjó, inn í sundið er óhrein og vond innsigling því í sund- kjaftinum eru blindsker og 4r þeirra mest Sölvasker. I sundinu eru þessar varir syðst, einu nafni nefndar Víkur, og var sjaldan lent þar á fiskibátum. Þá Litlateigsvör, Lambhúsavör, Norður- vör, Nýjabæjarsandur og Bakkasand- ur. Nálægt miðju Skagans að vestan teigir landið sig hartnær út á Vestur- flösina (skömmu eftir aldamótin 1800' var grasi gróið alveg fram á flös, má af því sjá hvað mikið hefir brotið af). Þessi skanki heitir einu nafni Grenj- ar. Norðanvert við Grenjarnar skerast svo Krókalónið. Takmarkast það af klettahrygg í beinu framhaldi af Vest- urflösinni í norðaustur. I þessum hrygg eru smáskörð sumsstaðar og er eitt þeirra innsiglingin í Krókana. — En strandlengjan með sjónum alla leið úr að þeir ættu að hafa samtök um að það sem unnt er gera æðarfuglinum til verndar verði gert, — og verði gert sem fyrst. Æðarhjarðirnar hafa lengi verið ein höfuðprýði Faxaflóans — og því ætti hinum öllum að vera það kappsmál að þær séu verndaðar. R. Á. flösinni inn fyrir Götuhús, eru einu nafni nefndir Krókar. Nokkrar lend- ingar eru þarna, Krókavör, Sandavör, Bjargsvör, Traðarbakkavör og Götu- húsavör. Vegna legu sinnar liggur Skaginn því vel við „höggi“ í hamförum Ægis, þegar hann gengur „Berserksgang". Enda hefir hann marga skvettuna fengið og Sæfarar hans margir vota gröf og vofeiflegan dauðdaga. Það er vitað. að snemma á öldum er farið að stunda héðan sjó, þó vita menn ekki hvenær það hefst. Annálar geta snemma um mikla skipskaða, þannig braut 18 skip og báta á Akra- nesi í miklum sjáfargangi árið 1428. Má af því marka að þá hefir verið þar nokkur útvegur, því sennilega hefir farist þar mikill minni hluti skipanna þó hér sé mikið mist. Það er vitað, að fram eftir öllu voru hér vermenn úr öllum áttum. Áttu bændur hér upp um sýslu verbúðir og skip á Akranesi, einnig Skálholtstóll a. m. k. í tíð Brynjólfs Sveinssonar. Sú búð mun hafa verið Krosshús. Á rústum þeirrar búðar var seint á öldinni sem leið reist tvílyft hús, hét sá Jón Guðmundsson frá Seli sem reisti það. Það keypti á sínum tíma verzlunin Edinborg og verzlaði þar um og eftir síðustu alda- mót. Skömmu eftir að Edinborg hætti að verzla var hús þetta rifið. Þar er nú íshús B. Ólafssonar & Co. og Þórðar Ásmundssonar. Þessar verbúð- ir voru á Akranesi sem kendar eru við býli upp í Borgarfirði. Hafnarbúð. Leirárbúð, Hólmsbúð, Hestbúð, Drag- hálsbúð, Ásbúð og fl. Við nesið er brimasamt, og oft ilt aðkomu af sjó. Hafa því Akurnesing- ar í þeim efnum fengið góðan „skóla“. Er?da hafa þeir altaf verið taldir góðir sjómenn. Þar sem þetta hefir verið þeirra aðal atvinnuvegur um aldir, gat ekki hjá því farið að Ægir greiddi þeim mörg högg og þung við og við, það hefir þó ekki beygt þá eða brotið því enn sækja þeir sjóinn, það verða þeir að gera enn, og það ætla þeir sér að gera áfram. Frh. Alþingiskosningar í Borgarfjarðarsýslu 5. júlí. Kosn- ingu hlaut Pétur Ottesen með 700 atkvæðum. Sig Ein. fékk 333 atkv. Sv. G. fékk 365 atkv. St. Guðmundsson fékk 62 atkv. Á kjörskrá voru 1891, en 1468 greiddu atkvæði; 4 seðlar voru auð- ir og 4 ógildir. 1937 var Pétur kos- inn með 730 atkv. Þá fékk Sig. Jón- asson F 398 atkv. Guðjón B. Bald- vinsson A 280 atkv. Ing. Gunnlaugs- son K 8 og L. B. 40 atkv.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.