Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 4

Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 4
4 AKRANES Ólafur B. Björnsson: Þœttir úr söju Akraness II. 1. Hallgrímur Jónsson t hreppsfjóri 1826-1906 & . Það hefir dreíigist lengur en verðúgt væri að skrifa æfiágrip þessa gagn- merka manns. Hans hefir að oflitlu ver ið getið,, svo merkan og mikilvægan þátt, sem hann þó hefir átt í fram för og menningu „Skagans'^ síðari helming aldarinnar sem leið. Sóma Akraness vegna vil ég því ekki láta hann liggja lengur „óbættan hjá Garði“, þó þetta geti ekki orðið tæm- andi saga, heldur að eins stikklað á stóru. Hallgrímur Jónssonv hreppstjóri á Miðteig (Guðrúnarkoti) var fæddur á Ási í Melasveit 19. nóv. 1826. Foreldr- ar hans voru Jón (d. 3. nóv. 1841) Hallgrímsson, síðar bóndi í Melaleiti og kona hans Haldóra Sigurðardóttir bónda á Ytra-Hólmi Björnssonar. Halgrímur mun hafa alist upp í Ási, eða ef til vill að einhverju lejrti í Mela- leiti. Um það, þegar hann kom fyrst til Akraness, 10 ára gamall. segir hann: „hafði ég nokkurt vit á að taka eftir byggingum og skipastóli. Þá voru tvö timburhús ný byggð þar, annað átti Jón Arason á Miðteig, það stend- ur enn (1889). Hitt átti Halldór í Nýjabæ, sem líka stendur enn (1889). Hvorutveggja þessi hús voru pakk- hús 6X12 álnir“. Hingað til Akraness kemur Hall- grímur svo alkominn 1854. Það sést fljótt hvað í honum býr, því strax ger- ist hann hinn athafnasamasti dugn- aðarmaður. Hann tekur fljótlega við vhreppstjórninni, og forræði flestrx njála. Kosjnn þingmaður fyrir Borgar- fjarðarsýslu 1869, og er það til 1873. Hann eígnart sldp og er sjálfur for- maður á því. Hallgrímur hefir verið mjög vel gefinn og á þeirrar tíðar mælikvarða allvel menntaður. (Bjarg- aði presturinn þar, eins og stundum áður, hann naut tilsagnar Melaprests). Einbeittur var hann og fastur fyrir. Kjarkmikill og duglegur að koma fram hugsjónum sínum og áhugamál- um. Hann var lengst af um sína d.aga, og stundum einasti framfaramaðurinn hér. Stóð alt af í fylkingarbrjósti og dró ekki af sér. Fyrstur hreyfði hann byggingu gamla barnaskólans, hann stendur enn og er notaður til kennslu. Hann gaf skólanum svo .rúmgóða íóð, að hinn nýji skóli var líka byggður á henni 1912. Hann ýtti byggingunni áfram og lagði fé í hana. 13, jan. 1889 hélt hann fyrirlestur í bamaskólanum til ágóða fyrir skólann. Hann var um „lífið á Skaganum s. 1. 100 ár“, og er til skrifaður með eigin hendi Hall- gríms. Hann gaf og lóð undir kirkj- una, þegar hún var færð hingað frá Görðum 1895. Menntun og framfarir fólksins andlega og efnalega, var Hall- grími hjartans mál. Hann hefir á yngri árum áreiðanlega haft ríka löngun til menntunar, og má þangað sjálfsagt rekja áhuga han$ og skilning á því að búa öðrum skilyrði til menntunar. — Hallgrímur Jónsson, hreppstjóri. En hann hefir, svo sem oft á sér stað um þá menn, sem langt eru á undan samtíð sinni, verið „rödd hrópand- ans“. Því í fyrirlestri sinum segir hann m. a,: „Nú var skólahús — þetta — sem við stöndum í orðið byggt 1880 eins og það er af múruðum steini; hafði það átt örðugt uppdráttar, því margir skyldu ekki í tilganginum og þekktu ekki sinn vitjunartíma Enn segir hann á öðrum stað: „Serr allra flestir hinna yngri manna, ættu að læra enska tungu eða danska — og allar menntir til munns og handa, ættu þeim að vera kærastar“. — Halgrímur kom af stað lestrarfél- agi sem við njótum enn í dag. Enskur maður Isak Sharp, sem hér var á ferð gaf 100 dali til stofnunar ekknasjóðs gegn að minnsta kosti 100 dala fram- lagi innan árs frá því að hann gaf þetta fé. Hallgrímur tók að sér að safna þessu fé. Af þessu var stofnaður Ekknasjóður sjódruknaðra manna í Borgarfjarðarsýslu. Síðar gaf Hall- grímur sjóðnum jörðina Bjarteyjar- sand á Hvarfjarðarströnd. — Fyrstu stjórnendur sjóðsins munu hafa verið Hallgrímur og Magnús á Vilmundar- stöðum. tJr þessum sjóði er árlega út- hlutað, og verður hann með tíð og tíma stór og gerir mikið gagn. Hallgrímur hataði drykkjuskap, og þó hann gerðist ekki bindindismaður, studdi hann bindindisfélagið með ráð- um og dáð. Hann var hinn bezti fél- agsmaður og kom strax í Æfingar- félagið er það var stofnað. Var hann þá 54 ára gamall, en vann af miklu fjöri og áhuga, sem einn bezti starfs- kraftur þess alla tíð. — Hann hafði glöggan skilning á gildi söngsins, sem m. a. má marka á því, að hann var frumkvöðull að kaupum á orgeli í Garðakirkju 1881, og gaf það víst að mestu. Þá var enginn til að spila á það orgel. Sendi Hallgrímur þá uppeldis- son sinn til Reykjavíkur vetrarlangt, til þoss að nema á hljóðfæri. Hann hét Vilhjálmur Guðmundsson og var hinn fyrsti organisti við kirkjuna. Hallgrími er allt af ríkast í huga framfarir Skagans, heill og menning íbúanna. Hann segir í áminnstum fyr- irlestri, að hér hafi komið Goodtempl- arastúka 1887, „sem jókst fljótt og vel, og leiddi gott af sér. drykkjuskap- ur fór þverrandi. Eltki voru margir íþróttamenn þá hér á Skaga“, segir hann, ,,og enginn kunni að synda, eng- inn að teikna utan kaupmaður Magnús ólafsson lítið eitt. Enginn að glíma síðan Halldór leið. (Þ. e. Halldór á Grund fyrri maður Ragnheiðar). — Skautaferð og margar aðrar líkams- æfingar eru nú lagðar niður, sem bæði var til gagns og gamans“. Á öðrum stað segir hann: „Yfir höfuð er mennt- un og fegri siðir að ryðja sér til rúms, en þó lifir mikið eftir af fáviskunni og bragðleysinu hjá kynslóðinni; sam- heldisleysið, sérgæðingsskapurinn og tortryggnin er ættgengur sjúkdóm- ur“. í niðurlagi erindisins segir svo Hall- grímur að lokum: „Vér þurfum að fá góðar og fallegar götur um Skagann, svo að okkur og öðrum sé hægt að komast áfram um hann, og gestirnir sjái að hér búi menn, sem kunni að meta fegurð og gagn af góðum vegi. Vér þurfnm að fá mældan Skagann og prentaðann uppdrátt yfir hann, svo aðrir geti séð í anda útlit hans og stærð, og eftirleiðis geti sýnt hvernig hann er. Vér þurfum að fá brennandi ljósker — á Breiðinni — svo að sjó- farendur viti eins á nóttu sem degi hvar Skaginn er. Þetta og margt fleira vantar okkur og þurfum endilega að fá, bæði til að gera okkur meiri menn í annara augum, og til að glæða áhuga á því, sem fagurt er, og þar með að efla vort eigið og anara sannarlega gagn. En einkanlega þarf hin yngri kynslóð að breytast og taka sér fram í vinnunni“. Og svo endar hann með hvatningunni, sem fyrr var getið um, að læra enskuna og dönskuna, og all- ar menntir til munns og handa, sem öllum ættu að vera kærastar. Það eiga að vera til ýmsar kynja- sagnir af harðyðgi Hallgríms við fátæka. Það er annaðhvort eða hvort- tveggja, að fyrir þeim sé enginn fót- ur, eða þær stóryktar og úr lagi færð- ar. Því til sönnunar skal hér ein saga sö'gð. Einusinni voru þeir saman í hrepps- nefnd Böðvar Þorvaldsson og var hann oddviti, Hallgrímur, sem var varaodd- viti, Ásmundur á Háteig og Guðmund- ur í Lambhúsum, en þeir voru í íátækranefndinni. Þegar þetta var, stóð svo á að oddvitinn hafði verið lengi veðurteptur í Reykjavík. Um þetta leyti kom til fátekranetndar- innar maður, sem ber upp fyrir þeim Vandræði sín, og telur sig matarþurfi. Þeir fara því rétta boðleið til Hall- gríms, og segja honum vandræði mannsins. Hann biður þá að senda hann til sín. Þeir gera svo, og fer mað- urinn til Hallgríms. Hann skammar hann fyrir þá ósvinnu og kæruleysi, að drekka út alla sína aura og frá sér allt vit, og láta svo allt skyldulið sitt svelta, og sækja til hreppsins því til bjargar. Hann sjái svo sem til ferða hans í Krosshús. Hann geti ekki falið þetta fyrir sér, og biður hann að hætta uppteknum hætti. — Maðurinn fór jafnnær frá Hallgrími, nema hvað hann fékk skammirnar. Eftir nokkra stund gengur Hallgrímur á fund Ás- mundar og Guðmundar, fær þeim 50 krónur frá sjálfum sér, og biður þá að koma þessu til mannsins, því ekki dugi að láta karl greyið og fólk hans drepast þó hann drekki. — Mér þótti nóg að láta hann hafa skammirnar, þið skuluð láta hann hafa þessar krónur j uppbót. En blessaðir talið þið um fyrir honum.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.