Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 5

Akranes - 01.07.1942, Blaðsíða 5
AKRANES 5 Það hefir verið sagt um Hallgrím, að hann hafi verið mjög vinnyharður. Ég hefi átt tal við vinufólk Hallgríms, sem enn er á lífi, og ber það honum vel söguna og pótti vænt um hann. — En til að niðra Hallgrími ,í þeirri grein var þessi saga sögð. Einu sinni á útmánuðum átti hann að koma að máli við Guðmund heit- inn í Lambhúsum og segja við hann: „Hvað hefir þú handa þínum mönnum að gera núna?“ Ég er nú eiginlega búinn að láta gera allt, sem ég get látið gera. En hvað gera þínir menn núna?“ segir Guðmundur. „Mínir menn, ég læt þá bera upp sand annan daginn og niður hinn, heldur en þeir hafi ekkert að gera“, á Hallgrímur að hafa sagt. — Þetta þykir mér merkileg saga og lærdómsrík. Af- bragðs dæmisaga. Hallgrímur leit svo á, að iðjuleysið væri rót alls ils. Fyrir það, og vegna þess leiddust menn út í alls konar óreglu. Vinnan aftur á móti væri uppspretta ailrar gæfu og gengis. Enda er það orð. sem stendur stöðugt, jafnvel þó tímarnir breytist. Hallgrímur var tápmikill, hagsýnn og duglegur búsýslumaður Vakandi fyrir heill og framförum „þingmanna sinna“, og vildi veg þeirra og mennt- un, sem mesta í ölluro greinum. — Hann vissi að menntun er „vald“ og sá á hægt með að komast áfram, sem nemur meðan hann má, og ávaxtar sína mentun í vinnusemi og framtak- semi. Honum voru, að áliti Hallgrims, allir vegir færir. Miðteigur (Guðrúnarkoti). < Þessi mynd er af Miðteig (Guðrúnarkoti). Húsið reisti Hallgrímur Jónsson 1871 og var fyrsta timburhús sem reist var á Akra- nesi. í kvistherberginu var skrifstofa pró- fastsins. Árið 1931 lét Ól^B. Björnsson rífa húsið, en byggði þar íveruhús það, sem þar er nú. Ég var 11 ára þegar Halgrímur dó. Ég man hann vel og hændist að hon- um eins og öll börn. Við fórum oft með gamla manninum út í grásleppu- net. Það taldi hann okkur gagnlegt. Okkur þótti öllum vænt um hann. —- Seinna þegar ég fór að hafa vit á, og fylgjact með því, sem gerst hefir, og gerst hafði í tíð og fyrir tilstilli Hall- gríms, sé ég betur og betur hve mikill maður hann var. Hve langt hann var á undan sínum tíma, og hve langt við Akurnesingar værum þó enn á eftir tímanum, ef hans hefði ekki notið við. Dæmin sem tekin hafa verið af handa- hófi úr fyrirlestri Hallgríms sýna þetta vel. Akranes á eftir og þarf að minnast Hallgríms verðuglega. — Vér getum það bezt með því að taka hann okkur til fyrirmyndar, það væri sjálfum okkur sómi og byggðarlagi okkar til hins mesta gagns. Hallgrímur bjó alla sína tíð á Mið- teig ásamt konu sinni Margréti (d. 2. júlí 1903) Jónsdóttur, bónda á Hnaus- um, Ólafssonar. — Margrét var hin mesta myndar og gæðakona. Af börnum Hallgríms og og Mar- grétar lifði aðeins ein dóttir, Haldóra, kona sára Jóns Sveinssonar prófasts á Miðteig. Aðeins eitt af þeirra börn- um er á lífi, Margrét, kona Níelsar Kristmannssonar. Hallgrímur dó -8. janúar 1906. — Um leið og ég lík orðum mínum um þenna merka mann, vil ég lofa yður að sjá hvernig hann sjálfur lagði fyrir um, hvernig haga skyldi útför sinni Þetta skjal er til skrifað af honum sjálfum og dagsett 31. júlí 1900 og hljóðar svo: „Ef dauða minn ber þannig að, að lík mitt verði jarðsett, vil ég hafa jarð- arförina viðhafnarlitla og sem fyrir- hafnarminnsta. Einungis að vissa sé fengin um það að ég sé dauður. Kist- una sterka (úr Innstavogstrénu), á fótum, með engu skrauti og óskorið léreft. Það sem næst í af vinnumönn- um sem hjá mér hafa verið og þénað mér af dyggð, vil ég láta vera líkmenn mína, allt að átta og launa þeim vel — 10 krónur. — Engar góðgerðir við þá né aðra. Prest vil ég láta tala fá- ein orð við burtburð minn af heimil- inu, sem skilnaðar orð, en ekkert skjall eða skrum, — því ég er horfinn aðeins um stund hinum eftirlifendu, við það að gjalda þá skuld, er allir eiga að lúka —, endurminning um líf mitt og breytni, ef til gagns hefur ver- ið, lifir með þeim. Hafi það miður verið en skyldi, getur bað verið þeim til viðvörunar og deyr út með mér. Sömuleiðis vil ég ekki heldur láta tala neitt um mig í kirkjunni, ekki einu sinni æfi eða aldur, flestum við- stöddum mun það nokkurnvegin kunn- ugt. Ef dauða minn hefur borið hast- arlega eða hrapalega að, þá er nóg til- efni að minna hina eftirlifendu á snöggan viðskilnað. En hafi lífstími minn verið langur og undirbúnings- tíminn nægur, þá er tilefni til að á- minna þá um að fara vel með þessa dýrmætu gjöf: tímann, svo að mað- ur þurfi ekki að sakna þess í lokin að hafa misbrúkað hann eins og ég, eða látið svo margt gott ógert, sem mögu- legt var að gera. Grafskrift vil ég láta gera eftir mig, (helst séra Þór- hall) og útbýta henni prentaðri við jarðarförina. 1 blöðunum banna ég engum að geta láts míns og minnast mín rétt eins og ég á skilið. Loks vil ég óska þess, fái ég legstað að Görð- um, á Akranesi, að hann verði gjörður í miðjum kirkjugarðinum, og þar yfir settur þungur steinn með fangamarki mínu. Þenna gjörning, sem ég hef skráð 11. júlí 1894, staðfesti ég með undir- skrift minni. Guðrúnarkoti h. 31. júlí 1900. Haltgr. Jónsson“. Þetta skjal lýsir Hallgrími vel. Hann var alltaf hreinn og beinn og ákveðinn. Vildi vera en ekki sýnast. Fastheldinn á það sem var gamalt, ef það var gott, en opinn fyrir því nýja sem stóð til bóta. Og ef að er gáð, eru það ekki einmitt þessir mennirnir sem verða að mestu gagni? Liggur ekki einmitt mest eftir þá? Kistuefnið sem Hallgrímur talar um, er stórt tré sem rekið hafði á hans eigin jörð. Ef lík- mönnum var borgað, mun það oftast hafa verið 6 krónur, en hann var rausnarmaður og vildi svo vera láta að því er honum við kom, þar til hann væri kominn „á sinn stað“. Þegar kona hans var jörðuð, borgaði hann líkmönnum, hverjum með 10 kr. gullpeningi. Sennilega hefur hann í þessum ,,gjörningi“ ætlast til hins sama, þó mér hefði. þótt enn meira gaman að hann hefði líka getið þess þar Rödd lesan^a blaðsins Fyrir nokkrum dögum hitti ég kunningja minn í Reykjavík, hann sagði við mig á þessa leið: „Það er svo að segja daglegt brauð, að fá sent heim til sín allskonar blaðarusl, sem mann því miður annað hvort brestur kjark eða tíipa til að senda aftur til föðurhúsanna. Þú sendir mér nokkur tölublöð af blaði ykkar „Akranes“. Ég skal viðurkenna það fyrir þér, að mótsett við venjuna, var ég þér þakk- látur fyrir þessa sendingu. Maður á því ekki að venjast nú til dags, að geta lesið heilt blað, mörg blöð, með at- hyglisverðum greinum, án allra öfga og ilgirni í garð flokka manna eða málefnis, og það þá dagana sem mest er logið og smjaðrar. Útlendingai-, er hafa farið um Akranes, hafa sagt í mín eyru, að það sé einna allra skemmtilegasti cg þrifalegasti bær, sem þeir hafi séð hér á landi. Blaðið ykkar fer myndarlega af stað, og þið eruð á réttri leið með það, og þegar ég las það, — sem ég gerði frá orði til orðs, — þá fannst mér, af þeim kynnum sem ég hefi haft af ykkur, geta vænst þess, að þið ætlið að gera ykkar unga bæ þannig úr garði, að hann verði öðrum bæjum og þorpum í landinu fyrirmynd um stjórn, þrifn- að og alla menningu". Fyrir hönd okkar unga blaðs, og Akraness, þakka ég allt þetta lof þessa vinar míns. Ég heiti á Akurnes- ina að vinna að því af alhug og ein- beittni að Akranes geti fyrr en seinna skipað þan'n heiðurssess, sem þessi ágæti maður ætlar því. Blaðinu var ætlað að styðja þvílíka viðleitni og ég vona að í áttina miði, þó langt sé að markinu. Ó. B. B. Leiðrétting-. í grein Svövu Þorleifsdóttur um Kvenfélag Akraness í síðasta blaði, er þessi prentvilla: „Nam sá sjóður félagsins um kr. 83100.00. En á að vera kr. 38100,00.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.