Akranes - 01.11.1942, Qupperneq 1

Akranes - 01.11.1942, Qupperneq 1
I. árgangur. Akranesi, nóvember 1942. 9. tölublað. í HERS HÖNDUM Blaðíð Víðir ræddi fyrir skömmu um íramtíð kvenna í höndum hermanna. Grein þessi er þess verð, að hún sé les- in víðar en í Vestmannaeyjum. í því, sem hér er sagt um þetta mál er að nokkru leyti stuðst við áðurnefnda grein. Flestar ungar stúlkur þrá skemmtan- ir. Kynni þeirra við erlenda hermenr verða oftast á dansleikjum eða samkom- um. Hið óþekkta, sem er í fari her- manna, freistar þeirra. Þær langar til að kanna nýjan og óþekktan unað. Þær eiga líka annan draum, sem á dýpri ræt- ur, draum um heimili, eiginmann, börn og tryggt og öruggt athvarí. Skemmt- analöngun kvenna á oftast rætur sínar að rekja til þess, sem síðar var nefnt. Þær rtúlkur, sem kynnast hermönn- um, hugleiða sjaldnast, hverjar afleið- ingar þau kynni geta haft og hafa oft. Það eru ekki minnstu líkindi til þess, að viðkynning þeirra við hermenn geti orðið þeim til annars en sorgar og von- brigðs, og það því frekar, því einlægari sem tilgangur þeirra er. Stúlkan þekkir ckki íortíð mannsins. Hún verður blint cg skilyrðislaust að trúa hans eigin sögu'sögn. Oítar en einu sinni hefur það komið fyrir, að giftir hermenn hafi kvongast íslenzkum stúlkum. Stúlkan getur ekki gert sér minnstu vonir um giftingu. Ameríski herinn hefur bann- að hermönnum að giftast íslenzkum stúlkum, enda þótt engar takmarkanir séu settar fyrir því að hermcnnirnir skemmti sér með þeim'. Jafnvel þótt hægt kunni að vera að fá undanþágu frá banni þessu, er fram- tíð hermannsins mjög óviss. Milljónir hermanna láta lífið í stríðinu, og eng- inn veit, hvað tekur við hinum, sem lifa það af, en öllum eru ljósar þær hörm- ungar og hrun, sem fylgja í kjölfar allra styrjalda. Stúlka, sem giftist erlendum manni og flytzt af landi burt, missir ís- lenzkan ríkisborgararétt og henni mun oft reynast erfitt að festa rætur í fram- andi landi. í heimalandi hermannsins er litið á hjónabönd, sem stofnuð eru undir þessum kringumstæðum öðrum augum en hér. Stúlkan getur búist við því, að ofan á allt annað bætist tor- tryggni og lítilsvirðing þeirra, sem hún Framh. á 2. síðu. Magnús Stephensen Magnús Stephensen var um langt skiið áhrifamesti maður í íslenzku þjóð- lífi og brautryðjandi nýrra skoðana og nýrrar menningar. Híbýli hans voru helzta mcnntasetur landsins. Hann var lærdómsmaður og hagsýnn fram- kyæmdamaður í senn. Hann var höfð- slóðum, þar sem seinna reis upp blóm- legur verzlunar- og útgerðarstaður, á Akranesi, staður, sem nú býst einnig til að hefia sig til nýrra sjálfstæðra starfa um bókmenntir og andlegt líf með stofnun prentsmiðju og með útgáfu- starfsemi. ingi og bjó við rausn. Hann lét margvís- leg mál til sín taka, vísindi og bók- menntir, stjórnmál og dómsmál og at- vinnumál. Afskipti hans af þeim voru misjöfn og stundum misjafnlega heppi- leg, en þau stefndu öll í einlægni að einu marki, að því að skapa í landinu nýjan tíma, nýja menningu, ryðja burtu því, sem honum þótti úrelt og vekja fólkið til nýrra dáða og nýrrar trúar á landið og kosti þess og framtíð, í anda „upplýsingarinnar“. Miðstöð þessarar starfsemi Magnúsar Stephensen var um langt skeið á þeim En í Leirárgörðum var áður prent- smiðja frá 1795 til 1816 og síðan á Beiti- stöðum 1817—18 og var flutt út í Viðey 1819 og var þar til 1844. Leirárgarða- prentsmiðjan var stofnuð upp úr Hrappseyjarprentsmiðjunni, sem komið hafði verið á fót 1772 og seinna var Hólaprentsmiðjan einnig flutt að Leir- árgörðum (1799). í þessum prentsmiðjum fór fram all- mikil iðja og þaðan komu margar ágæt- ar bækur. Með yfirráðum sínum yfir prentsmiðjunni réð Magnús Stephen- sen mestu um bókaútgáfu í landinu um

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.