Akranes - 01.11.1942, Síða 4
4
AKRANES
ÓL. B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögru, Akraness. II. 2.
Kristrún
á Bjargi
Kristrún á Bjargi
Á þessu ári eru liðin 30 ár síðan
Kristrún Hallgrímsdóttir á Bjargi and-
aðist. En á næsta ári eru liðin 110 ár
síðan hún fæddist á Veiðilæk r Norð-
urárdal, 1. október 1833. Faðir hennar
var Hallgrímur Högnason frá Guðna-
bakka í Stafholtstungum, Hallgrímsson-
ar s. st. Jónssonar í Efranesi, Hallgríms-
sonar. Af Akra-Finnsætt. Kona Högna
á Guðnabakka og föðurmóðir Kristrún-
ar var Kristrún Loftsdóttir frá Leir-
vogstungu í Mosfellssveit Þorkelssonar,
systir síra Þorkels í Móum á Kjalarnesi
föður sr. Björns á Höskuldsstöðurp, Sig-
ríðar móður Þorláks Ó. Johnson kaup-
manns í Reykjavík og þeirra systkina.
Móðir Kristrúnar var Helga Ásmunds-
dóttir frá Elínarhöiða á Akranesi, Jörg-
enssonar skraddara á Krossi, Hanssonar
Klingenberg, en það er útlend ætt. Móð-
ir Helgu og þriðja kona Ásmundar var
Guðlaug Grímsdóttir frá Galtarholti
Einarssonar; Guðlaug var systir Guð-
mundar föðurföður Ólafs leikfimikenn-
ara Rósenkranz í Reykjavík; systir
þeirra Guðlaugar og Guðmundar var
Margrét föðurmóðir Sighvats Borgfirð-
ings. Sú ætt er frá sr. Grími Bergsveins-
syni í Görðum á Akranesi 1628—1669
en Bergsveinn prestur faðir hans og
Guðprandur biskup Þorláksson voru
bræðrasynir.
Helga móðir Kristrúnar fæddist í
Elínarhöíða 20. des. 1814 og fluttist 14
ára gömul að Arnbj argarlæk í Þverár-
hlíð, og dvaldist þar upp frá því og
giftist Hallgrími Högnasyni. Þau bjuggu
um eitt skeið á Veiðilæk og þar fæddist
Kristrún 1. okt. 1833 eins og fyrr er
sagt. 12 ára gömul fluttist hún að Elín-
arhöfða til móðursystur sinnar, sem þá
var nýgift fyrri manni sínum Þórði
Gísfasyni, en það var faðir Ásmundar
á Háteig, sem enn er á lífi (1942). Þar
dvaldi hún næstu 10 árin,- Hún var
fermd í Garðakirkju 1848 af Hannesi
prófasti Stephensen með góðum vitnis-
burði.
Árið eftir að hún kom að Elínarhöfða
fluttist þangað til sömu hjóna 17 vetra
gamall piltur, röskur og efnilegur, Tóm-
as að nafni, sonur Erlendar bónda Sig-
urðssonar og Kristínar Tómasdóttur,
sem áður bjuggu í Belgsholtskoti og
síðar á Arkarlæk og Fellsöxl. Kristrún
og Tómas ólust síðan upp í Elínarhöfða,
en gengu í hjónaband 9. des. 1854, hún
21 árs en hann 26 ára, voru þau gift í
Garðakirkju af Hannesi prófasti. Fór
það ekki milli mála, að þessi ungu hjón
í Vogum þóttu með þeim efnilegri á
þessum tíma. Fyrsta árið voru þau
vinnuhjú í Vogunum, en fluttust árið
1855 að Bjargi á Akranesi, var það ný-
býli er Hálfdán Jóhannesson hafði
byggt þar úr auðn árið 1852, og nefndi
Bjarg. Þau komu þar að lélegum kofum
með næsta lítil efni, en þau voru rík af
áhuga, kjarki, dugnaði og ráðdeild, sem
entist þeim æ síðan. Þau þurftu líka á
því að halda, því nú hlóðust börnin á
þau ár frá ári, hvorki meira né minna
en 17 talsins. Tómás lét hendur standa
fram úr ermum, var formaður og stund-
aði sjóinn af miklu kappi og var hepp-
inn. Húsfreyjan lá þá heldur ekki á liði
sínu, að hugsa um þennan stóra hóp og
sinna margvíslegum störfum, því þó
einkennilegt megi virðast, voru margir
gestkomandi á þessu barnmarga heim-
ili bæði þá og æ síðan. Tómas var nokk-
ur ár hreppstjóri á Akranesi og var
jafnan vel látinn. Hann andaðist á
Bjargi 8. marz 1881 eftir rúmra 26 ára
farsælt hjónaband.
Þvílíkt reiðarslag í viðbót við marg-
víslegar áhyggjur á svo barnmörgu
heimili, 6 þeirra enn í ómegð. Eitt barn-
anna, Hallfríður, var send 12 ára gömul
til föðursystur sinnar og var þar í nokk-
ur ár, en veiktist þar af þeim sjúkdómi,
sem hún aldrei varð jafngóð af síðan
eins og kunnugir vita. Þennan vetur,
sem maður Kristrúnar dó, var „Fríða“
einmitt komin heim aftur, þá veik. En
til marks um táp og dugnað Kristrúnar
í þessum raunum, skal þess getið — og
verður vart lengra jafnað —. Meðan
Tómas lá á líkbörunum yfirþyrmdi
„Fríðu“. Hugsið ykkur heimilið, börn-
in, ekkjuna. Hvað átti að gera? Þetta
var „harðaveturinn“, fiskileysi, fátækt,
allt að því hungur. Hvað haldið þið að
Kristrún á Bjargi hafi gert? Hún mann-
aði út skip, það var sett fram af
„Skarfatanga", því ekki var hægt að
komast úr nokkurri vör, — þetta var
harða veturinn —. Hún sigldi með
dótturina suður á Vatnsleysuströnd,
þar hafði hún heyrt að byggi maður,
sem fengist allmikið við lækningar og
heppnaðist vel. Það var Lárus hómó-
pati. Þar var Fríða lengi og fékk nokk-
urn bata.
Þetta er nú byrjunin á erfiðleikun-
um, en af því má sjá, að Kristrún tók
mannlega á móti og dró ekki af sér,
enda sýndi hún það æ síðan, að hún
ætlaði ekki að gefast upp, fyrr en í
fulla hnefana. Veturinn áður en Tómas
dó, haíði hann látið smíða sér skip og
iengið til þess allmikið af veiðarfær-
um. Hann skuldaði því mikið er hann
féll frá, en þá var enginn drengjanna
það fullorðinn, að hann gæti tekið að
sér formennsku. Allt, smátt og stórt, að
undantekinni stundaklukku og rúm-
fatnaði var því selt upp í skuldir. Bær-
inn — ágætur — seldur á 150 krónur,
hún fékk þó að vera í honum, en skyldi
greiða 50 krónur í eftirgjald eftir hann,
nokkurt tún og garða. Óskiljanleg er sú
harðyðgi, að láta þetta og þvílíkt við-
gangast.
Um þetta leyti var hér ungur, efni-
legur iormaður, afbragðs drengur og
mikill sjósóknari, Björn Ólafsson, —
hann var faðir Björnfríðar á Sigurvöll-
um konu Ágústar Ásbjörnssonar. —
Hann var þá lausamaður en áttf 6
manna far. Hann kemur til Kristrúnar
og býður henni að koma til hennar og
hún geri skipið út að hálfu á móti sér,
og býður henni ennfremur að taka 2
elstu drengina með sér, en þeir voru þá
á 16. og 17. ári. Þessi alkunni sjógarpur
og öðlingsmaður var hjá Kristrúnu í 2
ár og hjálpaöi henni mikið, en þá fór
Hallgrímur sonur hennar að vera for-
maður og nokkru síðar Tómas. Þetta
heiði því gengið skaplega allt saman,
ef ekki heíði verið afskapleg fiski-
tregða þessi ár, og því hin erfiðustu með
allan þennan mikla hóp.
Nú ier yngsti bróðirinn, Benedikt, að
gera nokkurt gagn, þannig fær hann að
„fljóta“ 1890 og fær að eiga það sem
hann dregur. Þrír elztu bræðurnir fara
nú að eiga með sig sjáliir, en hinir þrír
eru heima, Kristmann, sem ekki stund-
aðí þá sjóinn, Guðjón og Benedikt. Til
marks um fiskileysið og erfiðleikana
má geta þess, að Kristrún átti eftir eina
vertíðina 2 skpd. af fullverkuðum fiski,
og var verðið þá 36 kr. á skpd. Eftir-
gjaldið var 50 kr. og má þá gera sér í
hugarlund, hve mikið var eftir til að
„lifa á“. Af þe'ssu árferði skuldaði
Kristrún því nokkuð hjá Böðvari kaup-
manni, sem hún ekki gat borgað, en í
stað þess að ganga hart að henni með
skuldina, bauðst hann til að lána henni
frekar. Um vorið fiskaðist vel og gat
Kristrún þá borgað Böðvari alla
skuldina, þótti henni vænt um hvort-
tveggja, drengskap Böðvars og það lán,
að geta greitt skuldina að fullu.
Það var oft hart í búi hjá mörgum
hér á þessum árum, sérstaklega þegar
illa fiskaðist, því þá byggðist allt á afla-
feng úr sjónum, þurfti þá vitanlega ekki
til að 20—30 manns væri í heimili. Einn
slíkan vetur átti Kristrún bágt sem oft-
ar í sínum ekkjudómi, var þá lítið til