Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 14
74 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004 Fréttir TÍV Yfir fjörutíu þúsund í kirkju Árið 2003 sóttu yfir 40 þúsund manns Hafnar- fjarðarkirkju og safnaðarheimili hennar. Eru þá ekki taldir með all- ir þeir sem tekið hafa þátt í nám- skeiðum á vegum kirkjunnar á árinu, brúðkaupum eða skírnarathöfnum. Ekki heldur eru taldir með kórar og annað æskulýðsstarf sem fram fer í safnaðar- heimilinu. Eru þátttakend- ur í slíku starfi þó mörg hundruð í hverri viku. Sem dæmi má nefna að yfir 6000 manns hafa sótt hjónanámskeið kirkjunnar. Foreldrar hafa stofnað samtök sem berjast fyrir réttlátri meðferð félags- og barna- verndaryfirvalda. Þeir hafa margir hverjir gengið í gegnum ótrúlega baráttu þar sem brotið er á þeim. Andmælaréttur þeirra ekki virtur, gögnum stungið undir stól og hrein ósannindi borin á þá í skýrslum. í flestum tilfellum er um konur að ræða. B Blygðunarlaus brot barnaverndarnefnda Fá lengri flugvöll Til stendur að bjóða út Iengingu á Þingeyrarflug- velli í haust. Flugvalla- og leiðsögusvið hefur í sam- starfi við Flugfélag íslands gert athuganir á lengingu flugbrautar á Þingeyrar- flugvefli þannig að Fokker 50 geti notað brautina án þungatakmarkana. Um er að ræða 260 metra leng- ingu út í sjó. Heildarkostn- aður við framkvæmdina er áætlaður 168 milljónir. Fekkátta ný líffæri Læknar í Flórídaí Banda- ríkjunum slógu á dögunum heimsmet þegar þeir græddu átta líffæri í sjö mánaða stúlku. Alessia litla Di Matteo fékk tvö nýru, lifur, maga, briskirtil, smágirni og stórgirni og milta í aðgerð sem §Kfc tók tólf klukkustund- "m 1 ir. Alessiu var ekki hugað líf þegar hún fæddist og líffæra- gjöfín var hennar eina von. Líffærin voru tekin úr árs- gömlu bami. Fyrra heimsmet í líffæraígræðslu er frá árinu 1997 en þá vom sjö líffæri grædd í manneskju. Líðan stúlkunnar er með ágætum og vonir hennar bjartar. f„Ég hefþað gott og er glaður I sinni enda vor í lofti, ferming- ar framundan og golfsumarí Hvernig hefur þú það' vændum," segir sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur I Nes- kirkju.„Nýtt safnaöarheimili verður brátt tekið I notkun við Neskirkju og því eru spenn- andi tímar í nánd. En mitt í gleðinni finn ég til með fólki sem er í sorg vegna ástvina- missis. Og svo eru mér ofar- lega I huga einstaklingarsem orðið hefur á I lífinu og þurfa að búa við harðan dómstól götunnar. Mér þykir DV fara heldur geyst í þeim efnum og finnst að fara þurfi fram yfir- veguð umræða um nafn- og myndbirtingar meintra brota- manna." Fjölskylduvernd eru nýstofnuð samtök for- eldra sem telja að barnaverndaryfírvöld og aðrir aðilar í kerfinu hafi brotið á rétti þeirra. Þeir for- eldrar sem að samtökunum standa eiga allir sögu um afskipti kerfisins af lífi þeirra og börnum. Telja þessir foreldrar að á rétti sínum hafi verið brotið en engin stofnun innan kerfisins sé til staðar að fylgjast með starfsháttum barnaverndar- og fé- lagsmálayfirvalda. Ef foreldrum finnst á sér brotið sé ekki hægt að vísa málum áfram og enginn taki á slíkum málum, jafnvel þó dæmi séu um að starfsfólk stingi undan gögnum, taki afstöðu með öðrum málsaðila í viðkvæmum deilum, and- mælaréttur sé ekki virtur og svo framvegis. For- eldrar þurfi að þola ókurteisi, niðurlægingu og að talað sé niður til þeirra. Ekkert eftirlit „Við í félaginu höfum orðið þess áþreifanlega vör að það skortir vettvang fyrir mál af þessu tagi en svo virðist sem sumir starfsmenn félagsmála- og barnaverndaryfirvalda hafi hvorki vinnureglur né starfslýsingar að leiðarljósi. Ekkert eftirlit virð- ist með störfum þeirra og hvergi hefur verið hægt að koma á framfæri kvörtunum," segja þær María Gunnlaugsdóttir, Guðrún Kjartansdóttir, Þórhild- ur S. Þórmundsdóttir og Þóra Björg Garðarsdóttir. Flestar hafa þær meira eða minna staðið í stríði vegna barna sinna í mörg ár. María bendir á að margt geti komið upp innan fjölskyldu sem kerfið geti þurft að hafa afskipti af: „Vissulega ganga margir í gegnum lífið án þess að þurfa nokkru sinni að leita ásjár en það er ekk- ert gefið í því efni. Það þarf ekki annað en skilnað, þar sem foreldrar geta ekki komið sér saman um umgengnisrétt, og þá eru barnayfirvöld komin inn á gafl hjá báðum foreldrum. í mínu tilfelli þurfti ég aðstoð til að koma unglingsdóttur minni í vistun en hún var í miklum vanda. Um leið ertu komin inn í kerfið og þær skýrslur sem þá eru skrifaðar losnar maður ekki svo glatt við. Þær fylgja manni áfram,“ ségir María og bætir við að þá sé eins gott að vera heppinn með þann starfs- mann sem skrifi skýrslumar og vinni að málinu. Ekki síður þeir sem eiga eitthvað undir sér Konumar nefna einnig dæmi þessi að ef foreldri þarfnist fjárhagsaðstoðar einhverra hluta vegna kunni það að vera upphaf að afskiptum yfirvalda sem síðan sjái ekki fyrir endann á fyrr en börnin em vaxin úr grasi. „Margir halda þeir sem lenda svona málum séu þeir sem alls ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Fólk sem er í neyslu eða eitt- hvað athugavert við að einhverju leyti. En það er alls ekki svo,“ segja þær og benda á að eftir stofnun samtak- anna hafi komið f ljós að það em ekki sfður þeir sem eitt- hvað eigi undir sér sem þurfi að leita á náðir yfirvalda eða komist undir smásjá þeirra af ýmsum ástæðum. „Við vitum til að margir sem þekktir eru í þjóðfélaginu eiga sérstaklega undir högg að sækja og hafa mætt miklum hroka af hálfu starfsfólks Féfagsmáfa- stofnunar. Eins og viðkomandi njóti þess að brjóta á og koma viðkomandi í koll, bara af því hann eða hún er fræg," segja þær. Tilgangur samtakanna er að ná til aflra sem eru í sömu stöðu og þær, hverjar sem aðstæður eru að öðru leyti, og sömuleiðis að vekja athygli á hvern- ig þessum málum sé háttað hér. Mannorð margra fótum troðið Þær segja að það skelfilegasta í málum af þess- um toga sé að mannorð margra er fótum troðið. Eftir laúga baráttu séu margar konur gjaldþrota og örmagna á sál og líkama. „Það kostar mikil átök að standa í stríði. Nefnum bara kostnað við lögfræðinga sem oft eru margir og reikningarnir þeirra háir. Stundum hefur konum verið þvælt svo áfram að þær hafa ekki getað unnið venjulega vinnu og við þekkjum þess mörg dæmi. Öll þeirra orka hefur farið í að skrifa og svara bréfum, ganga á milli lögfræðinga og standa í stríði við feðurna. í mörgum tilfellum hafa þær verið beittar dagsekt- um vegna þess að þær koma í veg fyrir umgengni barna þeirra við föðurinn. „Sannleikurinn er iðu- lega sá að börnin vilja einfaldlega ekki fara til þeirra,“ segja þær. Þær fullyrða að margar konur innan samtakanna þekki þetta af eigin reynslu, þótt sökinni sé síðan varpað á þær. Þær segja verst af öllu að geta ekki treyst starfs- fólki kerfisins sem vinni í málum þeirra. I því sam- bandi nefna þær að gögnum sé stungið undan, andmælaréttur ekki virtur, hrein ósannindi standi í skýrslum, þær fái ekki að lesa þær yfir áður en þær eru sendar áfr am. Þessar skýrslur skipti oft sköpum þegar dæmt sé í málum þeirra. Þær hafi staðið í stríði í fleiri ár þar sem hver vísi á annan, mál séu tafin og á meðan þjáist börnin fýrst og fremst. Alltaf sömu nöfnin sem koma upp I höndunum hafa flestar kvennanna þykka skjalabunka meðferðis enda staðið lengi í mála- þrasi. Þær segja takmarkað hvað hægt sé að standa lengi í svona málum. Margar konur gef- ast upp. Þegar þessi átök hefjast eru þær fullar bjartsýni og trúa ekki öðru en réttur þeirra verði virtur. Kærur ganga til Barnaverndarstofu, fram- kvæmdastjóra barnaverndarnefndar, dóms- málaráðuneytisins og að síðustu til félagsmála- ráðuneytisins. Barnaverndarstofa stendur fast við bakið á sem þaðan koma sem í standi eitthvað á þá leið; „að athuguðu máfi sjái Barnaverndarstofa ekki ástæðu til að aðhafast neitt í málinu að sinni." Sömu svör eru að fá frá öðrum. Ekki sé óalgengt að sjá í bréfum sýslumanns að ekki sé efni til að draga í efa að umsögn barnaverndarnefndar byggi á faglegu mati og niðurstöður séu í sam- ræmi við gögn málsins. „Svona svör eru svo fjar- stæðukennd og í engu samræmi við það sem er í raun og veru að gerast. Við erum orðnar þreytt- ar á þeim og látum ekki lengur bjóða okkur þessa meðferð. Til okkar hafa streymt konur sem segja allar sömu söguna. Það er líka athygl- isvert að reynsla okkar af ákveðnum starfs- mönnum barnaverndarnefndanna er alltaf sú sama. Nokkrir þeirra eru alþekktir af því að hafa farið illa með konur og taka oftar málstað feðr- anna. Það er líka furðulegt að konur virðast mun oftar verða fyrir þessu en karlar. Þeir njóta meiri samúðar; „greyið sem þarf að borga allt þetta meðlag og fær ekki að hitta börnin sín“. „Sannleikurinn er hins vegar sá að margir þessara manna vilja ekkert vita af börnum sínum og borga ekki meðlög, heldur eru það mæðurnar sem þeir vilja ná til og fylgjast með. Með því að standa í þessu halda þeir ákveðnum tengsfum við móðurina og þannig líður þeim betur. Þeir virðast líka oft vera að hefna sín á konunum og sverja þess eið þegar þeir skildu að konan fengi aldrei frið fyrir þeim. Það standa þeir oft við,“ segja kon- urnar og bæta við að stundum spili peningar inn í þetta. Baráttan hefur staðið í átta ár Til marks um það hefur Guðrún staðið í átta ára stanslausri baráttu vegna barns síns þar sem tekist hefur verið á um umgengni og forsjá. Alfar greinargerðir í málinu hafa verið gerðar gagn- rýnislaust eftir mótaðila og hennar andmæla- réttur brotinn. Hún segir að ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar til að leiðrétta ósannindin. Guðrún hefur leitað réttar síns og á henni hafa verið brotin stjórnsýslufög. Þrátt fyrir að hún hafi haldið því fram að á henni hafi verið brotið hef- ur fulltrúi sýslumanns ekki dregið í efa að um- sögn barnaverndarnefndar byggi á faglegu mati. Þetta er því miður ekki eina dæmið í þá átt. Það eru alltaf börnin sem tapa í þessum málum. Konurnar eru sammála um að lausnin væri að fót yrði komið einhvers konar kærunéfnd sem þeir sem telja sig .órétti beitta, gætu kært til. í þeirri nefnd sætu einnig fulltrúar for- efdra og hafa þær skrifað ráð- herra bréf þess efnis. Þær eiga einnig tíma hjá félagsmáfaráð- herra, Árna Magnússyni, þar sem þær ætfa að ræða þessi mál. „Aðalatriðið er að vekja at- hygli á hvað er að gerast og þess vegna höfum stofnað þessi samtök," segir María og vifl að allar konur sem standa í svip- uðum sporum og þær hafi samband. „Þannig getum við borið saman bækur okkar og stutt við bakið hvor á annarri; öðruvísi hefst þetta ekki því það höfum við sannreynt," segja konurnar. Þær eru bjart- sýnar en þær hafa staðið í ótrúlegri baráttu; baráttu sem engan gæti órað fýrir að lagt væri á nokkurn. Til þeirra er hægt að ná með því að skrifa tölvupóst á bjorg- in@strik.is eða í ^ símum 8929822 og 8655254. bergljot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.