Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 27
BV Fókus MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004 27 * sMmtúm tx n rx r v nTTTm'TTTTTTrrm'iTrmi'n^rm ~ kringlakSH SÝND kl. 6, 7. 9 og 10 SÝND kl. 6, 8 &10 Bi 16 SÝND kl. 8 B.L 14 TWÍISTEO Hatmagnaður erótiskur tryllir i anda „Kiss the Girls" og „Double ^ www.sambioin.is REEnBOGinn www.laugarasbio.is WAU*J±r:X SYND kl. 6 isl. textí Menningabarinn Jón Forseti mun standa fyrir tónleikum þar sem stærstu stjörnur Noregs koma fram. Jon Gottenberg Stendurað tónleikum nokkurra þekktustu tónlistarmanna Noregs ásamt Ragnari Halldórssyni á Jóni For- seta. Fyrstu tónleikarnir eru á Á föstudagskvöldið. M „Það er með ólíkindum að þetta sé haldið hérna hjá mér en ekki á stærri stað því þetta er risaviðburður," segir Ragnar Halldórsson sem sér um skipulagningu tónleika í samvinnu við Norð- manninn Jon Gottenberg. Nokkrar af þekktustu tónlistarstjörnum Noregs munu koma hingað til lands og halda tónleika á Jóni Forseta á fimm tón- leika tónleikaröð. „Það er mjög mikið að gerast í tónlist í Nor- egi og þetta eru stærstu númerin þar í landi og eru flest einnig þekkt utan Noregs,“ segir Ragn- ar. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á föstu- dagskvöldið en þá mun Heidi Marie Vestheim koma fram. „Heidi Marie er hefur mjög kraft- mikla rödd og hefur fengið mjög góða dóma fyr- ir tónlist sína en hún syngur og spilar á gítarinn sinn,“ segir Jon. Þann 10. apríl mun Karin Park spila. „Karin er stærsta númerið í norskri popp tónlist. Hún kemur að vísu frá Svíþjóð en var valinn nýherji ársins í Noregi í fyrra. Tónlist hennar er bjartsýnis popprokk enda er þetta glaðleg og falleg stelpa sem elskar að koma fram,“ segir Jon. Næstur á dagskrá er Thomas Dybdal en hann mun spila þann 1. maí næstkomandi. Samkvæmt Jon er Thomas sá hæfileikaríkasti í bransanum í öllum Noregi. „Ég held ég myndi líkja tónlist hans við Neil Young. Thomas hefur þó alltaf verið mikill vandræðagemsi og tekur upp á ýmsu á tónleikum svo það er spennandi að sjá á hverju hann tekur upp á hér.“ Jon segist hafa verið mjög hissa þegar stjörnurnar tóku svona vel í að koma til íslands og spila. „Ég ætl- aði fyrst að fá minni þekkt nöfn en þegar þessar stjörnur tóku svona vel í að koma varð ég mjög ánægður en hissa. Ég hef verið að vinna með þessum krökkum heima í Noregi og þekki þau og veit hversu upptekin þau eru. Þau ffla öll Reykjavík og eru mjög spennt að koma hingað og spila,“ sagði Jon. Fyrstu tónleikarnir fara fram á föstudagskvöldið og kostar aðeins 1000. lcrónur inn. Helga E. Jónsdóttir leikstjóri kynnir norska rithöfundinn og leikskáldið Jon Fosse á síðasta dramatíska kvöldi vetrarins í Norræna húsinu í kvöld frá kl. 21. „Einfaldleikinn ein- kennir verk Jon Fosse.", segi Helga, „Hann fjallar um venjulegt fólk sem hefur lent í ýmsu á meitlaðan og fág- aðan hátt, stfllinn minnir stundum á ljóð. Merldngin liggur ekki síður í því ósagða en því sagða." Jon Fosse er rúmlega fertugur og gat sér fyrst gott orð fýrir skáldsögur sínar á níunda áratugi síðustu aldar. Hann snéri sér að leikritun á síðasta áratug og er nú leikinn víðsvegar um heim. Verk hans hafa ekki verið sviðsett hér á landi en Útvarpsleikhúsið flutti „Nóttin syngur söngva sína" eftir hann og Útvarpsleikhússstjóri, Hall- mar Sigurðsson, setti það á svið í Ljúbljana í Slóveníu. Jon Fosse hefur hlotið fjölda viðurkenninga ogverð- launa á ferli sínum og er talinn eitt af athyglisverðustu leikskáJdum Norð- urlanda um þessar mundir. Leikar- amir Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Björn Thors, Unnur Ösp Stefáns- dóttir og Þórhallur Sigurðsson leik- lesa kafla úr leikriti hans „Nafnið" í Norræna húsinu í kvöld. Jon Fosse Eitt af athyglisverðustu leikskáld- um Norðurlanda verður kynntur ÍNorræna húsinu i kvöld. r. Upprisa Japans Salta sojabaunasúpan Miso var heit, hæfilega sterk og ljómandi góð, einnig magafyllin af steiktum núðl- Veitingarýni um með kókos og engifer, svo og ferskt og fjölbreytt blaðsalat með mangó og papaja. Allt fæst þetta á hádegisverðar- seðli Maru og sushi að auki fyrir sam- tals 1240 eða 1590 krónur. Fjórir bit- ar af sushi og sojasúpa á 1240 krónur eru raunar eitt bezta hlutfall verðs og gæða á íslenzkum veitingastað. Allir, sem fyrirtækjakorti geta valdið, hanga í hádeginu í biðröðum á Vox til að fá forunnið maki og fleira af hlaðborði fyrir 2100 krónur, þegar hér má sitja um kyrrt til borðs og fá ferskvöru og fulla þjónustu að auki á aðeins 1240 krónur. Samt finnst mér Maru ekki eins góður Japansstaður og Sticks ‘n Sus- hi, sem var áður í gamla ísafoldar- húsinu. Sá fyrri hafði fjölbreyttara og framandlegra úrval af sushi og jakitori. En ferskleikinn er núna nokkurn veginn hinn sami og hann var fýrrum. Maki er þangvafin hrísgrjónarúlla, sushi er hrár fiskur á hrísgrjónabollu, sashimi er hrár fiskur, terijaki er soja- leginn matur og jakitori er grillmatur. Á Maru er sushi raunar kallað nigiri. Innviðir Maru er lítið breyttir. Settar hafa verið upp trégrindur á gólf og veggi og búinn til japanskur setukrókur með sessum í einu horn- inu. Ljós loftíjós eru komin til sög- unnar. Að öðru leyti er japanska naumhyggjan hin sama og áður, með stærðfræðilega nákvæmri borðaröð- un. Japönsk matreiðsla er hátindur austrænnar matreiðslu, svipað og ★ ★★★ frönsk matreiðsla er hátindur hinnar vest- rænu. Það er því bezta mál, að ein- hver fáist til að halda uppi merld jap- anskrar í þessu notalega húsi, þótt fyrri tilraun hafi því miður ekki skilað fjárhagslegum árangri. Á kvöldin er hægt að fá 5 sushi og 5 maki í einum pakka á 2.400 krónur. Auk þess má sérpanta einstaka rétti og meira að segja fá nokkra taflenska karrírétti, sem virðast vera úti að aka á japönskum veitingastað. Bragðbezt á kvöldseðlinum reyndust vera þangvafm bleikju- hrogn á 350 krónur rúllan og þang- vafín loðnuhrogn á 290 krónur rúll- an. Ýmsar tegundir af góðu borðvíni eru fáanlegar í glasatali, en bezt er að halla sér að grænu te, sem er þjóðar- drykkur Japana. Jónas Kristjánsson T» ar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.