Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004 Siðast en ekki síst DV Rétta myndin Ofn íVarmá. Júróvisjonlagið enn og aftur „stolið" Ha? Júróvisjónlag okkar Islendinga er nú mjög til tals og sitt sýnist hverj- um, eru menn jafnvel á því að lagið sé þrælstolið og þá úr söngleiknum um Rauðu mylluna. En sér- fræðingar í Júróvisjón hafa rekið augun í þá staðreynd að þetta er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem enginn meðlimur úr hljómsveitinni Skítamóral kemur að laginu, hvorki á einn né annan hátt. Árið 2000 var Einar Ágúst söngvari, árið 2001 var Gunnar Ólafsson söngvari og gítarleikari. Árið 2002 var ekkert Júró fyrir okkur íslend- inga en árið 2003 voru þeir atkvæða- miklir Skímódrengir: Hanni trom- mari og Hebbi bassaleikari fóru hamförum í undirleik við söng Birgittu Haukdal í laginu „Segðu mér allt“. Og eins og það sé ekki nóg þá eru uppi háværar raddir um að lagið sé nákvæmlega eins og Come What May! með Ewan McGregor úr mynd- inni Moulin Rouge. Sem merkir að það sé „stolið", viljandi eða óviljandi skal ekki sagt látið. En þetta hefur svo sem komið fyrir áður því fátt er víst nýtt undir sólinni. Jónsi í Svörtum fötum Syngur nýjaJúró- visjonlagiö og enn og aftur hefur komið til tals að lagið sé stolið. • Þeim sem leið áttu í dómsmála- ráðuneytið í gær leist ekki á blik- una. Þar gekk Bjöm Bjamason ráð- herra um gólf og milli herbergja og hafði hátt. Höfðu hvorki starfsmenn né gestir ráðuneytisins áður séð ráðherrann í þessum ham. Ástæð- an mun hafa verið birting DV á yfirheyrslu og játningu Grétars Sigurðarsonar í líkfúndar- málinu í Neskaupsstað sem ráð- Síðast en ekki síst herrann kallar aðför að réttarríkinu. Ein gestanna orðaði það sem svo að Björn hefði verið blár í ffaman. Lík- lega af reiði... • Land & synir er tímarit með und- irtitlinum: „málgagn íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunn- ar“. Blaðið lýtur rit- stjórn hins mikla kvikmyndaspek- úlants Ásgríms Sverrissonar Rit- nefnd tímaritsins skipa sextán manns: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ari Alex- ander Ergis Magnússon, Ari Krist- insson, Bjöm Brynjúlfur Bjömsson, Elísabet Rónaldsdóttir, Haukur Hauksson, Haukur Már Helgason, Jón Atli Jónasson, Kristín Atladóttir, Ólafur H. Torfason, Páll Baldvin Baldvinsson, Ragnar Bragason, Sig- ríður Pétursdóttir, Þorkell Ágúst Óttarsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson... • í ritnefnd Lands & sona eru nöfn sem koma nokkuð á óvart. Þor- steinn J. Vilhjálmsson er til að mynda ólíkt þekktari sem dagskrár- gerðarmaður og blaðamaður en að hafa látið verulega að sér kveða á sviði kvikmynda. Hann er þó að gera heimildarmynd um þessar mundir sem fjallar um Stóra málverka- fölsunarmálið. Jón Atli Jónasson hefur verið áð láta að sér kveða sem leikskáld að undanförnu en færri vita að hann er mikilvirkur auglýsingakvikmyndagerðarmaður. Og þá gleður það okkur á DV að sjá þarna leiklistargagnrýnanda blaðs- ins, sjálfan Pál Baldvin Baldvinsson sem ef að líkum lætur mun leggja ýmslegt þarft til málanna... Gott hjá Þór Halldórssyni öldrunar- lækni að spyrna við fótum og vilja halda áfram að vinna þó kominn sé yfir sjötugt. Þór er við fína heilsu og hefur aldrei verið betri læknir. Svo- leiðis menn eiga að vinna frekar en margir yngri og reynsluminni. m Irétl spint „Já, ég er algjörlega forfallinn spurningafíkill. Ég er alltaf á Grand Rokk á hverjum föstudegi og tek virkan þátt í spurningakeppninni „Drekktu betur" ýmist sem kepp- andi eða spyrjandi," segir Ævar Örn Jósepsson. Hann segist hafa dregið þá ófáa bjórkassana í hús í umbun fyrir þátttöku sína þar. Ævar örn er nú í óða önn að und- irbúa spurningakeppni fjölmiðlanna, sem ávallt er á dagskrá Rásar 2 um páskana, sem spyrill og dómari og fetar þar í fótspor manna á borð við Ásgeir Tómasson, Þorstein G. Gunn- arsson, Björn Þór Sigbjömsson, Svein Guðmarsson og fleiri sem hafa haft með þessu umsjón. Sjálfur var Ævar Örn þátttakandi eitt sinn, keppti þá fyrir hönd visis.is ásamt Eiríki Hjálm- arssyni og tapaði stórglæsilega. Vis- ir.is hafði þá titil að verja en þeir fé- lagar glutmðu honum niður strax í fýrstu umferð. „Það var ekkert að marka. Þetta voru asnalegar spurn- ingar og ekki rétt spurt.“ Semja þarf 240 spurningar og eiga eitthvað í handraðanum komi til bráðabana og slíks. Ævar Örn er heimspekingur að mennt en lofar því að fara ekki djúpt í metafýsíkina í spurningum sínum. „Reyndar er allt lífið metafýsík ef því er að skipta. Sjálfur hef ég gefist upp í leit minni að svari við spurningunni: Hvers vegna erum við hér. Og hún verður því ekki á dagskrá." Aldrei hafa verið jafn vegleg verð- laun, páskaegg, utanlandsferðir og fleira en þau lið sem þegar hafa staðfest þátttöku em Fréttastofa út- varps, Fréttastofa sjónvarps, Frétta- stofa Stöðvar 2 & Bylgjunnar, Morg- unblaðið, mbl.is, Fréttablaðið, Skjár einn og svo minni spámenn á borð við þá Sigurð Má Jónsson og Ólaf Teit Guðnason á Viðskiptablaðinu auk Bændablaðsins, tímaritsins Séð og heyrt og Víkurfrétta að ógleymd- um væntanlegum sigurvegurum: DV! jakob@dv.is Ævar Örn Jósepsson Tókeitt sinn sjálfur þátt i spurninga- keppni fjölmiðlanna og tap- aði strax í 1. umferð ásamt Eiriki Hjálmarssyni sem nú er aðstoðarmaður borgar- stjóra.„Það var ekkert að marka. Þetta voru asna- legar spurningar og ekki réttspurt." Lárétt: 1 skógur, 4 djörf, 7 gæfa, 8 merki, 10 óslétt, 12 eyktamark, 13 hrúgu, 14 súrefni, 15 stök, 16 óánægja, 18 flenna, 21 ástundun, 22 algengi,23 grind. Lóðrétt: 1 form, 2 hey- dreifar, 3 tilkynnti, 4 um- skipti, 5 reifar, 6 léreft, 9 töldu, 11 góð, 16 legil, 17 sveifla, 19 flfl, 20 náttúru- far. Lausn á krossgátu 'Xie oz'\ue ei'Qu Lí án>j g i. jæpu; 11 'nj||e 6 'ui| g 'jba s 'jn6umnus y jgja6uun>| £ 'jej z 'iow l uiajQPT 'ISú ez'ie.o ee'unjQ! I3'e|e6 81 'jjnj 9i 'U!a s i jp|! þ L '6u|q £ i 'uou z t 'ugn oL 'ujet 8'eugne l'|oas fr'jJouu t :M3J?n Veðrið Strekkingur +5 +6' Ö Nokkur vindur * QSr-*- ^ ^ ^ Strekkingur Nokkur vindur — _ +5Q3 £5|- «fl Strekkingur Strekkingur Nokkur vindur +6 ** +7£i T/ 'NOkkur vindur N “ (P^> +5"^^ +4 Q5 Nokkur vindur Nokkur vindur Strekkingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.