Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 7970 ] SÍMI5505000 'W • Búast má við að það hrikti í súlunum í Súlnasal Hótels Sögu á morgun þegar aðalfundur Sam- taka ferðaþjónustunnar verður þar haldinn. Meðal ræðumanna á fundinum verð- ur Vilhjálmur Bjamason, við- skiptafræðingur, aðjúnkt og for- maður Félags ís- lenskra fjárfesta, sem sett hefur spurningarmerki við fjárfestingu í ferðaþjónustu innanlands og þá sérstaklega hjá bændum. Hefur Vilhjálmur líkt ferðamálafrömuð- um í sveitum landsins sem óá- byrgum skemmtanaffklum sem tapi stöðugt fé en beri því einu við að þetta sé allt svo skemmti- legt... • Bandarískir hermann á Kefla- víkurflugvelli geta nú selt bif- reiðar sínar á bflasölum í Reykja- vík og reyndar hvar sem er á landinu. Er þetta ein af aukaverk- unum þeim sem hlutust af því þegar Sölunefnd varnarliðseigna var lögð niður. Á bflasölum má þekkja bfla varnarliðsmannanna á upphleyptum tígli á númera- plötu. Toll af bflunum þurfa kaupendur svo að greiða hjá Jó- hanni Benediktssyni sýslumanni á Keflavflcurflugvelli svo og að létta af bflunum veðum hjá bandarískum bankastofnunum en bflarnir eru yfirleitt keyptir á kaup- leigu eins og tfðkast hjá Glitni og Lýsingu... Hún er alveg í sérklassa! / Saga Class Dorrit með útrunninn miða 'Ao&i Sá fáheyrði atburður varð á Heat- hrow-flugvelli í London fyrr í þess- um mánuði að Dorrit Moussaieff, forsetafrú íslands, mætti með út- mnninn flugfarseðil á Saga Class hjá Icelandair og krafðist þess samt að fá að fljúga með. Flugfarseðillinn mun hafa runnið út fyrir ári. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en forsetafrúin var komin um borð í flugvélina og vom þá gerðar athuga- semdir við, enda andstætt öllum reglum að farþegar fljúgi á útrunn- um miðum. Varð af rekistefna um borð í vélinni sem endaði með því að flugáhöfn sá sér þann kost vænstan að vísa Dorrit ekki frá borði. Talsmenn Flugleiða og Icelandair biðjast undan því að tjá sig um mál- ið en munu samkvæmt heimildum DV ætla að senda forsetaembættinu reikning vegna þessarar flugferðar forsetafrúarinnar. Dorrit Moussaieff flýgur af skilj- anlegum ástæðum oft til London, þar sem hún á ættingja og vini, og hefur upp á síðkastið beint viðskipt- um sínum til Iceland Express sem flýgur á Stansted-flugvöll sem er 80 kflómetra norður af London. Hefur bifreið frá sendiráði íslands í London yflrleitt sótt Dorrit á Stansted og ekið henni til borgarinnar. Samkvæmt heimildum DV varð misbrestur þar á fyrir nokkru og mun það ástæða þess að forsetafrúin kaus að fljúga með Icelandair sem lendir á Heathrow- velli nær miðborg Lundúna. „Sendiráðið hefur veitt þá þjón- ustu að sækja bæði forseta íslands og Guðni brotlenti í ræðustóli Landbúnaðar- ráðherra tókst að móðga þingmann Sjálfstæðisflokksins í afmælisveislu fyrr- verandi þingmanns Framsóknarflokks- ins á Hvolsvelli í síð- ustu viku. „Guðni Ágústs- fsólfur Gylfi Pálmason Drífa Hjartardóttir son hélt mér mikla lofraeðu og lagði meðal annars út af fall- hlífarstökki sem er hluti af töðugjöldum sem haldin eru á Rangárbökkum árlega,“ segir afmælisbarnið, Isólfur Gylfi Pálmason, núverandi sveitar- stjóri á Flúðum. ísólfur var Guðni fimmtugur og hélt upp á dag- Ágústsson inn á Hvoli og mættu alls 550 manns. „Ég var ánægður með veisl- una og vona að gestir hafi verið það líka." í ræðu sinni sagði Guðni frá því þegar hann var beðinn um að mæta á töðugjöldin á Rangárbökkum í fall- hlíf en ekki þorað. Hefði hann mælst til þess að ísólfur Gylfi færi í sinn stað „enda minni'skaði ef eitthvað fer úrskeið- is.“ Bætti Guðni því síðan við að Drífa Hjartardóttir, þing- maður Sjálfstæðis- flokksins, hefði einnig stokkið þarna út í fallhlíf af sama tilefni „...og þá sá ég það stærsta klof sem ég hef séð,“ sagði Guðni í ræðunni. Mörgum brá við þessi orð ráðherrans og gengu nokkrir sjálfstæðismenn á dyr. Drífa sat þó sem fastast en stuðn- ingskona hennar hrópaði til Guðna utan úr sal: „Þú hefúr þá aldrei séð klofið á mér!“ Leystist ræða Guðna við þetta smám saman upp og varð úr minna en til stóð. Guðni Ágústsson er sem kunnugt er meðal vinsælustu tæki- færisræðumanna landsins og á dög- unum sló hann í gegn á Stokkseyri þegar hann 'hélt því fram í ræðu að góðar hægðir væru oft betri en mikl- ar gáfur. forsetafrú út á flugvöll þegar þau koma hingað og sú þjónusta er óbreytt," segir Sverrir Haukur Gunn- laugsson, sendiherra íslands í London. „Þetta er eðlileg þjónusta og skiptir þá engu hvort farið er til Stansted eða ekki. Dorrit er forseta- frú landsins." „Forsetaembættinu hefur ekki borist neinn reikningur vegna þess- arar flugferðar. Dorrit Moussaieff ferðast ekki á útrunnum flugfarseðl- um,“ segir Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri forsetaembættisins. „Þarna var um að ræða mistök í inn- ritun. Nýr starfsmaður á innritunar- borðinu tók ranga miða úr flugfar- seðlaöskju forsetafrúarinnar sem sjálf tók eftir því þegar komið var inn í fríhöfnina og hafði þá samband við Dorrit á Saga Class Varekki vísað úr vétinni og fékk að fljóta með þó flugfarseðiilinn væri ógildur. stöðvarstjórann. Um borð í vélinni afhenti Dorrit svo flugfreyju farseðl- ana og var málinu þar með farsæl- lega lokið.“ VINSÆLASTA SOLUNAMSKEIÐ SGA Gæðasala 27. mars Akureyri kl. 09.00 til 12.30 mars í Reykjavík kl. 09.00 til 12.30 Skráning og upplýsingar eru í síma 534 6868 og á netinu, skraning@sga.is Athugið takmarkaður sætafjöldi. Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson Gunnar Andri Þórisson er einn fremsti fyrirlesari Islands ( þjónustu og sölu. Hann hefur haldið námskeið og fyrirlestfa fyrir stærri sem smærri fyrirtæki með góðum árangri allt frá árinu 1997. HRAÐNAMSKEIÐ Nokkrar góðar ástæður fyrir því að skrá sig: Þú vilt ná hámarksárangri á árinu 2004. Þú vilt fá ánægða viðskiptavini sem tala jákvætt um þitt fyrirtæki og þína þjónustu. Þú vilt ná fram hámarksárangri hjá starfsfólki. Þú vilt sjá aukna sölu sem skilar auknum arði hjá fyrirtæki þínu. Þú þarft að vera vel undirbúin(n) í vaxandi samkeppni, þá þarf sjálfstraust og þjónustumeðvitund að vera í lagi eins og um úrslitaleik væri að ræða. Þú nýtir þér þekkingu á marga vegu eins og t.d. með því að greina þarfir viðskiptavinarins, lesa betur í kaupmerkin hjá viðskiptavininum og bregðast við þeim, Ijúka sölunni á markvissari hátt, efla liðsheildina hjá fyrirtækinu, bregðast betur við kvörtunum og gagnrýni frá vjðskiptavinum. Verð er kr. 12.500,- staðgreitt á mann. Innifalið í verði eru námskeiðsgögn og kaffi. Sé bókað og greitt fyrir 26. mars bjóðum við námskeiðið á 2-fyrir-1 tilboði. Námskeiðið mun skila sér margfalt aftur í kassann með aukinni sölu vel þjálfaðs sölufólks. www.sga.is Sími 534 6868 - Ráðgjöf í síma 908 6868 - sga@sga.is SGA SÖLUSKÓLI GUNNARS ANDRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.