Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2004, Blaðsíða 21
rxv Sport MIÐVIKUDAGUR 24. MARS 2004 21 HAFA MÆST ÞRISVAR Keflavík og IS hafa þegar mæst sjö sinnum í vetur, fjórum sinnum í deildinni og einu sinni í meistara- keppni, bikarkeppni og fyrirtækja- bikarnum. Fimm leikjanna hafa farið fram í Keflavík. Tölfrwðl llða f innbyrðlslelkjum: Úrsllt leikjanna: 5. okt. meistk., Kef. Keflavík 62-52 25. okt. deild, Kef. (S 81-75 29. nóv., fb., Kef. Keflavík 68-41 8. des. deild, Kh. IS 68-56 18.jan., bikar, Kef. Keflavík 76-38 24. jan. deild. Kef. Keflavík 75-47 1. mars. deild Kh. Keflavlk 77-61 Kef.=Keflavlk, Kh= Kennaraháskólinn Leikhlutan 1. leikhluti Keflavík +31 2. leikhluti Keflavík +30 3. leikhluti Keflavík +5 4. leikhluti Keflavík +27 Tölffæðisamanburðun Stig Keflavík 489-388 Fráköst Keflavík 285-250 Sóknarfráköst Keflavlk 83-80 Skotnýting Keflavík 38%-32% Vítanýting Keflavlk 78%-59% Tapaðir boltar IS 118-135 Varin skot (S 63-35 Villur Keflavík 91-131 3ja stiga körfur Jafnt 37-37 Stig frá bekk Keflavík 160-101 Tölfrmðl laikmanna 1 Itikjunum: Hæsta framlag Alda Leif Jónsdóttir, IS 22,4 Casie Lowman, (S 21,0* Svandís Sigurðardóttir, (S 14,6 Anna Marla Sveinsdóttir, Kef. 14,2 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 12,8 Kristín Blöndal, Keflavík 10,5** Birna Valgarðsdóttir, Keflavlk 9,7 Hafdls Helgadóttir, Is 8,0 Keflavík og ÍS hefja úrslitaeinvígi sitt í kvennakörfunni í kvöld þegar stúdínur heimsækja Sunnubrautina í Keflavík. Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur spáir í úrslitaeinvígið fyrir DV. Flest stig að meðaltali Casie Lowman, IS 26,0* Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 14,0 Erla Þorsteinsdóttlr, Keflavík 13,3 Alda Leif Jónsdóttir, (S 11,6 Kristín Blöndal, Keflavík 10,5** Anna María Sveinsdóttir, Kef. 10,3 Stella Rún Kristjánsdóttir, (S 10,3 Flest fráköst að meðaltali Svandís Siguröardóttir, (S 11,3 Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 9,5 Anna Marfa Sveinsdóttir, Keflav. 6,8 Birna Valgarðsdóttir, Keflavík 6,0 Lovísa Guðmundsdóttir, (S 5,7 Flestar stoösendingar að meðaltali: Alda Leif Jónsdóttir, IS 6,3 Erla Reynisdóttir, Keflavfk 3,4 Lovlsa Guðmundsdóttir, (S 3,4 Kristín Blöndal, Keflavík 3,0** Anna María Sveinsdóttir, Kef. 2,8 Flestar þriggja stiga körfur Stella Rún Kristjánsdóttir, (S 15 Marín Rós Karlsdóttir, Keflavfk 9 Erla Reynisdóttir, Keflavlk 8 Alda Leif Jónsdóttir, (S 8 Besta skotnýtlng (lágm. 12 hitt) María Ben Erlingsdóttir, Kef. 46,2% Anna María Sveinsdóttir, Kef. 44,9% Erla Þorsteinsdóttir, Keflavlk 42,9% Hafdís Helgadóttir, (S 38,8% Rannveig Randversd., Kef. 35,7% Alda Leif Jónsdóttir, (S 34,5% Besta vítanýting (lágm. 8 hitt) Anna María Sveinsdóttir, Kef. 100% Erla Reynisdóttir, Keflavík 85% Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík 83,3% Aida Leif Jónsdóttir, fS 83,3% María Ben Erlingsdóttir, Kef. 81,0% Flestar stolnir boltar að meöaltali Alda Leif Jónsdóttir, IS 3,7 Krlstín Blöndal, Keflavík 3,0** Anna María Sveinsdóttir, Kef. 2,5 Flest varin skot aö meöaltali Alda Leif Jónsdóttir, fS 4,6 . Lovísa Guðmundsdóttir, (S 2,4 Svava Ósk Stefánsdóttir, Kef. 1,3 Flestar vlllur að meðaltali Casie Lowman, (S 4,0* Svana Bjarnadóttir, (S 3,4 Hafdls Helgadóttir, (S 3,3 Alda Leif Jónsdóttir, ÍS 3,3 Erla Reynisdóttir, Keflavík 2,9 Lovísa Guðmundsdóttir, (S 2,6 Svandís Sigurðardóttir, ÍS 2,4 • Léku bara einn lelk af sjö ** Léku bara tvo leiki af sjö Keflavfk og ÍS mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígis liðanna um fslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik kvenna í Keflavík í kvöld. DV sport fékk Pétur Guðmundsson, þjálfara Grindavíkur, til að spá f spilin fyrir einvígið en stúlkumar hans duttu naumlega út fyrir Keflavíkurstúlkum í undanúrslit- um. Pétur sagðist ekki sjá fram á spennandi úrslitaeinvígi á milli Keflavíkur og ÍS. „Ég held að þetta sé nánast bara formsatriði fyrir Keflavík að klára þetta einvígi. Stúdínur hafa verið í vandræðum í vetur og það hefur ekki verið mikill stöðugleiki í liðinu. Keflavíkurstúlkur hafa hins vegar spilað vel og ég sé ekki fyrir mér að þær lendi í vandræðum. Við náðum reyndar að stríða þeim rækilega í undanúrslitunum þar sem þær voru ekki að spila eins og þær geta best en ef Keflavíkurliðið er á tánum þá er að illviðráðanlegt," sagði Pétur. Aðspurður sagðist hann ekki búast við því að þjálfaraskiptin hjá Keflavík, þegar Sigurður Ingi- mundarson tók við af Hirti Harðarsyni, hefðu áhrif nema til hins betra. Áhrif til hins betra „Það er alltaf erfitt að þurfa að gera svona hluti í miðri úr- slitakeppni en Sigurður er mjög fær þjálfari og ég held að þetta hafi ekki áhrif nema til hins betra. Hann gjörþekkir stelp- umar og þær þekkja hann og sennilega mun koma hans gera það að verkum að Kefla- víkurliðið verður enn frekar tilbúið í slaginn. Þær hafa átt það til að detta niður og verða værukærar en með komu Sigurðar minnka lrkurnar á því. Það eru líka slflcir reynsluboltar í þessu liði og það hjálpar mikið," sagði Pétur. Góð vörn eina von ÍS Aðspurður hvað ÍS-liðið þyrfti að gera til að eiga möguleika sagði Pétur að miklu máli skipti fyrir liðið að spila góða vöm. „Lykillinn að góðu gengi okkar gegn Keflavík í undanúrslitunum var sá að við náðum að stöðva Birnu Valgarðsdóttur. Við áttum reyndar í erfiðleikum með Erlu Þorsteinsdóttur inni í teig en ég býst við að það sama verði uppi á teningnum hjá ÍS. Þær þurfa sterkari leikmenn undir körfunni til að ráða við Erlu og skora síðan stig. Bakvarðaparið hjá ÍS, Alda Leif [Jónsdóttirj og Casie [Lowmanj, mun alltaf skila sínu en ef stúdínur ætla að eiga möguleika þá verða „Ég held að þetta sé nánast bara forms- atriði fyrir Keflavík að kiára þetta einvígi þær að halda hraðanum niðri, stöðva tvö hættulegustu sóknarvopn Keflavflcinga, Birnu og Erlu Þorsteins, og reyna að koma í veg fyrir að Anna María [Sveins- dóttir] stjómi leiknum algjörlega. Hún er þannig leikmaður að það er ekki hægt að þagga niður í henni en stúdínur verða að reyna að hemja hana. Hún getur hitt hvar sem er, mun alltaf taka sín fráköst og gefa sínar stoðsendingar en ef hún spilar sinn besta leik þá er útlitið í besta falli dökkt fyrir ÍS,“ sagði Pétur. Eins og áður sagði spáir Pétur Keflvíkingum sigri í einvíginu og fslandsmeistaratitlinum, þó ekki í þremur leikjum heldur fjómm. oskar@dv.is Keflavík og ÍS spila að minnsta kosti 10 innbyrðisleiki á þessu tímabili. Mætast í öllum 5 keppnunum Lið Keflavilcur og ÍS eru farin að þekkjast vel eftir veturinn en liðin hefja úrslitaeinvígi sitt um íslandsmeistaratitilinn f Keflavík í kvöld. Liðin hafa þegar spilað 7 leiki á tímabilinu og spila því að minnsta kosti tíu innbyrðisleiki í vetur en leikirnir gætu reyndar orðið alls 12 fari úrslitaeinvígið alla leið í oddaleik. Þá setja liðin met með því að mætast í úrslitakeppninni en þau hafa þar með mæst f öllum fimm keppnum vetrarins, fyrst liða. Liðin mættust strax í fyrsta leik tímabilsins þegar Keflavík vann leikinn í meistarakeppninni í byrjun október. Síðan þá hafa þau mæst fjórum sinnum í deildinni og tvisvar í hverri bikarkeppni en í bæði skiptin var um undanúrslitaleiki að ræða. Keflavíkurliðið hefur haft betur í vetur og unnið 5 af þessum sjö leikjum þar af alla þrjá leiki liðanna eftir áramótin. IS vann báða deildarleiki liðanna fyrir áramót en hefur tapað tvisvar illa í Keflavík eftir áramót, fyrst með 38 sfigum í undanúrslitaleik bikarsins og svo með 28 stigum í deildarleik. Nýr leikmaður hjá ÍS Báðir leikirnir fóru fram í upphafi ársins þegar stúdínur voru í mikilli lægð en þær hafa sfðan unnið sig upp úr henni og tefla ennfremur fram bandarískum leikmanni. Casie Lowman skoraði 26 stig í eina leiknum sínum gegn Keflavík í vetur en það var síðasti leikur liðanna sem Keflavík vann með stigum í Kennaraháskólanum. Sigurður Ingimundarson stjórnaði liðinu þá í fjarveru Hjartar Harðarsonar en Sigurður hefur nú tekið alfarið við Keflavflcurliðinu. Hér til hliðar má finna helstu tölfræði úr þessum sjö innbyrðisleikjum liðanna, bæði hjá liðunum í heild sem og hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í þessum leikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.