Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1959, Blaðsíða 33
TlMARIT VFl 1959
79
Reikningar V FI fyrir árið 1958
Rekstursreikningur
Gjöld:
Fundarkostn., sími, burðargj., augl. o. fl. kr. 28.576,34
Fjölritun, prentun .......................... — 9.109,70
Laun, lífeyrissjóðsgj., tryggingar .......... — 133.868,82
Húsaleiga, Ijós, hiti, ræsting .............. — 26.050,25
Lögfræðileg aostoð .......................... — 1.500,00
Árgjöld til félagasamtaka .................. —- 2.100,00
Til jafnaðar til næsta árs .................. — 24.519,02
Efnahagsreikningur 31./12. ’58
Eignir :
Inneign í sparisjóði .................. kr. 24.519,02
Ógoldin félagsgjöld ................... — 14.270,00
Kr. 38.789,02
S k u 1 d i r :
Hrein eign i árslok 1958 .................. kr. 38.789,02
Kr. 225.724,13 Kr. 38.789,02
Tekjur :
Yfirfært frá fyrra ári
Félagsgjöld VFl .....
Frá deildum o. fl....
Rekstursfé NIM-5 ....
----------- Endurskoðendur félagsins, þeir Árni Björnsson og
Kr. 225.724,13 Egill Skúli Ingibergsson, hafa endurskoðað og undirritað
------------- reikningana án athugasemda.
kr. 46.904,77
86.980,00
58.369,01
— 33.470,35
NÝR FÉLAGSMAÐUR
Jens Christian Möller
er fæddur 6. okt. 1888
í Jernesókn (þar sem nú
er Esbjerg) á Jótlandi,
sonur J. C. Möllers,
múrarameistara, sem
fæddur var í Lökken á
Jótlandi, 6. okt. 1814, d. í Esbjerg 29. jan. 1891, og konu
hans Laurettu Lausen f. í Skodsborg á Suðurjótlandi, 6.
febr. 1833, d. í Esbjerg 2. marz 1915. Föðurættina er hægt
að rekja til ársins 1612, en móðurættina til 1337.
J. C. Möller tók próf úr gagnfræðaskólanum í Esbjerg
1903, gerðist iðnnemi í járnsmíði og rafvirkjaiðn og tólc
próf frá vélstjóraskólanum í Kaupmannahöfn 1909. Síðan
dvaldist hann um skeið i Englandi og Þýzkalandi.
1915 gekk hann í þjónustu raftækjafirmans Axel Schou
I Kaupmannahöfn, en það var heildsölufirma, sem m. a.
hafði umboð fyrir Philips-verksmiðjurnar hollenzku.
Hann vann hjá þessu firma til 1920, en þá stofnaði hann
sjálfstætt firma. Þ. 26. jan. 1920 stofnaði hann raftækja-
heildsölu í Esbjerg, en flutti síðan til Kaupmannahafnar
1927. Fyrirtækinu var síðan breytt í hlutafélagið J. C.
Möller, árið 1940. Starfar það enn, einkum að útflutn-
ingi.
J. C. Möller kom í fyrsta sinni til Islands árið 1919.
Kom hann sem fulltrúi firma síns til að athuga skil-
yrði til sölu á raflagnaefni til Islands. Þá var hafin virkj-
un Elliðaánna, og bæjarstjórn Reykjavikur hafði ákveðið
að taka rafveitumálin í sínar hendur. Möller hitti hér
ýmsa menn, m. a. Halldór heitinn Guðmundsson, sem þá
þegar rak umfangsmikla raftækjaverzlun í Reykjavík.
Möller heimsótti Island oft eftir þetta, oft árlega um
langt skeið, allt til síðustu heimsstyrjaldar 1939 og
raunar eftir styrjöldina einnig, en sjaldnar.
Hann ferðaðist mikið og víða sem fulltrúi stærstu
raftækja- og rafvélaverksmiðjanna í Danmörku, einkum
Laur. Knudsen A/S og Nordiske Kabel- og Trádfabrikker.
Hann kom á góðum viðskiptasamböndum hér á landi við
rafvirkjameistarana og firmu þeirra bæði í Reykjavík
og öðrum bæjum, svo sem Akureyri og Siglufirði.
Þegar bæjarstjórn Siglufjarðar vann að undirbúningi
á virkjun Skeiðfoss í Fljótum, voru margir erfiðleikar í
vegi, svo ekkert gekk. Þá bauð Möller bæjarstjórninni
að taka að sér rekstur rafveitunnar, endurbæta kerfið og
undirbúa það fyrir væntanlega vatnsvirkjun. Jafnframt
tók hann að sér að láta gera áætlun um virkjun Skeið-
foss og, ef fært væri, að virkja hann, en afhenda síðan
Siglufirði allt saman. Bæjarstjórnin samþykkti þetta, og
Möller stofnaði rafveitufélag á Sigulfirði með dönsku
firmunum, sem hann var fulltrúi fyrir, sem meðeig-
endum.
Virkjunaráætlanir voru gerðar undir leiðsögu Geirs
Zoega vegamálastjóra, og voru um það bil fullgerðar,
þegar síðari heimsstyrjöldin braust út 1939. Þegar sam-