Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1959, Blaðsíða 34
80
TÍMARIT VPI 1959
bandið slitnaði milli Danmerkur og Islands vegna styrj-
aldarinnar, bauð Möller að skila fyrirtækinu aftur til
Siglufjarðar á bókfærðu verði. Þessu tilboði tók bæjar-
stjórn Siglufjarðar fegins hendi og vann síðan áfram
að virkjunarmálunum síðari styrjaldarárin og kom Skeið-
fossvirkjuninni upp.
Á ferðum sínum til Islands fékk J. C. Möller einnig
áhuga á ýmsum öðrum greinum í atvinnulífi Islendinga en
rafveitumálunum. Hann undraðist framfarirnar hér, og
m. a. sá hann, hversu mikilvæg frystihúsin yrðu fyrir
útgerð landsmanna. Hann var og kunnugur þessari tækni
frá veru sinni í Esbjerg.
Á ferðum sínum hingað keypti hann oft síld á Siglu-
firði, saltaða eða kryddaða, hafði með sér til Kaup-
mannahafnar til sölu, en geymsla síldarinnar olli oft
erfiðleikum, ef geyma þurfti nokkurn tima. Þetta kom
honum m. a. inn á nýja braut, sem varð honum mikils-
verð, og eigi aðeins honum sjálfum heldur og landi
hans. Hann kom á fót nýrri atvinnugrein í Danmörku,
frystihúsunum til geymslu og dreifingar matvæla. Fyrir
Danmörku varð þetta hið mikilvægasta framfaraspor,
því þar er útflutningur á landbúnaðarafurðum ein helzta
atvinnugreinin.
1927 stofnaði Möller með nokkrum vinum sínum A/S
Esbjerg-Klarisværk, íshús til sölu á ís til útgerðarinnar.
Það óx ört upp í sölu á 17.000 tonnum árlega. 1938 seldi
hann þetta fyrirtæki öðrum, en söluverðið hafði hann til
stofnunar á nýju fyrirtæki A/S Dansk kölehus, Cold
Stores við Islandsbryggju í Kaupmannahöfn. Byggði
Möller þar nýtízku frystihús og ishús.
Þegar Möller dvaldi á yngri árum í Englandi, en
þangað er flutt megnið af landbúnaðarafurðum Dana,
varð honum ljóst, hversu erfið aðstaðan var, þar sem
engin frystihús voru. Seljendurnir yrðu þá að sæta hverju
verði, sem væri, til að koma frá sér afurðunum. Frysti-
húsin í Kaupmannahöfn hafa breytt þessu ástandi mjög
til batnaðar og það varð til þess, að Möller byggði smám
saman frystihús í Álaborg, Randers, Árósum, Kolding
og Óðinsvéum, sem öll geyma útflutningsafurðirnar,
þangað til hentugt sölutækifæri býðst.
Möller lét ekki þar við sitja, heldur byggði hann 4
frystihús í Svíþjóð; í Gautaborg, Málmey, Stokkhólmi
og Sundsvall. Er hægt að geyma alls ein 110.000 tonn
í frystihúsum þessum öllum, og hafa þau kostað samtals
80 millj. danskra króna.
Um leið og Möller lét byggja þessi frystihús, stofn-
aði hann félagið Cold Stores Holding Co. í Kaupmanna-
höfn til að stjórna og samræma rekstur frystihúsanna.
Með því móti má hagnýta bezt geymslurúmið, þar til
kemur að notkun eða útflutningi varningsins.
Möller undirbjó byggingu frystihúsa í öðrum lönd-
um. Hann leitaði m. a. sambands við íslenzka útflytj-
endur, en sjónarmiðin voru of ólík, sennilega til tjóns
fyrir útflutning Islands á frystum matvælum.
1 New York stofnaði hann firmað J. C. Möller Inc.,
sem annast milligöngu um mikinn hluta útflutnings á
dönskum landbúnaðarafurðum til U.S.A. og sem hefur
náð stöðugt vaxandi sölu hin síðari árin.
Þegar það er athugað, að Möller hefir afkastað þessu
verki á tæpum tveim áratugum, má telja það til afreka,
og ber það vott um óvenjulegan dugnað og samninga-
lipurð að byggja upp frá grunni atvinnugrein, sem er
ein hin mikilsverðasta í útflutningsviðskiptum landbún-
aðarþjóðar sem Danir eru.
Á ferðum sínum til Islands kynntist Möller atvinnu-
lífi Islendinga allvel og dáðist að hinni öru þróun, er
hér átti sér stað á mörgum sviðum. Hann efaðist oft
um framtak stjórnmálamanna okkar, en þrátt fyrir það
fékk hann óbifanlega trú á framtíð Islands og var oft
vanur að segja: „Guð heldur verndarhendi sinni yfir litla
landinu“, þegar honum fannst Islendingar fara óskyn-
samlega að ráði sínu.
Möller var ávallt mjög hugulsamur gagnvart öðrum,
sem hann komst í kynni við, og eignaðist marga vini hér
á landi. Hann hefir verið mörgum hjálpsamur, stutt
marga menn til náms og eldri menn í veikindum. Þegar
hann varð 50 ára, 1938, gaf hann Verkfræðingafélagi
Islands 10.000 kr. til námssjóðs ungum mönnum, er eink-
um hefðu hug á að stunda nám í rafmagnsfræði við
tækniháskólann í Kaupmannahöfn. Þegar Verkfræðinga-
félagið varð 40 ára 1952, bætti hann við sjóðinn 10.000
sænskum krónum og 5.000 dönskum krónum. Hefir sjóð-
ur þessi síðan veitt árlega námsstyrk einum nemanda
í Kaupmannahöfn.
Þegar Möller varð 70 ára, lagði hann niður stjórn á
fyrirtækjum þeim, er hann hafði stofnað og rutt braut,
til þess að aðrir yngri kæmust að til að halda áfram
brautryðjendastarfinu.
Nokkru áður hafði hann stofnað sjóð af hagnaði
þeim, er honum féll í hlut frá félögunum. Tilgangur sjóðs
þessa er, að sjóðsféð skuli nota, sumpart til ræktunar
lands í Danmörku eða á Islandi og sumpart til varnar
gegn sjúkdómum í þessum tveim löndum.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum, árið 1956, féil til að
kaupa röntgentæki til spítala í Danmörku til að vinna
á móti krabbameini. Samtímis fékk islenzkur læknir
styrk til framhaldsnáms i Danmörku í sama skyni.
Fyrsta úthlutun til ræktunar lands féll, að ósk Möllers
sjálfs, til skógræktarmanns frá Islandi til námsdvalar
í Danmörku og Canada vegna skógræktar síðar á Islandi.
I þakkarskyni fyrir starf J. C. Möllers á Islandi og
fyrir Island og í viðurkenningarskyni fyrir brautryðj-
andastarf hans á tæknilegu sviði, ákvað Verkfræðinga-
félag Islands á sjötugsafmæli J. C. Möllers að bjóða hon-
um að gerast meðlimur félagsins ævilangt án kvaða.
Hefir hann þekkst þetta boð, og var honum veitt inn-
ganga í félagið 19. febrúar 1959. Ákvörðun þessi mun
gleðja hina mörgu vini J. C. Möllers á Islandi.
Steingrímur Jónsson.
TÍMARIT VERKFRÆÐINGAFBLAGS ÍSLANDS kemur út eigi sjaldnar en sex sinnum á ári og flytur greinar um verkfræðileg
efni. Árgangurinn er alls um 100 síður og kostar 100 krónur, en einstök hefti 20 kr. — Ritstjóri: Hinrik Guðmundsson. Rit-
nefnd: Baldur Líndal, Guðmundur Björnsson, Helgi H. Árnason og Magnús Reynir Jónsson. — Útgefandi: Verkfræðingafólag
Islands. — Afgreiðsla tímaritsins er í skrifstofu félagsins í Brautarholti 30 Reykjavík. Sími 19717, Pósthólf 645.
STEINDÓRSPRENT H.F.