Akranes - 01.07.1944, Qupperneq 2
86
AKRANES
Forsetinn ferðast um landið
Hinn nýkjörni forseti hefur tekist á
hendur opinbera heimsókn um landið.
Á þeirxi ferð byrjaði hann með heim-
sókn sinni til Akraness sunnudaginn 30.
júlí s. 1.
Móttakan hér fór fram á þennan veg:
Um kl. 1.30 óku þessir menn til móts
við forseta íslands: Ól. B. Björnsson,
forseti bæjarstjórnar, Arnljótur Guð-
mundsson, bæjarstjóri og Þórhallur
Sæmundsson, bæjarfógeti. Mættust bíl-
arnir á Langamel. Eftir að hafa heilsað
forsetanum og fylgdarliði hans (sem var
forsetaritari Pétur Eggerz og Vigfús Sig-
urgeirsson ljósmyndasmiður), var hald-
ið að Görðum til þess að skoða bæjar-
landið, ræktun þá og framræslumann-
virki, er þar hafa verið gerð síðan land-
ið var keypt. Þaðan var haldið að Lamb-
hússundi, sem var löggilt höfn og verzl-
unarstaður 16. júní 1864. Þá voru for-
setanum sýnd hafnarmannvirkin, þau er
áður hafa verið gerð, og nú eru í bygg-
ingu, þá hinn nýi viti, Bíóhöllin, Bjarna-
laug, kirkjan og hið nýja Bæjarhús.
Að þessu loknu var ekið að Hótel
Akraness, en þar var forsetanum af bæj-
arstjórninni boðið til te- og kaffidrykkju
og sátu þar um 70 bæjarmenn, karlar og
konur. Salurinn var skreyttur fánum og
blómum.
Þar hélt Ól. B. Björnsson svofellda
ræðu til forsetans:
Herra forseti íslands, Sveinn Björnsson!
í umboði bæjarstjórnarinnar, býð ég
yður, fyrsta forseta hins íslenzka lýð-
veldis, fyrir hönd þessa bæjarfélags
hjartanlega velkominn á Akranes.
Akraness hefur ekki verið mikið get-
ið í þeirri íslandssögu, sem enn er skráð.
En þegar að er gáð og lengra skyggnst,
má sérstaklega benda á tvö óræk vitni
þess, að Akranes hefur þolað súrt og
sætt með þjóðinni í gegnum aldirnar og
lagt fullkominn og veigamikinn skerf til
þess, sem skapar og viðheldur lífsaf-
komu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Það er ekki út í bláinn, — eða af eft-
irhermum — sem þetta nes ber nafnið
Akranes. Það bar, og ber enn nafn með
rentu. Hér vrou sánir akrar. Það er stað-
fest í fleirum en einni af fornsögum
vorum, að hingað fóru menn til mjöl-
kaupa á áliðnum vetri. Það er því sann-
að, að hingað var leitað í þessum efnum
sem um kornforðabúr væri að ræða:
Nesið allt í kringum Akranes er grasi
vafið, og mörg örnefni til, sem sanna
staðreyndina um Akrana fornu. Sam-
hliða kornræktinni hefur vitanlega allt
frá fornöld verið búið hér í víðari merk-
ingu, og þá ekki síður eftir að kornrækt-
in lagðist niður.
í annan stað er það sannað, að allt frá
fornöld hefur hér verið verstöð og mik-
ið útræði, — ekki aðeins heimamanna
— heldur víða að. Það er því engin til-
viljun, að tanginn, sem vér nú stöndum
á, gekk um langt skeið undir nafninu
Skipaskagi.
Þessi tvö nöfn, sem þannig segja sög-
una, — þó að hún hafi ekki verið skráð
— teljum vér fullgilda sönnun þess, að
Akranes hafi verið með í leiknum og líf-
inu yfirleitt fram á þennan dag.
Herra forseti!
Til er gamalt máltæki, sem segir, að
það sé ekki gott að maðurinn sé einn. —
Og þér sjáið, að vér hér lifum rækilega
samkvæmt þessari reglu. — Þér eruð
ekki með yðar elskulegu frú. Fyrst og
fremst fyrir hönd þessara kvenna, —
og okkar allra — biðjum vér yður því
að bera henni innilegar kveðjur vorar
og hamingjuóskir með þann heiður, er
henni hefur hlotnast með því að verða
fyrsta forsetafrú vors kæra lands. Sam-
hliða viljum vér láta í ljós sára hryggð
vora yfir þeim þjáningum og frelsis-
skerðingu, sem föðurland hennar hefur
orðið að þola á síðustu tímum. Með ein-
lægri ósk og bæn um að þar megi fljót-
lega sjá roða fyrir degi frelsis og far-
sældar á ný. Um leið viljum vér og
minnast hins aldna konungs og hans
húss, með þakklæti fyrir kærkomna
kveðju á síðustu stundu, og fyrr og síð-
ar velvilja og skilning í íslands garð.
Með þessu ári byrjar þjóð vor „nýtt
líf“. Hún öðlast á ný rétt og skyldur, er
hún afsalaði sér í hendur erlends valds
fyrir nær 7 öldum síðan. Vér vonum og
að heimurinn byrji á þessu ári „nýtt
líf“. — Þ. e. þegar þessu stríði lýkur.
Vér vonum að framkoma stórþjóðanna
við oss, velvilji þeirra og árnaðaróskir
á þessu gæfuríka ári sé varanlegt tákn
þeirrar sjálfsögðu köllunar og skyldu
allra manna og þjóða, að gera um mál
sín sem viti gæddar verur, þar sem einr
hver köllun og lífshamingja er lögð til
grundvallar.
Eg gat þess í upphafi máls míns, að
Akranes hafi ekki verið fyrirferðarmik-
ið á spjöldum sögunnar. Bær vor er ung-
ur að verulegum og stórstígum fram-
förum, eins og land vort er yfirleitt. En
vér vonum að það litla, sem þér, herra
forseti, hafið skoðað hér í dag, bendi
fullkomlega til þess að vér viljum og
ætlum að rækja áfram þá tvo nauðsyn-
legu höfuðþætti, sem tilvera þjóðar
vorrar byggist á, og felast svo fagurlega
— og táknrænt — í þeim tveim nöfnum,
er ég benti á í upphafi, — Akranes,
Skipaskagi. —
Þegar þér því, herra forseti, gerið
þessum bæ þann mikla heiður, að koma
hingað fyrst á yðar opinberu heimsókn-
arferð um land vort, viljum vér þakka
það, hylla yður og óska yður allrar bless-
unar í því veglega og vandasama starfi,
sem þér hafið verið kosinn til. Þessi
heimsókn bar svo brátt að, að vér gátum
ekki leyst yður út með gjöfum. Hins-
vegar lofum vér því, — og það vitum
vér, að yður er meira virði en allar
gjafir, — að vér ætlum enn að halda á-
fram að róa og rœkta, svo að þetta fagra
nes missi heldur ekki í sögu þjóðarinn-
ar það táknræna heiti, sem því hefur
fylgt. Og ef allir staðir gera það af al-
vöru í vaxandi mæli með hverri kyn-
Forsetinn talar til Akurnesinga við Hótel Akranes